Andri Rúnar: Hvaða met ertu að tala um? Smári Jökull Jónsson skrifar 17. september 2017 18:33 Andri Rúnar er kominn með 18 mörk í Pepsi-deildinni í sumar og vantar eitt mark til þess að jafna markamet efstu deildar. vísir/stefán „Ég er mjög ánægður með þetta. Við spiluðum mjög vel í dag og við áttum þetta skilið,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason leikmaður Grindvíkinga þegar Vísir ræddi við hann eftir leikinn gegn Blikum í dag. Andri Rúnar skoraði tvö mörk í leiknum og er þar með kominn með 18 mörk í Pepsi-deildinni. Markametið er 19 mörk og því þarf hann aðeins eitt mark í viðbót til að jafna metið þegar tvær umferðir eru eftir af mótinu. „Met? Hvaða met ertu að tala um?“ sagði Andri Rúnar brosandi þegar blaðamaður spurði hann út í möguleikann á að slá metið. „Jú, að sjálfsögðu verðum við að reyna en ég ætla samt að spá ekki of mikið í þetta,“ bætti Andri Rúnar við áður en hann var truflaður af stuðningsmönnum Grindavíkur sem kölluðu að honum að hann hefði átt að setja þrennu í dag og jafna metið. „Já, eins og þú heyrir er enginn að spá í þessu meti,“ sagði hann svo brosandi. Andri Rúnar hefur lítið viljað ræða markametið en kemst eiginlega ekki hjá því lengur nú þegar hann er kominn jafn nálægt því og raun ber vitni. „Næst er það bara KA og ég ætla ekkert að fara að breyta út af mínum vana heldur halda áfram eins og ég geri.“ Fyrra mark Andra Rúnars í dag var glæsilegt. Þá skaut hann að marki úr aukaspyrnu af 35 metra færi og boltinn söng í fjærhorninu. „Ég ætlaði að setja hann þarna,“ sagði Andri og bætti við að aðstæðurnar hefðu ekkert haft með þetta að segja en mikill vindur og rigning var í Grindavík í dag. „Þið sjáið það í Pepsi-mörkunum í kvöld, það var flökt á boltanum og allt. Þetta var mitt mark,“ sagði Andri Rúnar hæstánægður að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Breiðablik 4-3 | Andri Rúnar einu marki frá metinu Grindavík vann 4-3 sigur á Blikum í markaleik suður með sjó í dag. Andri Rúnar Bjarnason skoraði tvö mörk og er þar með einu marki frá markameti efstu deildar. 17. september 2017 19:30 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
„Ég er mjög ánægður með þetta. Við spiluðum mjög vel í dag og við áttum þetta skilið,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason leikmaður Grindvíkinga þegar Vísir ræddi við hann eftir leikinn gegn Blikum í dag. Andri Rúnar skoraði tvö mörk í leiknum og er þar með kominn með 18 mörk í Pepsi-deildinni. Markametið er 19 mörk og því þarf hann aðeins eitt mark í viðbót til að jafna metið þegar tvær umferðir eru eftir af mótinu. „Met? Hvaða met ertu að tala um?“ sagði Andri Rúnar brosandi þegar blaðamaður spurði hann út í möguleikann á að slá metið. „Jú, að sjálfsögðu verðum við að reyna en ég ætla samt að spá ekki of mikið í þetta,“ bætti Andri Rúnar við áður en hann var truflaður af stuðningsmönnum Grindavíkur sem kölluðu að honum að hann hefði átt að setja þrennu í dag og jafna metið. „Já, eins og þú heyrir er enginn að spá í þessu meti,“ sagði hann svo brosandi. Andri Rúnar hefur lítið viljað ræða markametið en kemst eiginlega ekki hjá því lengur nú þegar hann er kominn jafn nálægt því og raun ber vitni. „Næst er það bara KA og ég ætla ekkert að fara að breyta út af mínum vana heldur halda áfram eins og ég geri.“ Fyrra mark Andra Rúnars í dag var glæsilegt. Þá skaut hann að marki úr aukaspyrnu af 35 metra færi og boltinn söng í fjærhorninu. „Ég ætlaði að setja hann þarna,“ sagði Andri og bætti við að aðstæðurnar hefðu ekkert haft með þetta að segja en mikill vindur og rigning var í Grindavík í dag. „Þið sjáið það í Pepsi-mörkunum í kvöld, það var flökt á boltanum og allt. Þetta var mitt mark,“ sagði Andri Rúnar hæstánægður að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Breiðablik 4-3 | Andri Rúnar einu marki frá metinu Grindavík vann 4-3 sigur á Blikum í markaleik suður með sjó í dag. Andri Rúnar Bjarnason skoraði tvö mörk og er þar með einu marki frá markameti efstu deildar. 17. september 2017 19:30 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Breiðablik 4-3 | Andri Rúnar einu marki frá metinu Grindavík vann 4-3 sigur á Blikum í markaleik suður með sjó í dag. Andri Rúnar Bjarnason skoraði tvö mörk og er þar með einu marki frá markameti efstu deildar. 17. september 2017 19:30