Mercedes-Benz með bílasýningu á Ljósanótt Finnur Thorlacius skrifar 30. ágúst 2017 14:39 Mercedes Benz Marco Polo ferðabíllinn. Mercedes-Benz býður gestum Ljósanætur uppá veglega bílasýningu nk. laugardag. Sýningin fer fram á SBK planinu við Keflavíkurtún á laugardaginn kl. 12–17. ,,Við hjá Öskju hlökkum mikið til að bjóða uppá Mercedes-Benz bílasýningu á Ljósanótt. Hátíðin hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem ein helsta menningar- og fjölskylduhátíð landsins með viðamiklum og skemmtilegum viðburðum. Við verðum með breiða og glæsilega línu bíla frá Mercedes-Benz. Alls verða 10 bílar á staðnum og má þar nefna blæjubíl, jeppa, fólksbíla og sportbíla. Þá verður hinn nýi og eftirtektarverði Marco Polo ferðabíll einnig á sýningunni þannig að fjölbreytnin verður í fyrirrúmi hjá okkur og allir ættu að finna bíla við sitt hæfi," segir Ásgrímur Helgi Einarsson, sölustjóri Mercedes-Benz fólksbíla hjá bílaumboðinu Öskju. Sýningin er haldin í samstarfi við K. Steinarsson. Það verður ýmislegt skemmtilegt í gangi á bílasýningunni og má nefna að boðið verður upp á leik þar sem gestir reyna að pútta fyrir holu í höggi. Þeir sem ná holu í höggi fá vinning þannig að það er um að gera að reyna fyrir sig í púttinu. Ljósanótt Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent
Mercedes-Benz býður gestum Ljósanætur uppá veglega bílasýningu nk. laugardag. Sýningin fer fram á SBK planinu við Keflavíkurtún á laugardaginn kl. 12–17. ,,Við hjá Öskju hlökkum mikið til að bjóða uppá Mercedes-Benz bílasýningu á Ljósanótt. Hátíðin hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem ein helsta menningar- og fjölskylduhátíð landsins með viðamiklum og skemmtilegum viðburðum. Við verðum með breiða og glæsilega línu bíla frá Mercedes-Benz. Alls verða 10 bílar á staðnum og má þar nefna blæjubíl, jeppa, fólksbíla og sportbíla. Þá verður hinn nýi og eftirtektarverði Marco Polo ferðabíll einnig á sýningunni þannig að fjölbreytnin verður í fyrirrúmi hjá okkur og allir ættu að finna bíla við sitt hæfi," segir Ásgrímur Helgi Einarsson, sölustjóri Mercedes-Benz fólksbíla hjá bílaumboðinu Öskju. Sýningin er haldin í samstarfi við K. Steinarsson. Það verður ýmislegt skemmtilegt í gangi á bílasýningunni og má nefna að boðið verður upp á leik þar sem gestir reyna að pútta fyrir holu í höggi. Þeir sem ná holu í höggi fá vinning þannig að það er um að gera að reyna fyrir sig í púttinu.
Ljósanótt Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent