Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Karl Lúðvíksson skrifar 22. ágúst 2017 09:30 Larry Magennis og greinarhöfundur með 94 sm hrygnu úr Hreimsáskvörn í Langá Mynd: Stefán Tyrfingsson Langá á Mýrum hefur lengi verið þekkt fyrir að vera á sem að næstum því öllu leiti fékk bara eins árs laxa. Inn á milli hafa þó alltaf sést stórir laxar og það eru nokkrir veiðistaðir í ánni þar sem töluvert er að stórum laxi og óhætt að segja að þrír veiðistaðir geymi mikið af tveggja ára laxi. Þeir sem hafa veitt Langá í sumar þekkja vel stórlaxana í Glanna og Hreimsáskvörn en nú liggur líka nokkuð af stórum laxi í Stórhólakvörn og eins í Kerstapafljóti en í síðast nefnda staðnum liggja í það minnsta 20-30 tveggja ára laxar sem sjást vel og sýna sig mikið. Það hefur veiðst töluvert af vænum tveggja ára hrygnum í allt sumar og eitt gott dæmi er um hrygnu sem hefur veiðst þrisvar sinnum og alltaf í sama veiðistaðnum, Stórhólakvörn. Þar liggur líka einn rauður og flottur leginn hængur sem hefur tekið fimm sinnum í sumar en slitið alla tauma sem fyrir hann hafa verið bornir. Stærsti laxinn í sumar er 91 sm eða var það þangað til seinni partinn í gær. Undirritaður fékk þá ánægju að taka að sér leiðsögn hjá ungum írskum veiðimanni og það er óhætt að segja að Langá hafi tekið vel á móti honum. Hann var nokkuð seinn fyrir þar sem hann var að koma úr Ytri Rangá með ágætis afla og átti einmitt einn af stórlaxaveiðistöðunum og það sem meira er við þau birtuskilyrði þegar stóru laxarnir taka best. Í fimmta kasti í Hreimsáskvörnina, sem var fyrsti hylurinn hans til að kasta í, tekur 94 sm hrygna fluguna Metalica. Henni var varlega landað og eftir örstutta myndatöku fékk hún að synda aftur í hylinn. Eins og sést á myndinni er þetta afskaplega vel haldin hrygna og líklega ein af þeim stærri sem hafa veiðst á landinu í sumar og klárlega sú stærsta í sem hefur veiðst í Langá í mörg ár. Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði
Langá á Mýrum hefur lengi verið þekkt fyrir að vera á sem að næstum því öllu leiti fékk bara eins árs laxa. Inn á milli hafa þó alltaf sést stórir laxar og það eru nokkrir veiðistaðir í ánni þar sem töluvert er að stórum laxi og óhætt að segja að þrír veiðistaðir geymi mikið af tveggja ára laxi. Þeir sem hafa veitt Langá í sumar þekkja vel stórlaxana í Glanna og Hreimsáskvörn en nú liggur líka nokkuð af stórum laxi í Stórhólakvörn og eins í Kerstapafljóti en í síðast nefnda staðnum liggja í það minnsta 20-30 tveggja ára laxar sem sjást vel og sýna sig mikið. Það hefur veiðst töluvert af vænum tveggja ára hrygnum í allt sumar og eitt gott dæmi er um hrygnu sem hefur veiðst þrisvar sinnum og alltaf í sama veiðistaðnum, Stórhólakvörn. Þar liggur líka einn rauður og flottur leginn hængur sem hefur tekið fimm sinnum í sumar en slitið alla tauma sem fyrir hann hafa verið bornir. Stærsti laxinn í sumar er 91 sm eða var það þangað til seinni partinn í gær. Undirritaður fékk þá ánægju að taka að sér leiðsögn hjá ungum írskum veiðimanni og það er óhætt að segja að Langá hafi tekið vel á móti honum. Hann var nokkuð seinn fyrir þar sem hann var að koma úr Ytri Rangá með ágætis afla og átti einmitt einn af stórlaxaveiðistöðunum og það sem meira er við þau birtuskilyrði þegar stóru laxarnir taka best. Í fimmta kasti í Hreimsáskvörnina, sem var fyrsti hylurinn hans til að kasta í, tekur 94 sm hrygna fluguna Metalica. Henni var varlega landað og eftir örstutta myndatöku fékk hún að synda aftur í hylinn. Eins og sést á myndinni er þetta afskaplega vel haldin hrygna og líklega ein af þeim stærri sem hafa veiðst á landinu í sumar og klárlega sú stærsta í sem hefur veiðst í Langá í mörg ár.
Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði