Lífeyrissjóðir að selja turninn við Höfðatorg Hörður Ægisson skrifar 30. ágúst 2017 07:30 Fasteignafélagið FAST-1 keypti turninn við Höfðatorg af Íslandsbanka árið 2013. Vísir/GVA Fasteignafélagið FAST-1 undirbýr nú sölu á öllum eignum samstæðunnar en langsamlega stærsta eign þess er Höfðatorgsturninn við Borgartún og Katrínartún sem var metinn á um 18 milljarða króna í árslok 2016. Samtals nema eignir félagsins hins vegar ríflega 22 milljörðum. Gísli Reynisson, framkvæmdastjóri FAST-1, sem er samlagshlutafélag að mestu í eigu íslenskra lífeyrissjóða, segir í samtali við Markaðinn að formlegt söluferli muni hefjast á allra næstu vikum. Það er fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka sem er ráðgjafi seljenda í ferlinu. Aðspurður segir Gísli ekki hægt að segja fyrir um hvenær hann búist við að söluferlinu ljúki. Hann bendir hins vegar á það sé mat stjórnenda að nú sé góður tími til að selja fasteignasafn félagsins, meðal annars með hliðsjón af lækkandi vöxtum á markaði. Gísli er einn eigenda Contra eignastýringar sem hefur séð um rekstur eigna FAST-1 frá árinu 2012 og þá er fasteignafélagið í stýringu Íslandssjóða, dótturfélags Íslandsbanka. Heildarleigutekjur FAST-1 á árinu 2016 námu um 1.630 milljónum króna og jukust um liðlega 80 milljónir frá fyrra ári. Þar munaði mest um tekjur af leigustarfsemi dótturfélagsins HTO ehf., sem á og rekur atvinnuhúsnæði að Höfðatorgi, en þær voru samtals 1.274 milljónir í fyrra. Hagnaður félagsins fyrir matsbreytingu fjárfestingareigna var um 970 milljónir króna á síðasta ári. Heildarstærð eigna félagsins er um 57 þúsund fermetrar að meðtöldum bílakjallara sem er undir byggingunum. Turninn að Katrínartúni, sem hafist var handa við að reisa árið 2007 af byggingarfélaginu Eykt, er nítján hæðir en á meðal þeirra fyrirtækja og stofnana sem eru þar með starfsemi eru Fjármálaeftirlitið, Reiknistofa bankanna, Olís, WOW air, Samherji, Arctica Finance og ýmsar lögmannsstofur. Stærstu hluthafar FAST-1, hvor um sig með 19,9 prósenta eignarhlut, eru Gildi lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður verslunarmanna og þá nemur hlutur Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins – bæði A- og B-deild – samtals 18,5 prósentum. Aðrir lífeyrissjóðir eiga undir 10 prósenta hlut og þá á Tryggingamiðstöðin ríflega þriggja prósenta hlut í félaginu. Fasteignafélagið FAST-1 eignaðist Höfðatorg upphaflega árið 2013 þegar það keypti eignarhaldsfélagið HTO af Íslandsbanka, sem átti þá 72,5 prósenta hlut í félaginu, og Pétri Guðmundssyni og tengdum aðilum sem fóru með 27,5 prósenta hlut. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka sá einnig um söluferli félagsins á þeim tíma en bankinn hafði tekið yfir Höfðatorg að mestu árið 2011.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Fasteignafélagið FAST-1 undirbýr nú sölu á öllum eignum samstæðunnar en langsamlega stærsta eign þess er Höfðatorgsturninn við Borgartún og Katrínartún sem var metinn á um 18 milljarða króna í árslok 2016. Samtals nema eignir félagsins hins vegar ríflega 22 milljörðum. Gísli Reynisson, framkvæmdastjóri FAST-1, sem er samlagshlutafélag að mestu í eigu íslenskra lífeyrissjóða, segir í samtali við Markaðinn að formlegt söluferli muni hefjast á allra næstu vikum. Það er fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka sem er ráðgjafi seljenda í ferlinu. Aðspurður segir Gísli ekki hægt að segja fyrir um hvenær hann búist við að söluferlinu ljúki. Hann bendir hins vegar á það sé mat stjórnenda að nú sé góður tími til að selja fasteignasafn félagsins, meðal annars með hliðsjón af lækkandi vöxtum á markaði. Gísli er einn eigenda Contra eignastýringar sem hefur séð um rekstur eigna FAST-1 frá árinu 2012 og þá er fasteignafélagið í stýringu Íslandssjóða, dótturfélags Íslandsbanka. Heildarleigutekjur FAST-1 á árinu 2016 námu um 1.630 milljónum króna og jukust um liðlega 80 milljónir frá fyrra ári. Þar munaði mest um tekjur af leigustarfsemi dótturfélagsins HTO ehf., sem á og rekur atvinnuhúsnæði að Höfðatorgi, en þær voru samtals 1.274 milljónir í fyrra. Hagnaður félagsins fyrir matsbreytingu fjárfestingareigna var um 970 milljónir króna á síðasta ári. Heildarstærð eigna félagsins er um 57 þúsund fermetrar að meðtöldum bílakjallara sem er undir byggingunum. Turninn að Katrínartúni, sem hafist var handa við að reisa árið 2007 af byggingarfélaginu Eykt, er nítján hæðir en á meðal þeirra fyrirtækja og stofnana sem eru þar með starfsemi eru Fjármálaeftirlitið, Reiknistofa bankanna, Olís, WOW air, Samherji, Arctica Finance og ýmsar lögmannsstofur. Stærstu hluthafar FAST-1, hvor um sig með 19,9 prósenta eignarhlut, eru Gildi lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður verslunarmanna og þá nemur hlutur Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins – bæði A- og B-deild – samtals 18,5 prósentum. Aðrir lífeyrissjóðir eiga undir 10 prósenta hlut og þá á Tryggingamiðstöðin ríflega þriggja prósenta hlut í félaginu. Fasteignafélagið FAST-1 eignaðist Höfðatorg upphaflega árið 2013 þegar það keypti eignarhaldsfélagið HTO af Íslandsbanka, sem átti þá 72,5 prósenta hlut í félaginu, og Pétri Guðmundssyni og tengdum aðilum sem fóru með 27,5 prósenta hlut. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka sá einnig um söluferli félagsins á þeim tíma en bankinn hafði tekið yfir Höfðatorg að mestu árið 2011.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira