Ólafía Þórunn: Ég varð ekkert reið en kannski smá pirruð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2017 07:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/S2 Sport Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð í gær fyrst íslenskra kylfinga til að spila á lokadegi á risamóti í golfi en hún tryggði sér 48. sæti á Evian risamótinu með því að spila lokadaginn á pari. „Þetta var smá ströggl þarna um tíma hjá mér. Evian að vera Evian. Þú mátt ekki fara á ákveðna staði því þá ertu með einhverja bungur á flötinni og allskonar þannig,“ sagði Ólafía Þórunn í samtali við Þorstein Hallgrímsson eftir hringinn í gær. „Ég hélt bara áfram að vera þolinmóð. Ég varð ekkert reið en kannski smá pirruð á meðan þessu stóð. Ég var fljót að jafna mig og kom bara til baka ,“ sagði Ólafía Þórunn. Hún átti mörg frábær högg á lokaholunum þar sem hún var að búa sér til auðveld pútt fyrir fugli. „Ég missti nokkur upphafshögg en fyrir utan það var þetta bara mjög gott. Ég var líka að pútta nokkuð vel,“ sagði Ólafía Þórunn. Þorsteinn Hallgrímsson fylgdist líka með Ólafíu á fyrsta risamótinu hennar í júlí en honum finnst hún hafa þroskast mikið sem kylfingur. „Ég reyndi að læra af mistökunum sem ég gerði á fyrstu risamótunum. Ég er búin að læra að slá út úr karganum og aðeins að halda mér slakri,“ sagði Ólafía Þórunn. Hvernig finnst henni Evian golfvöllurinn í samanburði við vellina sem hún spilaði á KPMG risamótinu og á opna breska risamótinu. „Það eru nokkur teighögg hérna sem eru mjög erfið og einnig nokkrar flatir sem eru mjög erfiðar. Þú verður alltaf að vita hvar þú mátt alls ekki fara og verður að passa þig að spila þannig,“ sagði Ólafía Þórunn. „Ég er mjög sátt. Þetta er búin að vera ágætis törn og öll stórmótin mín hafa verið þannig að ég hef verið að spila fjórðu vikuna í röð. Ég fær kannski á næsta ári að taka mér frí og koma þá aðeins ferskari inn,“ sagði Ólafía Þórunn. Það er samt ekkert frí á næstunni hjá Ólafíu Þórunni. „Ég keyri til Þýskalands og fær einn dag í frí þar áður en ég flýg til Nýja Sjálands. Ég ætla að taka því rólega fyrstu dagana í Nýja Sjálandi af því að mótið byrjar ekki alveg strax,“ sagði Ólafía Þórunn að lokum. Golf Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð í gær fyrst íslenskra kylfinga til að spila á lokadegi á risamóti í golfi en hún tryggði sér 48. sæti á Evian risamótinu með því að spila lokadaginn á pari. „Þetta var smá ströggl þarna um tíma hjá mér. Evian að vera Evian. Þú mátt ekki fara á ákveðna staði því þá ertu með einhverja bungur á flötinni og allskonar þannig,“ sagði Ólafía Þórunn í samtali við Þorstein Hallgrímsson eftir hringinn í gær. „Ég hélt bara áfram að vera þolinmóð. Ég varð ekkert reið en kannski smá pirruð á meðan þessu stóð. Ég var fljót að jafna mig og kom bara til baka ,“ sagði Ólafía Þórunn. Hún átti mörg frábær högg á lokaholunum þar sem hún var að búa sér til auðveld pútt fyrir fugli. „Ég missti nokkur upphafshögg en fyrir utan það var þetta bara mjög gott. Ég var líka að pútta nokkuð vel,“ sagði Ólafía Þórunn. Þorsteinn Hallgrímsson fylgdist líka með Ólafíu á fyrsta risamótinu hennar í júlí en honum finnst hún hafa þroskast mikið sem kylfingur. „Ég reyndi að læra af mistökunum sem ég gerði á fyrstu risamótunum. Ég er búin að læra að slá út úr karganum og aðeins að halda mér slakri,“ sagði Ólafía Þórunn. Hvernig finnst henni Evian golfvöllurinn í samanburði við vellina sem hún spilaði á KPMG risamótinu og á opna breska risamótinu. „Það eru nokkur teighögg hérna sem eru mjög erfið og einnig nokkrar flatir sem eru mjög erfiðar. Þú verður alltaf að vita hvar þú mátt alls ekki fara og verður að passa þig að spila þannig,“ sagði Ólafía Þórunn. „Ég er mjög sátt. Þetta er búin að vera ágætis törn og öll stórmótin mín hafa verið þannig að ég hef verið að spila fjórðu vikuna í röð. Ég fær kannski á næsta ári að taka mér frí og koma þá aðeins ferskari inn,“ sagði Ólafía Þórunn. Það er samt ekkert frí á næstunni hjá Ólafíu Þórunni. „Ég keyri til Þýskalands og fær einn dag í frí þar áður en ég flýg til Nýja Sjálands. Ég ætla að taka því rólega fyrstu dagana í Nýja Sjálandi af því að mótið byrjar ekki alveg strax,“ sagði Ólafía Þórunn að lokum.
Golf Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira