Förðunartískan í haust og vetur lítur svona út Guðný Hrönn skrifar 19. september 2017 09:45 Hrafnhildur spáir í förðunartísku vetursins. vísir/ernir Förðunarfræðingurinn Hrafnhildur Björk Runólfsdóttir spáir í förðunartískuna sem er fram undan. Það eru spennandi hlutir í gangi ef marka má spá Hrafnhildar, svo sem meiri litagleði í augnförðuninni. „Við sjáum allt frá náttúrulegu útliti með jarðlitum yfir í djarfari förðun eins og grafíska augnblýanta og æpandi liti,“ segir Hrafnhildur spurð út í tískustrauma vetrarins í förðunarheiminum. „Þrátt fyrir tískusveiflur sem koma og fara þá eru nokkrir hlutir sem alltaf skipta máli. Finna liti sem henta húðgerð og augnlit. Velja förðun sem viðkomandi líður vel með. Það er flottasta tískan,“ bætir Hrafnhildur við.Rauðar varir verða vinsælar í vetur að sögn Hrafnhildar.NORDICPHOTOS/GETTYSex atriði sem einkenna hausttískuna í förðun1. Augnskuggar eru bæði mattir og sanseraðir núna. Ég reikna með að við munum sjá eitthvað af djörfum förðunum með bleiku eða bláu í aðalhlutverki.2. Ég spái rauðum vörum í haust, rauður varalitur er jú alltaf klass- ískur. En núna kemur hann inn í fleiri tónum; rauðbrúnum, appelsínugulum og dökkfjólurauðum litum.3. Mött áferð á varalitum hefur verið málið undan farið. Nú virðist vera breyting á þessu, við sjáum mikið af sanseruðum varalitum. Endurkoma er á glossinum góða, meira sést af glimmeri og svokallaðri „frosty“ áferð.Bláir augnskuggar munu verða vinsælir í vetur.NORDICPHOTOS/GETTY4. Ekki kæmi á óvart ef maskarar færu að koma í alls kyns litum eins og var vinsælt á 80’s tímabilinu. Við erum að tala um sterka liti eins og rauða, bláa og bleika.5. Þykkar augabrúnir hafa verið allsráðandi í einhvern tíma og ég reikna ekki með að það breytist mikið.6. „Contour og highlight“ er orðið mýkra en áður. Á tíma voru m a r g a r konur með ýkt „contour og highlight“ en það er á leiðinni út og þess í stað er útlitið orðið náttúrulegra. Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Förðunarfræðingurinn Hrafnhildur Björk Runólfsdóttir spáir í förðunartískuna sem er fram undan. Það eru spennandi hlutir í gangi ef marka má spá Hrafnhildar, svo sem meiri litagleði í augnförðuninni. „Við sjáum allt frá náttúrulegu útliti með jarðlitum yfir í djarfari förðun eins og grafíska augnblýanta og æpandi liti,“ segir Hrafnhildur spurð út í tískustrauma vetrarins í förðunarheiminum. „Þrátt fyrir tískusveiflur sem koma og fara þá eru nokkrir hlutir sem alltaf skipta máli. Finna liti sem henta húðgerð og augnlit. Velja förðun sem viðkomandi líður vel með. Það er flottasta tískan,“ bætir Hrafnhildur við.Rauðar varir verða vinsælar í vetur að sögn Hrafnhildar.NORDICPHOTOS/GETTYSex atriði sem einkenna hausttískuna í förðun1. Augnskuggar eru bæði mattir og sanseraðir núna. Ég reikna með að við munum sjá eitthvað af djörfum förðunum með bleiku eða bláu í aðalhlutverki.2. Ég spái rauðum vörum í haust, rauður varalitur er jú alltaf klass- ískur. En núna kemur hann inn í fleiri tónum; rauðbrúnum, appelsínugulum og dökkfjólurauðum litum.3. Mött áferð á varalitum hefur verið málið undan farið. Nú virðist vera breyting á þessu, við sjáum mikið af sanseruðum varalitum. Endurkoma er á glossinum góða, meira sést af glimmeri og svokallaðri „frosty“ áferð.Bláir augnskuggar munu verða vinsælir í vetur.NORDICPHOTOS/GETTY4. Ekki kæmi á óvart ef maskarar færu að koma í alls kyns litum eins og var vinsælt á 80’s tímabilinu. Við erum að tala um sterka liti eins og rauða, bláa og bleika.5. Þykkar augabrúnir hafa verið allsráðandi í einhvern tíma og ég reikna ekki með að það breytist mikið.6. „Contour og highlight“ er orðið mýkra en áður. Á tíma voru m a r g a r konur með ýkt „contour og highlight“ en það er á leiðinni út og þess í stað er útlitið orðið náttúrulegra.
Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira