Ásgeir á heimavelli í nýju myndbandi Stefán Árni Pálsson skrifar 16. september 2017 18:30 Ásgeir hefur verið að gera það gott erlendis. Atwood Magazine og GoldFlakePaint frumsýndu í gær nýtt myndband Ásgeirs við lagið I Know you Know af annarri breiðskífu tónlistarmannsins, Afterglow. Tjarnargatan framleiðir myndbandið en leikstjórn er í höndum Baldvins Albertsson og Arnars Helga Hlynssonar. Myndbandið er tekið upp við bóndabæ í nágrenni Laugarbakka, heimabæ Ásgeirs og er að sögn leikstjóranna innblásið af nýlegu hægvarps verkefni Ásgeirs og RÚV, Beint á vínyl. Grunnhugmyndin er mjög einföld en í myndbandinu keyrir Ásgeir um á traktor og sinnir heyskap. Eins og oft gerist í skapandi vinnu kviknuðu síðan nokkrar skemmtilegar hugmyndir við eftirvinnslu myndbandsins og er endirinn dæmi um eina slíka.„Við tókum þetta myndband upp í sveitinni minni. Gamli náttúrufræði kennarinn minn var svo góður að leyfa okkur að nota bóndabæinn hans og allar græjur í upptökurnar. Allt var þetta skotið á nokkrum klukkutimum í frábæru veðri og góðum fíling,“ segir Ásgeir. Ásgeir hefur einnig sett af stað remix keppni fyrir lagið í samstarfi við MetaPop en áhugasamir geta sent inn eigin endurhljóðblöndun af laginu fyrir 11. október og átt möguleika á að vinna til veglegra verðlauna. Ásgeir er þessa stundina staddur í San Diego í Bandaríkjunum þar sem hann er á rúmlega mánaðarlangri tónleikaferð sem hófst í Vancouver í Kanada og lýkur á tónlistarhátíðinni Austin City Limits 7. október. Frá Bandaríkjunum heldur Ásgeir til Evrópu þar sem hann verður á tónleikaferð út nóvember með stuttri viðkomu í Japan annars vegar og á Íslandi hins vegar þar sem hann kemur fram á tvennum tónleikum á vegum Iceland Airwaves - í Hofi á Akureyri fimmtudaginn 2. nóvember og í Eldborgarsal Hörpu föstudaginn 3. nóvember. Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Atwood Magazine og GoldFlakePaint frumsýndu í gær nýtt myndband Ásgeirs við lagið I Know you Know af annarri breiðskífu tónlistarmannsins, Afterglow. Tjarnargatan framleiðir myndbandið en leikstjórn er í höndum Baldvins Albertsson og Arnars Helga Hlynssonar. Myndbandið er tekið upp við bóndabæ í nágrenni Laugarbakka, heimabæ Ásgeirs og er að sögn leikstjóranna innblásið af nýlegu hægvarps verkefni Ásgeirs og RÚV, Beint á vínyl. Grunnhugmyndin er mjög einföld en í myndbandinu keyrir Ásgeir um á traktor og sinnir heyskap. Eins og oft gerist í skapandi vinnu kviknuðu síðan nokkrar skemmtilegar hugmyndir við eftirvinnslu myndbandsins og er endirinn dæmi um eina slíka.„Við tókum þetta myndband upp í sveitinni minni. Gamli náttúrufræði kennarinn minn var svo góður að leyfa okkur að nota bóndabæinn hans og allar græjur í upptökurnar. Allt var þetta skotið á nokkrum klukkutimum í frábæru veðri og góðum fíling,“ segir Ásgeir. Ásgeir hefur einnig sett af stað remix keppni fyrir lagið í samstarfi við MetaPop en áhugasamir geta sent inn eigin endurhljóðblöndun af laginu fyrir 11. október og átt möguleika á að vinna til veglegra verðlauna. Ásgeir er þessa stundina staddur í San Diego í Bandaríkjunum þar sem hann er á rúmlega mánaðarlangri tónleikaferð sem hófst í Vancouver í Kanada og lýkur á tónlistarhátíðinni Austin City Limits 7. október. Frá Bandaríkjunum heldur Ásgeir til Evrópu þar sem hann verður á tónleikaferð út nóvember með stuttri viðkomu í Japan annars vegar og á Íslandi hins vegar þar sem hann kemur fram á tvennum tónleikum á vegum Iceland Airwaves - í Hofi á Akureyri fimmtudaginn 2. nóvember og í Eldborgarsal Hörpu föstudaginn 3. nóvember.
Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira