Hillingar frumsýna myndband: „Verðum að reyna að finna ljósið í öllu myrkrinu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. september 2017 14:30 Glæsilegt myndband frá Hillingunum. „Kaldar nætur fjallar um þann blákalda raunveruleika sem við búum við hér á landi. Yfir vetrarmánuðina er kuldi og myrkur alltumlykjandi,“ segir Árni Beinteinn, tónlistarmaðurinn og leikstjórinn, um lag og myndband sem Hillingar frumsýna á Vísi í dag. Sveitin frumsýnir nýtt tónlistarmyndband á Vísi þrjá fimmtudaga í röð. Lagið Hyldýpi var frumsýnt fyrir viku og nú er komið að laginu Kaldar nætur. „Það varð kveikjan að textanum sem fjallar um það að harka af sér þrátt fyrir veðurfarið og myrkrið. Við sem búum hér verðum að reyna að finna ljósið í öllu myrkrinu. Þá veltir hljómsveitin því líka fyrir sér hvort að kuldinn herði okkur kannski sem þjóð að einhverju leyti.“ Myndbandið er allt tekið upp í bænum Hólmavík á Ströndum og segir sögu af þremur ungum mönnum sem lifa í bænum. Sem fyrr bregða hljómsveitarmeðlimir sér í hlutverkin í myndbandinu sem er í formi einskonar stuttmyndar. Þegar að ungur bóndasonur í bænum lendir í ógöngum með ófyrirsjáanlegum afleyðingum þá þarf að kalla út björgunarsveitina í bænum sem fer af stað í útkall. „Myndbandið var tekið upp síðastliðinn vetur og tóku upptökur aðeins um 6 klukkutíma á einum degi. Það var eiginlega eini tíminn sem við höfðum því að við náðum bara einum degi í bænum og sólarljósið bauð ekki upp á lengri tíma. Við urðum því að hafa mjög hraðar hendur og þjóta á milli staða en sem betur fer er bærinn ekki mjög stór og því auðvelt að komast á milli staða,“ segir Stefán Þór einn af meðlimum sveitarinnar. Hillingar gáfu út smáskífu á Spotify í lok ágústmánaðar ásamt tónlistarmyndbandi við lagið Hyldýpi. Það er Jóhannes Gauti Óttarsson sem gerir taktana en Egill Árni Jóhannesson tekur myndböndin upp. Redd Lights sjá svo um hljóðblöndun. Kaldar nætur er annað tónlistarmyndbandið sem sveitin sendir frá sér en auk þess er von á því þriðja frá þeim næstkomandi fimmtudag, þann 14. september. Hér að neðan má sjá nýjasta myndbandið frá Hillingum. Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Kaldar nætur fjallar um þann blákalda raunveruleika sem við búum við hér á landi. Yfir vetrarmánuðina er kuldi og myrkur alltumlykjandi,“ segir Árni Beinteinn, tónlistarmaðurinn og leikstjórinn, um lag og myndband sem Hillingar frumsýna á Vísi í dag. Sveitin frumsýnir nýtt tónlistarmyndband á Vísi þrjá fimmtudaga í röð. Lagið Hyldýpi var frumsýnt fyrir viku og nú er komið að laginu Kaldar nætur. „Það varð kveikjan að textanum sem fjallar um það að harka af sér þrátt fyrir veðurfarið og myrkrið. Við sem búum hér verðum að reyna að finna ljósið í öllu myrkrinu. Þá veltir hljómsveitin því líka fyrir sér hvort að kuldinn herði okkur kannski sem þjóð að einhverju leyti.“ Myndbandið er allt tekið upp í bænum Hólmavík á Ströndum og segir sögu af þremur ungum mönnum sem lifa í bænum. Sem fyrr bregða hljómsveitarmeðlimir sér í hlutverkin í myndbandinu sem er í formi einskonar stuttmyndar. Þegar að ungur bóndasonur í bænum lendir í ógöngum með ófyrirsjáanlegum afleyðingum þá þarf að kalla út björgunarsveitina í bænum sem fer af stað í útkall. „Myndbandið var tekið upp síðastliðinn vetur og tóku upptökur aðeins um 6 klukkutíma á einum degi. Það var eiginlega eini tíminn sem við höfðum því að við náðum bara einum degi í bænum og sólarljósið bauð ekki upp á lengri tíma. Við urðum því að hafa mjög hraðar hendur og þjóta á milli staða en sem betur fer er bærinn ekki mjög stór og því auðvelt að komast á milli staða,“ segir Stefán Þór einn af meðlimum sveitarinnar. Hillingar gáfu út smáskífu á Spotify í lok ágústmánaðar ásamt tónlistarmyndbandi við lagið Hyldýpi. Það er Jóhannes Gauti Óttarsson sem gerir taktana en Egill Árni Jóhannesson tekur myndböndin upp. Redd Lights sjá svo um hljóðblöndun. Kaldar nætur er annað tónlistarmyndbandið sem sveitin sendir frá sér en auk þess er von á því þriðja frá þeim næstkomandi fimmtudag, þann 14. september. Hér að neðan má sjá nýjasta myndbandið frá Hillingum.
Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira