Fyrsta lagið af nýrri plötu Bjarkar gefið út í takmörkuðu upplagi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. september 2017 15:45 Björk á tónleikum í Eldborg í nóvember síðastliðnum. vísir/getty Íslenska tónlistarkonan Björk gefur út nýtt lag síðar í þessum mánuði í afar takmörkuðu upplagi. Lagið, sem heitir The Gate, kemur út þann 22. september og verður aðeins gefið út á 12 tommu vínylplötu en söngkonan greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag. The Gate er fyrsta lagið af næstu plötu Bjarkar sem væntanleg er á næstunni. Í frétt á vefsíðu Bjarkar segir hún að The Gate sé ástarlag en það fjalli meira um ástina á einhvers konar yfirskilvitlegan hátt. „Vulnicura var um mjög persónulegan missi og ég held að nýja platan sé um ást sem er jafnvel ennþó stærri. Hún fjallar um að enduruppgötva ástina en á andlegan hátt, ef svo má að orði komast,“ segir Björk og vísar í seinustu plötu sína, Vulnicura, sem fjallaði um skilnað hennar og listamannsins Matthew Barney. Í ítarlegu viðtali sem birtist á vef tímaritsins Dazed and Confused í dag kemur fram að tónlistarmaðurinn Arca framleiði plötuna ásamt Björk. Blaðamaður Dazed and Confused, sem hefur fengið að heyra eitthvað af lögunum af nýju plötunni þó að hún sé ekki tilbúin, lýsir henni sem svo að hún sé léttari en loft miðað við Vulnicuru. „Það kemur mjög náttúrulega fyrir mig, kannski meira ómeðvitað heldur en meðvitað, að gera á næstu plötu þveröfugt við það sem ég gerði á þeirri síðustu. Ég gerði Homogenic og hún var stór. Stór og mikil hljóð, tónleikaferðir, fullt af tónleikum úti um allan heim, örugglega mesta rokk og ról sem ég hef verið, en síðan fór ég heim og gerði Vespertine sem var mjög lítil og „míkró.“ Ég held að það sama hafi gerst hér. Vulnicura var mjög persónuleg að öllu leyti. Ég held að ég hafi þurft að „súmma“ út og finna mér nýtt „manífestó,“ segir Björk í viðtalinu sem lesa má hér. Tengdar fréttir Björk kom aðdáendum sínum á óvart á Instagram "Ég er mjög spennt fyrir því að geta tilkynnt ykkur að nýja platan mín er á leiðinni mjög fljótlega,“ segir söngkonan Björk Guðmundsdóttir, í tilkynningu á Instagram. 2. ágúst 2017 15:15 Björk Guðmundsdóttir um sorgarferlið sem fylgdi skilnaðinum Björk lýsir missinum og sorginni sem fylgdi sambandsslitunum við Matthew Barney sem ferðalagi skipt upp í kafla. Hún finnur fyrir samkennd eftir að hafa miðlað reynslu sinni í gegnum listina á plötu sinni Vulnicura. 10. desember 2016 07:00 Brothætt Björk sýndi allar sínar bestu hliðar Björk Guðmundsdóttir kom fram á tónleikum í Eldborg í Hörpu í gær á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. 6. nóvember 2016 20:00 Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Íslenska tónlistarkonan Björk gefur út nýtt lag síðar í þessum mánuði í afar takmörkuðu upplagi. Lagið, sem heitir The Gate, kemur út þann 22. september og verður aðeins gefið út á 12 tommu vínylplötu en söngkonan greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag. The Gate er fyrsta lagið af næstu plötu Bjarkar sem væntanleg er á næstunni. Í frétt á vefsíðu Bjarkar segir hún að The Gate sé ástarlag en það fjalli meira um ástina á einhvers konar yfirskilvitlegan hátt. „Vulnicura var um mjög persónulegan missi og ég held að nýja platan sé um ást sem er jafnvel ennþó stærri. Hún fjallar um að enduruppgötva ástina en á andlegan hátt, ef svo má að orði komast,“ segir Björk og vísar í seinustu plötu sína, Vulnicura, sem fjallaði um skilnað hennar og listamannsins Matthew Barney. Í ítarlegu viðtali sem birtist á vef tímaritsins Dazed and Confused í dag kemur fram að tónlistarmaðurinn Arca framleiði plötuna ásamt Björk. Blaðamaður Dazed and Confused, sem hefur fengið að heyra eitthvað af lögunum af nýju plötunni þó að hún sé ekki tilbúin, lýsir henni sem svo að hún sé léttari en loft miðað við Vulnicuru. „Það kemur mjög náttúrulega fyrir mig, kannski meira ómeðvitað heldur en meðvitað, að gera á næstu plötu þveröfugt við það sem ég gerði á þeirri síðustu. Ég gerði Homogenic og hún var stór. Stór og mikil hljóð, tónleikaferðir, fullt af tónleikum úti um allan heim, örugglega mesta rokk og ról sem ég hef verið, en síðan fór ég heim og gerði Vespertine sem var mjög lítil og „míkró.“ Ég held að það sama hafi gerst hér. Vulnicura var mjög persónuleg að öllu leyti. Ég held að ég hafi þurft að „súmma“ út og finna mér nýtt „manífestó,“ segir Björk í viðtalinu sem lesa má hér.
Tengdar fréttir Björk kom aðdáendum sínum á óvart á Instagram "Ég er mjög spennt fyrir því að geta tilkynnt ykkur að nýja platan mín er á leiðinni mjög fljótlega,“ segir söngkonan Björk Guðmundsdóttir, í tilkynningu á Instagram. 2. ágúst 2017 15:15 Björk Guðmundsdóttir um sorgarferlið sem fylgdi skilnaðinum Björk lýsir missinum og sorginni sem fylgdi sambandsslitunum við Matthew Barney sem ferðalagi skipt upp í kafla. Hún finnur fyrir samkennd eftir að hafa miðlað reynslu sinni í gegnum listina á plötu sinni Vulnicura. 10. desember 2016 07:00 Brothætt Björk sýndi allar sínar bestu hliðar Björk Guðmundsdóttir kom fram á tónleikum í Eldborg í Hörpu í gær á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. 6. nóvember 2016 20:00 Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Björk kom aðdáendum sínum á óvart á Instagram "Ég er mjög spennt fyrir því að geta tilkynnt ykkur að nýja platan mín er á leiðinni mjög fljótlega,“ segir söngkonan Björk Guðmundsdóttir, í tilkynningu á Instagram. 2. ágúst 2017 15:15
Björk Guðmundsdóttir um sorgarferlið sem fylgdi skilnaðinum Björk lýsir missinum og sorginni sem fylgdi sambandsslitunum við Matthew Barney sem ferðalagi skipt upp í kafla. Hún finnur fyrir samkennd eftir að hafa miðlað reynslu sinni í gegnum listina á plötu sinni Vulnicura. 10. desember 2016 07:00
Brothætt Björk sýndi allar sínar bestu hliðar Björk Guðmundsdóttir kom fram á tónleikum í Eldborg í Hörpu í gær á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. 6. nóvember 2016 20:00