Golf

Ólafía náði sér ekki á strik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í erfiðri stöðu eftir fyrsta daginn á opna kanadíska meistaramótinu.

Ólafía lék á 75 höggum í dag eða á fjórum höggum yfir pari. Hún er á meðal neðstu kylfinga í sæti

Okkar kona fékk sex skolla í dag og tvo fugla. Það skilaði henni í sæti 121 til 126.

Hún þarf því að eiga frábæran dag á morgun ætli hún að eygja von um að komast í gegnum niðurskurðinn.

Fylgst var með gangi mála hjá Ólafíu Þórunni í textalýsingunni hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Ólafía elskar að spila í roki og rigningu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur í dag leik á Opna breska meistaramótinu í golfi. Leikið verður í roki og rigningu í Skotlandi, við aðstæður sem ættu að henta Ólafíu vel miðað við gengi hennar um liðna helgi.

Kölluð „Iceland“

Tiffany Joh segir að Ólafía hafi staðið sig vel á sínu fyrsta ári á LPGA-mótaröðinni. Nafnið hennar hafi þó þvælst fyrir kylfingunum.

Hefur enn ekki sýnt sitt besta

Samherji Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur hrósar henni fyrir framgöngu hennar á fyrsta tímabilinu á LPGA-mótaröðinni. Ólafía vill gera enn betur og segist enn eiga eftir að spila mót þar sem allt gengur upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×