Íslandsmeistarar Fram í Olís-deild kvenna mæta bikarmeisturum Stjörnunnar í kvöld í Meistarakeppni HSÍ en leikurinn fer fram í Framhúsinu í Safamýri og hefst klukkan 19.30.
Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD en útsending frá leiknum hefst klukkan 19.20.
Fram og Stjarnan skiptu á milli sín titlunum á síðustu leiktíð en þau báru af í deildinni í fyrra og mæta mjög sterk til leiks í ár.
Fram varð deildarbikarmeistari og lagði Stjörnuna, 3-1, í lokaúrslitum Íslandsmótsins en Stjarnan vann Fram í bikarúrslitunum og varð deildarmeistari á síðustu leiktíð með betri árangri í innbyrðis viðureignum gegn Safmýrarstúlkum.
Stjörnuliðið missti Helenu Rut Örvarsdóttur eftir síðustu leiktíð og markvörðinn Hafdísi Renötudóttur en í staðinn fengu Garðbæingar ofurskyttuna Ramune Pekarskyte frá Haukum og Dröfn Haraldsdóttur í markið frá Val. Þá er einnig mætt landsliðskonan Þórey Anna Ásgeirsdóttir frá Gróttu.
Framliðið var öflugt á félagaskiptamarkaðnum í sumar og bætti við sig tveimur bestu handboltakonum Íslands í dag; leikstjórnandanum Karen Knútsdóttur og hægri hornamanninum Þórey Rósu Stefánsdóttur. Það verður spennandi að sjá þessar landsliðskonur í vetur en allt byrjar þetta í kvöld.
Bestu lið landsins berjast um fyrsta bikarinn í beinni á Stöð 2 Sport
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið





Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag
Íslenski boltinn


Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“
Íslenski boltinn



Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn