Eyjólfur: Skil ekki hvernig hann varði þetta en ekki hitt skotið Smári Jökull Jónsson skrifar 14. september 2017 21:32 Eyjólfur var góður á miðju Stjörnunnar í kvöld. Vísir/Ernir „Mér fannst þetta fínn leikur hjá okkur og þroskuð frammistaða. Fyrstu tíu mínúturnar vorum við frekar tæpir og þeir fengu einhver skotfæri en svo fannst mér við taka yfir og stýra leiknum,“ sagði Eyjólfur Héðinsson leikmaður Stjörnunnar sem átti fínan leik í 3-0 sigrinum á Víkingi frá Ólafsvík í kvöld. Eyjólfur sagði að það hefði verið erfitt að brjóta Ólsara á bak aftur en að Stjörnumenn hefðu vitað að þeir myndu opna sig ef Stjarnan næði inn marki. „Það gerðu þeir svo sannarlega og við áttum flottar sóknir, sérstaklega í seinni hálfleik. Við hefðum getað gert fleiri mörk. Þetta var þolinmæðisvinna og við erum líka ánægðir með að halda hreinu,“ bætti Eyjólfur við. Valsmenn töpuðu stigum á Akureyri í kvöld og Stjarnan því búin að minnka forskot Valsara á toppnum niður í sjö stig þegar þrjár umferðir eru eftir af Pepsi-deildinni. „Mér skilst að það sé enn möguleiki á fyrsta sætinu og við keyrum á það á meðan það er svo. Við eigum Val í næstsíðustu umferðinni hér heima og ef þeir skíta á sig næst er enn góður möguleiki. Auðvitað er gott að stefna á Evrópusæti líka en á meðan það er möguleiki á titli þá keyrum við á það.“ Eyjólfur sýndi fín tilþrif í síðari hálfleik þegar hann átti hálfgert klippuskot frá vítateigslínu sem Víkingar náðu að verjast. Hann viðurkenndi að það hefði verið gaman að sjá boltann fara í netið. „Ég hef átt nokkur góð skot í sumar, nokkur í þverslána og þeir hafa verið að verja frá mér líka. Það hefði verið gaman að sjá þennan inni. Ég skil ekki hvernig hann gat ekki varið frá Himma (Hilmari Árna Halldórssyni) þarna í fyrri hálfleik en svo tekið skotið frá mér. Við hefðum betur skipt á þessu en svona er þetta,“ sagði Eyjólfur að lokum en hann er þar að vísa til fyrsta marks Stjörnunnar þar sem Christian Martinez markvörður Ólsara missti skot Hilmars Árna klaufalega í netið. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur Ó. 3-0 | Stjarnan minnkaði forskot Vals á toppnum Stjarnan vann öruggan sigur á Víkingi frá Ólafsvík í 19.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Lokatölur urðu 3-0 og Garðbæingar eiga enn möguleika á titlinum. Ólsarar heyja hins vegar lífróður við botn deildarinnar. 14. september 2017 22:15 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Sjá meira
„Mér fannst þetta fínn leikur hjá okkur og þroskuð frammistaða. Fyrstu tíu mínúturnar vorum við frekar tæpir og þeir fengu einhver skotfæri en svo fannst mér við taka yfir og stýra leiknum,“ sagði Eyjólfur Héðinsson leikmaður Stjörnunnar sem átti fínan leik í 3-0 sigrinum á Víkingi frá Ólafsvík í kvöld. Eyjólfur sagði að það hefði verið erfitt að brjóta Ólsara á bak aftur en að Stjörnumenn hefðu vitað að þeir myndu opna sig ef Stjarnan næði inn marki. „Það gerðu þeir svo sannarlega og við áttum flottar sóknir, sérstaklega í seinni hálfleik. Við hefðum getað gert fleiri mörk. Þetta var þolinmæðisvinna og við erum líka ánægðir með að halda hreinu,“ bætti Eyjólfur við. Valsmenn töpuðu stigum á Akureyri í kvöld og Stjarnan því búin að minnka forskot Valsara á toppnum niður í sjö stig þegar þrjár umferðir eru eftir af Pepsi-deildinni. „Mér skilst að það sé enn möguleiki á fyrsta sætinu og við keyrum á það á meðan það er svo. Við eigum Val í næstsíðustu umferðinni hér heima og ef þeir skíta á sig næst er enn góður möguleiki. Auðvitað er gott að stefna á Evrópusæti líka en á meðan það er möguleiki á titli þá keyrum við á það.“ Eyjólfur sýndi fín tilþrif í síðari hálfleik þegar hann átti hálfgert klippuskot frá vítateigslínu sem Víkingar náðu að verjast. Hann viðurkenndi að það hefði verið gaman að sjá boltann fara í netið. „Ég hef átt nokkur góð skot í sumar, nokkur í þverslána og þeir hafa verið að verja frá mér líka. Það hefði verið gaman að sjá þennan inni. Ég skil ekki hvernig hann gat ekki varið frá Himma (Hilmari Árna Halldórssyni) þarna í fyrri hálfleik en svo tekið skotið frá mér. Við hefðum betur skipt á þessu en svona er þetta,“ sagði Eyjólfur að lokum en hann er þar að vísa til fyrsta marks Stjörnunnar þar sem Christian Martinez markvörður Ólsara missti skot Hilmars Árna klaufalega í netið.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur Ó. 3-0 | Stjarnan minnkaði forskot Vals á toppnum Stjarnan vann öruggan sigur á Víkingi frá Ólafsvík í 19.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Lokatölur urðu 3-0 og Garðbæingar eiga enn möguleika á titlinum. Ólsarar heyja hins vegar lífróður við botn deildarinnar. 14. september 2017 22:15 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Víkingur Ó. 3-0 | Stjarnan minnkaði forskot Vals á toppnum Stjarnan vann öruggan sigur á Víkingi frá Ólafsvík í 19.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Lokatölur urðu 3-0 og Garðbæingar eiga enn möguleika á titlinum. Ólsarar heyja hins vegar lífróður við botn deildarinnar. 14. september 2017 22:15
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti