Valur getur orðið meistari í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. september 2017 06:00 Andri Rúnar Bjarnason í leik gegn Val sem getur orðið meistari í dag. vísir/stefán Valur á í dag möguleika á að tryggja sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í áratug en þá fara allir leikir nítjándu umferðar fram. Þrátt fyrir að lítil spenna sé um sjálfan titilinn hafa öll lið deildarinnar að einhverju að keppa í dag. „Ég held að það sé pottþétt að titillinn sé svo gott sem tryggður hjá Val,“ sagði Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur íþróttadeildar um Pepsi-deildina. Valur kemst með sigri á KA norðan heiða í dag í 43 stig en aðeins Stjarnan og FH geta náð 43 stigum úr þessu en þurfa þá að vinna alla leiki sína sem eftir eru. Það þýðir að titillinn er Valsmanna með sigri á Akureyri, ef Stjarnan og FH misstíga sig bæði. Valur er næstsigursælasta félag í sögu Íslandsmótsins með 20 titla. Sá næsti verður hins vegar aðeins annar titill félagsins í 30 ár en síðast urðu Valsmenn meistarar fyrir áratug.Baráttan um Evrópusæti ÍBV er þegar með öruggt sæti í forkeppni Evrópudeildar UEFA eftir sigur liðsins í Borgunarbikarnum. Tvö önnur lið komast í keppnina, þau sem hafna í öðru og þriðja sæti deildarinnar. Stjarnan (31 stig) og FH (28 stig og leikur til góða) standa þar best að vígi en KR kemur næst á eftir með 26 stig. „Því miður fyrir KR-inga þá er KR ekki að fara í Evrópukeppnina miðað við spilamennsku liðsins,“ segir Hjörvar en Vesturbæingar hafa aðeins unnið einn af síðustu fimm deildarleikjum sínum og steinlágu fyrir ÍBV á heimavelli í síðasta leik, 3-0. „FH-ingar eru einfaldlega betri en KR-ingar í dag. En ef KR ætlar sér að vera með í baráttunni um Evrópusæti þá verða þeir að vinna í Kópavogi í dag og ég held að það gæti verið afar erfitt,“ segir hann.Jón Þór Hauksson stýrði ÍA til sigurs í síðustu umferð. Þrátt fyrir sigurinn eru Skagamenn í vondum málum.vísir/vilhelmÁtta lið í fallbaráttu? Mesta spennan í deildinni er líklega um hvaða tvö lið falla. ÍA stendur reyndar langverst að vígi í þeirri baráttu með þrettán stig – sjö stigum frá öruggu sæti. En Skagamenn halda enn í vonina á meðan hún er enn til staðar. Eitt stig skilur að liðin í næstu þremur sætum fyrir ofan. Fjölnir og Víkingur Ólafsvík eru með 20 stig en ÍBV, sem mætir Grindavík í dag, er með nítján. „Hingað til hefur það nægt í 12 liða deild að vera með 21 stig til að halda sér uppi. Það er fremur lítið og við munum að Þróttur féll með 22 stig í tíu liða deild árið 2003. Það gæti alveg gerst að lið gæti fallið með 25 stig í ár,“ bendir Hjörvar á. Það þýðir að Víkingur Reykjavík (23 stig), KA og Breiðablik (24 stig hvort) sem og spútniklið Grindavíkur (25 stig) eru öll enn í fallhættu. „Grindvíkingar eru ekki alveg sloppnir. Ef Eyjamenn vinna þá í kvöld, þá er Grindavík, sem var eitt heitasta liðið í byrjun tímabils, komið í vesen,“ sagði Hjörvar. Grindavík hefur vissulega snöggkólnað en liðið hefur tapað sex af síðustu átta leikjum sínum.Markametið í hættu Ef Grindavík ætlar sér að eiga góðan endasprett þarf liðið að fá stórt framlag frá Andra Rúnari Bjarnasyni, markahæsta leikmanni deildarinnar, sem enn er að gæla við að bæta markamet efstu deildar á Íslandi. Það stendur í nítján mörkum og er orðið 39 ára gamalt. Andri Rúnar hefur skorað fimmtán mörk í sumar en enginn hefur skorað fleiri á sama tímabilinu síðan Björgólfur Takefusa skoraði sextán mörk árið 2009, ári eftir að liðum var fjölgað í tólf í efstu deild. Allir leikir dagsins hefjast klukkan 17.00 nema viðureign Stjörnunnar og Víkings Ólafsvíkur sem hefst klukkan 19.15. Fylgst verður grannt með gangi mála í öllum leikjum á íþróttavef Vísis og umferðin gerð upp á ítarlegan máta í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport klukkan 21.15. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sjá meira
Valur á í dag möguleika á að tryggja sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í áratug en þá fara allir leikir nítjándu umferðar fram. Þrátt fyrir að lítil spenna sé um sjálfan titilinn hafa öll lið deildarinnar að einhverju að keppa í dag. „Ég held að það sé pottþétt að titillinn sé svo gott sem tryggður hjá Val,“ sagði Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur íþróttadeildar um Pepsi-deildina. Valur kemst með sigri á KA norðan heiða í dag í 43 stig en aðeins Stjarnan og FH geta náð 43 stigum úr þessu en þurfa þá að vinna alla leiki sína sem eftir eru. Það þýðir að titillinn er Valsmanna með sigri á Akureyri, ef Stjarnan og FH misstíga sig bæði. Valur er næstsigursælasta félag í sögu Íslandsmótsins með 20 titla. Sá næsti verður hins vegar aðeins annar titill félagsins í 30 ár en síðast urðu Valsmenn meistarar fyrir áratug.Baráttan um Evrópusæti ÍBV er þegar með öruggt sæti í forkeppni Evrópudeildar UEFA eftir sigur liðsins í Borgunarbikarnum. Tvö önnur lið komast í keppnina, þau sem hafna í öðru og þriðja sæti deildarinnar. Stjarnan (31 stig) og FH (28 stig og leikur til góða) standa þar best að vígi en KR kemur næst á eftir með 26 stig. „Því miður fyrir KR-inga þá er KR ekki að fara í Evrópukeppnina miðað við spilamennsku liðsins,“ segir Hjörvar en Vesturbæingar hafa aðeins unnið einn af síðustu fimm deildarleikjum sínum og steinlágu fyrir ÍBV á heimavelli í síðasta leik, 3-0. „FH-ingar eru einfaldlega betri en KR-ingar í dag. En ef KR ætlar sér að vera með í baráttunni um Evrópusæti þá verða þeir að vinna í Kópavogi í dag og ég held að það gæti verið afar erfitt,“ segir hann.Jón Þór Hauksson stýrði ÍA til sigurs í síðustu umferð. Þrátt fyrir sigurinn eru Skagamenn í vondum málum.vísir/vilhelmÁtta lið í fallbaráttu? Mesta spennan í deildinni er líklega um hvaða tvö lið falla. ÍA stendur reyndar langverst að vígi í þeirri baráttu með þrettán stig – sjö stigum frá öruggu sæti. En Skagamenn halda enn í vonina á meðan hún er enn til staðar. Eitt stig skilur að liðin í næstu þremur sætum fyrir ofan. Fjölnir og Víkingur Ólafsvík eru með 20 stig en ÍBV, sem mætir Grindavík í dag, er með nítján. „Hingað til hefur það nægt í 12 liða deild að vera með 21 stig til að halda sér uppi. Það er fremur lítið og við munum að Þróttur féll með 22 stig í tíu liða deild árið 2003. Það gæti alveg gerst að lið gæti fallið með 25 stig í ár,“ bendir Hjörvar á. Það þýðir að Víkingur Reykjavík (23 stig), KA og Breiðablik (24 stig hvort) sem og spútniklið Grindavíkur (25 stig) eru öll enn í fallhættu. „Grindvíkingar eru ekki alveg sloppnir. Ef Eyjamenn vinna þá í kvöld, þá er Grindavík, sem var eitt heitasta liðið í byrjun tímabils, komið í vesen,“ sagði Hjörvar. Grindavík hefur vissulega snöggkólnað en liðið hefur tapað sex af síðustu átta leikjum sínum.Markametið í hættu Ef Grindavík ætlar sér að eiga góðan endasprett þarf liðið að fá stórt framlag frá Andra Rúnari Bjarnasyni, markahæsta leikmanni deildarinnar, sem enn er að gæla við að bæta markamet efstu deildar á Íslandi. Það stendur í nítján mörkum og er orðið 39 ára gamalt. Andri Rúnar hefur skorað fimmtán mörk í sumar en enginn hefur skorað fleiri á sama tímabilinu síðan Björgólfur Takefusa skoraði sextán mörk árið 2009, ári eftir að liðum var fjölgað í tólf í efstu deild. Allir leikir dagsins hefjast klukkan 17.00 nema viðureign Stjörnunnar og Víkings Ólafsvíkur sem hefst klukkan 19.15. Fylgst verður grannt með gangi mála í öllum leikjum á íþróttavef Vísis og umferðin gerð upp á ítarlegan máta í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport klukkan 21.15.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn