Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Karl Lúðvíksson skrifar 2. september 2017 10:24 NIls Folmer með 106 sm laxinn Núna er tíminn þar sem fréttir af stórum hausthængum fara að berast því hængarnir eru komnir á ferðina. Laxá í Nesi hefur oft borið höfuð og herðar yfir árnar þegar teknar eru saman tölur af veiddum stórlöxum og það verður líklega í þeim takti þetta sumarið líka. Nils Folmer sem allir veiðimenn þekkja orðið var við veiðar á Nesi og landaði í þeim túr meðal annars tveimur stórlöxum en þeir mældust 106 og 103 sm. Eins og sést á meðfylgjandi myndum eru þetta sannkallaðir höfðingjar og fallegri litir í laxfiskum líklega vandfundnir. Sá stærri veiddist í Beygjunni á fluguna Erna sem er hönnuð af Nils sjálfum og mældist laxinn 106 sm langur og 60 sm í ummáli. Seinni laxinn mældist 103 sm og 55 sm í ummáli og tók í Presthyl en var landað nokkru neðar eftir allharða baráttu en samkvæmt okkar heimildum þurfti aðstoð þriggja vaskra manna og árabát til að klára þennan slag. Það verður spennandi að fylgjast með næstu dögum og spurning hvaða stærðir við erum að fara sjá í hausthængunum en stærsti laxinn á þessum tímabili er 109 sm sem veiddist í Hofsá og það tvisvar. Mest lesið Þrír ættliðir í veiði taka þrjá laxa á sama klukkutímanum Veiði Láttu vöðlurnar endast lengur Veiði 90 sm hrygna við opnun Langár Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði Fínn gangur í Norðlingafljóti Veiði 10 ára veiðigarpur sigurvegari í Hetjuflokknum Veiði Úrslitin kynnt í hnýtingarkeppni Vesturrastar Veiði Þverá og Kjarrá standa upp úr í Borgarfirðinum Veiði Mok á Zelduna í Eystri Rangá Veiði
Núna er tíminn þar sem fréttir af stórum hausthængum fara að berast því hængarnir eru komnir á ferðina. Laxá í Nesi hefur oft borið höfuð og herðar yfir árnar þegar teknar eru saman tölur af veiddum stórlöxum og það verður líklega í þeim takti þetta sumarið líka. Nils Folmer sem allir veiðimenn þekkja orðið var við veiðar á Nesi og landaði í þeim túr meðal annars tveimur stórlöxum en þeir mældust 106 og 103 sm. Eins og sést á meðfylgjandi myndum eru þetta sannkallaðir höfðingjar og fallegri litir í laxfiskum líklega vandfundnir. Sá stærri veiddist í Beygjunni á fluguna Erna sem er hönnuð af Nils sjálfum og mældist laxinn 106 sm langur og 60 sm í ummáli. Seinni laxinn mældist 103 sm og 55 sm í ummáli og tók í Presthyl en var landað nokkru neðar eftir allharða baráttu en samkvæmt okkar heimildum þurfti aðstoð þriggja vaskra manna og árabát til að klára þennan slag. Það verður spennandi að fylgjast með næstu dögum og spurning hvaða stærðir við erum að fara sjá í hausthængunum en stærsti laxinn á þessum tímabili er 109 sm sem veiddist í Hofsá og það tvisvar.
Mest lesið Þrír ættliðir í veiði taka þrjá laxa á sama klukkutímanum Veiði Láttu vöðlurnar endast lengur Veiði 90 sm hrygna við opnun Langár Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði Fínn gangur í Norðlingafljóti Veiði 10 ára veiðigarpur sigurvegari í Hetjuflokknum Veiði Úrslitin kynnt í hnýtingarkeppni Vesturrastar Veiði Þverá og Kjarrá standa upp úr í Borgarfirðinum Veiði Mok á Zelduna í Eystri Rangá Veiði