Sumarið verður enn betra með bikartitli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. september 2017 06:00 Fyrirliðarnir Katrín Ásbjörnsdóttir og Sóley Guðmundsdóttir með Borgunarbikarinn. vísir/eyþór Þór/KA stendur með pálmann í höndunum í Pepsi-deild kvenna. Norðankonur eru með fimm stiga forystu þegar tvær umferðir eru eftir og fáir sem reikna með því að þær misstígi sig úr þessu. Fyrir vikið er enn meira í húfi fyrir liðin sem eru í úrslitaleik Borgunarbikarsins, Stjörnuna og ÍBV, en hann fer fram á morgun. Bæði lið töpuðu deildarleikjum sínum í upphafi vikunnar og möguleikar liðanna á Íslandsmeistaratitlinum voru þá um leið endanlega úr sögunni. Fyrirliðar liðanna eru þó sammála um að þrátt fyrir að titillinn sé úr sögunni hafi sumarið verið ágætt og verði enn betra með bikarmeistaratitli um helgina. „Þrátt fyrir allt var sumarið ekki vonbrigði fyrir okkur,“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar. „Við spiluðum vel í deildinni þó svo að úrslitin hafi ef til vill ekki alltaf sýnt það og þá stóðum við okkur vel úti í Króatíu. Sú ferð gerði okkur gott – að vinna þrjá leiki og fá sjálfstraust aftur,“ sagði hún og átti þar við keppni í riðli Stjörnunnar í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Sóley Guðmundsdóttir, fyrirliði ÍBV, var sömuleiðis ánægð með sumarið. „Við vorum á svakalegum skriði fyrir EM-pásuna, sem var mjög skemmtilegt,“ segir hún en ÍBV gerði þrjú jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum eftir að hlé var gert á deildinni. „Það er helst sárt að sjá á eftir þeim stigum. Við hefðum gjarnan viljað fá þrjú stig í þeim leikjum.“Úr deildarleik liðanna á Samsung-vellinum í Garðabæ.vísir/andri marinóHafa gætur á Cloe Katrín reiknar með jöfnum leik, enda gerðu þessi lið jafntefli í bæði skiptin þegar þau mættust í deildinni í sumar. „Þetta verður svipaður leikur og áður í sumar, reikna ég með. Við vitum að við verðum meira með boltann, enda erum við þannig lið. En þær eru góðar fram á við og nota sínar skyndisóknir vel,“ sagði Katrín. Cloe Lacasse er, rétt eins og Katrín sjálf, einn besti sóknarmaður deildarinnar. Báðar hafa skorað þrettán mörk í sumar. „Við hugsum auðvitað fyrst og fremst um ÍBV í heild en við verðum með góðar gætur á henni. Hún má ekki komast á ferðina því þá opnast vörnin okkar og þá getur allt gerst,“ segir Katrín. „Við þurfum fyrst og fremst að hugsa um okkar leik og nýta okkur þessa viku til að undirbúa okkur og koma klárar til leiks,“ sagði fyrirliði Garðbæinga.Þjálfarar og fyrirliðar Stjörnunnar og ÍBV.vísir/eyþórGetum unnið öll lið Sóley tekur í svipaðan streng og segir að Eyjakonur séu ekki mikið að hugsa um lið Stjörnunnar í aðdraganda þessa leiks. „Við einbeitum okkur að okkar leik. Ef okkur tekst að spila vel þá ætti það að fara vel fyrir okkur,“ segir hún. Stjarnan sló Þór/KA úr leik í bikarnum en ÍBV er eina liðið sem hefur unnið norðankonur í deildinni. „Sá leikur staðfesti það sem við vissum, að við getum unnið öll lið. Það var mjög gott að hleypa Þór/KA ekki í gegnum mótið án þess að tapa og gaman að vinna þann leik. Sigurinn gefur ekkert í bikarúrslitum en gaf okkur sjálfstraust og fínan meðbyr.“Ógleymanleg stund Báðar segja að það væri dýrmæt stund fyrir þær að lyfta bikarnum góða á morgun, fyrir framan stuðningsmenn sína. „Ég hef tvisvar farið í bikarúrslit og í bæði skiptin lent í öðru sæti,“ segir Katrín. „Einu sinni með Þór/KA og einu sinni með KR. Þetta er þriðja skiptið mitt – og ég held að þetta sé þriðja skiptið hennar Gummu [Guðmundu Brynju Óladóttur] og við ætlum okkur að lyfta bikarnum í þetta skiptið.“ Það færist líka bros á Sóleyju við tilhugsunina um að lyfta bikarnum. „Það væri bara fáránlega góð tilfinning. Ég get eiginlega ekki hugsað það til enda – það yrði stund sem ég myndi aldrei gleyma.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Þór/KA stendur með pálmann í höndunum í Pepsi-deild kvenna. Norðankonur eru með fimm stiga forystu þegar tvær umferðir eru eftir og fáir sem reikna með því að þær misstígi sig úr þessu. Fyrir vikið er enn meira í húfi fyrir liðin sem eru í úrslitaleik Borgunarbikarsins, Stjörnuna og ÍBV, en hann fer fram á morgun. Bæði lið töpuðu deildarleikjum sínum í upphafi vikunnar og möguleikar liðanna á Íslandsmeistaratitlinum voru þá um leið endanlega úr sögunni. Fyrirliðar liðanna eru þó sammála um að þrátt fyrir að titillinn sé úr sögunni hafi sumarið verið ágætt og verði enn betra með bikarmeistaratitli um helgina. „Þrátt fyrir allt var sumarið ekki vonbrigði fyrir okkur,“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar. „Við spiluðum vel í deildinni þó svo að úrslitin hafi ef til vill ekki alltaf sýnt það og þá stóðum við okkur vel úti í Króatíu. Sú ferð gerði okkur gott – að vinna þrjá leiki og fá sjálfstraust aftur,“ sagði hún og átti þar við keppni í riðli Stjörnunnar í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Sóley Guðmundsdóttir, fyrirliði ÍBV, var sömuleiðis ánægð með sumarið. „Við vorum á svakalegum skriði fyrir EM-pásuna, sem var mjög skemmtilegt,“ segir hún en ÍBV gerði þrjú jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum eftir að hlé var gert á deildinni. „Það er helst sárt að sjá á eftir þeim stigum. Við hefðum gjarnan viljað fá þrjú stig í þeim leikjum.“Úr deildarleik liðanna á Samsung-vellinum í Garðabæ.vísir/andri marinóHafa gætur á Cloe Katrín reiknar með jöfnum leik, enda gerðu þessi lið jafntefli í bæði skiptin þegar þau mættust í deildinni í sumar. „Þetta verður svipaður leikur og áður í sumar, reikna ég með. Við vitum að við verðum meira með boltann, enda erum við þannig lið. En þær eru góðar fram á við og nota sínar skyndisóknir vel,“ sagði Katrín. Cloe Lacasse er, rétt eins og Katrín sjálf, einn besti sóknarmaður deildarinnar. Báðar hafa skorað þrettán mörk í sumar. „Við hugsum auðvitað fyrst og fremst um ÍBV í heild en við verðum með góðar gætur á henni. Hún má ekki komast á ferðina því þá opnast vörnin okkar og þá getur allt gerst,“ segir Katrín. „Við þurfum fyrst og fremst að hugsa um okkar leik og nýta okkur þessa viku til að undirbúa okkur og koma klárar til leiks,“ sagði fyrirliði Garðbæinga.Þjálfarar og fyrirliðar Stjörnunnar og ÍBV.vísir/eyþórGetum unnið öll lið Sóley tekur í svipaðan streng og segir að Eyjakonur séu ekki mikið að hugsa um lið Stjörnunnar í aðdraganda þessa leiks. „Við einbeitum okkur að okkar leik. Ef okkur tekst að spila vel þá ætti það að fara vel fyrir okkur,“ segir hún. Stjarnan sló Þór/KA úr leik í bikarnum en ÍBV er eina liðið sem hefur unnið norðankonur í deildinni. „Sá leikur staðfesti það sem við vissum, að við getum unnið öll lið. Það var mjög gott að hleypa Þór/KA ekki í gegnum mótið án þess að tapa og gaman að vinna þann leik. Sigurinn gefur ekkert í bikarúrslitum en gaf okkur sjálfstraust og fínan meðbyr.“Ógleymanleg stund Báðar segja að það væri dýrmæt stund fyrir þær að lyfta bikarnum góða á morgun, fyrir framan stuðningsmenn sína. „Ég hef tvisvar farið í bikarúrslit og í bæði skiptin lent í öðru sæti,“ segir Katrín. „Einu sinni með Þór/KA og einu sinni með KR. Þetta er þriðja skiptið mitt – og ég held að þetta sé þriðja skiptið hennar Gummu [Guðmundu Brynju Óladóttur] og við ætlum okkur að lyfta bikarnum í þetta skiptið.“ Það færist líka bros á Sóleyju við tilhugsunina um að lyfta bikarnum. „Það væri bara fáránlega góð tilfinning. Ég get eiginlega ekki hugsað það til enda – það yrði stund sem ég myndi aldrei gleyma.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn