Hillingar frumsýna myndband: „Verðum að reyna að finna ljósið í öllu myrkrinu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. september 2017 14:30 Glæsilegt myndband frá Hillingunum. „Kaldar nætur fjallar um þann blákalda raunveruleika sem við búum við hér á landi. Yfir vetrarmánuðina er kuldi og myrkur alltumlykjandi,“ segir Árni Beinteinn, tónlistarmaðurinn og leikstjórinn, um lag og myndband sem Hillingar frumsýna á Vísi í dag. Sveitin frumsýnir nýtt tónlistarmyndband á Vísi þrjá fimmtudaga í röð. Lagið Hyldýpi var frumsýnt fyrir viku og nú er komið að laginu Kaldar nætur. „Það varð kveikjan að textanum sem fjallar um það að harka af sér þrátt fyrir veðurfarið og myrkrið. Við sem búum hér verðum að reyna að finna ljósið í öllu myrkrinu. Þá veltir hljómsveitin því líka fyrir sér hvort að kuldinn herði okkur kannski sem þjóð að einhverju leyti.“ Myndbandið er allt tekið upp í bænum Hólmavík á Ströndum og segir sögu af þremur ungum mönnum sem lifa í bænum. Sem fyrr bregða hljómsveitarmeðlimir sér í hlutverkin í myndbandinu sem er í formi einskonar stuttmyndar. Þegar að ungur bóndasonur í bænum lendir í ógöngum með ófyrirsjáanlegum afleyðingum þá þarf að kalla út björgunarsveitina í bænum sem fer af stað í útkall. „Myndbandið var tekið upp síðastliðinn vetur og tóku upptökur aðeins um 6 klukkutíma á einum degi. Það var eiginlega eini tíminn sem við höfðum því að við náðum bara einum degi í bænum og sólarljósið bauð ekki upp á lengri tíma. Við urðum því að hafa mjög hraðar hendur og þjóta á milli staða en sem betur fer er bærinn ekki mjög stór og því auðvelt að komast á milli staða,“ segir Stefán Þór einn af meðlimum sveitarinnar. Hillingar gáfu út smáskífu á Spotify í lok ágústmánaðar ásamt tónlistarmyndbandi við lagið Hyldýpi. Það er Jóhannes Gauti Óttarsson sem gerir taktana en Egill Árni Jóhannesson tekur myndböndin upp. Redd Lights sjá svo um hljóðblöndun. Kaldar nætur er annað tónlistarmyndbandið sem sveitin sendir frá sér en auk þess er von á því þriðja frá þeim næstkomandi fimmtudag, þann 14. september. Hér að neðan má sjá nýjasta myndbandið frá Hillingum. Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Kaldar nætur fjallar um þann blákalda raunveruleika sem við búum við hér á landi. Yfir vetrarmánuðina er kuldi og myrkur alltumlykjandi,“ segir Árni Beinteinn, tónlistarmaðurinn og leikstjórinn, um lag og myndband sem Hillingar frumsýna á Vísi í dag. Sveitin frumsýnir nýtt tónlistarmyndband á Vísi þrjá fimmtudaga í röð. Lagið Hyldýpi var frumsýnt fyrir viku og nú er komið að laginu Kaldar nætur. „Það varð kveikjan að textanum sem fjallar um það að harka af sér þrátt fyrir veðurfarið og myrkrið. Við sem búum hér verðum að reyna að finna ljósið í öllu myrkrinu. Þá veltir hljómsveitin því líka fyrir sér hvort að kuldinn herði okkur kannski sem þjóð að einhverju leyti.“ Myndbandið er allt tekið upp í bænum Hólmavík á Ströndum og segir sögu af þremur ungum mönnum sem lifa í bænum. Sem fyrr bregða hljómsveitarmeðlimir sér í hlutverkin í myndbandinu sem er í formi einskonar stuttmyndar. Þegar að ungur bóndasonur í bænum lendir í ógöngum með ófyrirsjáanlegum afleyðingum þá þarf að kalla út björgunarsveitina í bænum sem fer af stað í útkall. „Myndbandið var tekið upp síðastliðinn vetur og tóku upptökur aðeins um 6 klukkutíma á einum degi. Það var eiginlega eini tíminn sem við höfðum því að við náðum bara einum degi í bænum og sólarljósið bauð ekki upp á lengri tíma. Við urðum því að hafa mjög hraðar hendur og þjóta á milli staða en sem betur fer er bærinn ekki mjög stór og því auðvelt að komast á milli staða,“ segir Stefán Þór einn af meðlimum sveitarinnar. Hillingar gáfu út smáskífu á Spotify í lok ágústmánaðar ásamt tónlistarmyndbandi við lagið Hyldýpi. Það er Jóhannes Gauti Óttarsson sem gerir taktana en Egill Árni Jóhannesson tekur myndböndin upp. Redd Lights sjá svo um hljóðblöndun. Kaldar nætur er annað tónlistarmyndbandið sem sveitin sendir frá sér en auk þess er von á því þriðja frá þeim næstkomandi fimmtudag, þann 14. september. Hér að neðan má sjá nýjasta myndbandið frá Hillingum.
Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp