Fyrir hvern er þessi pólitík? Helga Vala Helgadóttir skrifar 18. september 2017 06:00 Enn einn ganginn er allt upp í loft í íslenskum stjórnmálum. Fyrir okkur sem höfum yndi af stjórnmálum er þetta eins og EM eða Eurovision er fyrir öðrum. Þetta er lota sem fær hjartað til að ólmast hraðar kroppnum og ferðirnar í heita pottinn verða tíðari. Þess vegna varð ég svolítið hugsi yfir spurningunni sem ég fékk um hvort það þyrfti ekki fleiri klukkustundir í sólarhringinn svo hægt væri að setja sig inn í þetta allt saman. Stjórnmálaáhugi og þátttaka á alls ekki að vera bara fyrir þá sem geta lúslesið allt, kynnt sér alla þætti íslenskra stjórnmála, lesa fjárlögin, kunna þingsköp og gjörþekkja allt um gengisþróun. Stjórnmálin snúast um okkur, fólkið í landinu og hvernig við viljum reka þetta samfélag. Þess vegna skiptir svo ótrúlega miklu máli að þeir sem ráðnir eru í vinnu á þingi tali ekki niður til almennings og væni þá stöðugt um vankunnáttu séu þeir ósammála. Það hefur örlað á því undanfarna daga að kjörnir fulltrúar tali ekki bara niður til almennings heldur einnig til annarra kjörinna fulltrúa líkt og þeir viti ekkert „út á hvað þetta gengur“. Þessi framkoma fælir fólk frá og er að mínu mati skaðleg því við þurfum frekar á því að halda að fleiri sýni stjórnmálunum áhuga, taki þátt og síðast en ekki síst kjósi. Við fáum fólk ekki til að vera með ef við erum með tómt yfirlæti og hroka. Tölum bara saman af virðingu. Það er miklu skemmtilegra og þá vilja fleiri vera með. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun
Enn einn ganginn er allt upp í loft í íslenskum stjórnmálum. Fyrir okkur sem höfum yndi af stjórnmálum er þetta eins og EM eða Eurovision er fyrir öðrum. Þetta er lota sem fær hjartað til að ólmast hraðar kroppnum og ferðirnar í heita pottinn verða tíðari. Þess vegna varð ég svolítið hugsi yfir spurningunni sem ég fékk um hvort það þyrfti ekki fleiri klukkustundir í sólarhringinn svo hægt væri að setja sig inn í þetta allt saman. Stjórnmálaáhugi og þátttaka á alls ekki að vera bara fyrir þá sem geta lúslesið allt, kynnt sér alla þætti íslenskra stjórnmála, lesa fjárlögin, kunna þingsköp og gjörþekkja allt um gengisþróun. Stjórnmálin snúast um okkur, fólkið í landinu og hvernig við viljum reka þetta samfélag. Þess vegna skiptir svo ótrúlega miklu máli að þeir sem ráðnir eru í vinnu á þingi tali ekki niður til almennings og væni þá stöðugt um vankunnáttu séu þeir ósammála. Það hefur örlað á því undanfarna daga að kjörnir fulltrúar tali ekki bara niður til almennings heldur einnig til annarra kjörinna fulltrúa líkt og þeir viti ekkert „út á hvað þetta gengur“. Þessi framkoma fælir fólk frá og er að mínu mati skaðleg því við þurfum frekar á því að halda að fleiri sýni stjórnmálunum áhuga, taki þátt og síðast en ekki síst kjósi. Við fáum fólk ekki til að vera með ef við erum með tómt yfirlæti og hroka. Tölum bara saman af virðingu. Það er miklu skemmtilegra og þá vilja fleiri vera með.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun