Golf

Ólafía: Völlurinn er ekkert lamb að leika sér við

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur leik á Evian Championship á morgun en þetta er síðasta risamót ársins. Mótið fer fram í Evian-les-Bains í Frakklandi.

„Þeir ætla að hafa þetta krefjandi og völlurinn er ekkert lamb að leika sér við. En mér líst mjög vel á þetta,“ sagði Ólafía í samtali við Þorstein Hallgrímsson sem er staddur í Evian ásamt Friðriki Þór Halldórssyni myndatökumanni.

En finnur hún einhvern mun á að spila þarna og á LPGA-mótaröðinni?

„Það er mikið landslag hér í Frakklandi. Það er mikið af upphækkunum til að hugsa um. Maður er þreyttur í fótunum eftir daginn. Annað er mjög fínt,“ sagði Ólafía. En hvað er mest krefjandi við völlinn í Evian?

„Það eru nokkur teighögg. Það er mikið landslag á flötunum, þannig að þú þarft að vera á réttum hluta. Það er aðallega það,“ sagði Ólafía sem hefur leik klukkan 15:09 að íslenskum tíma á morgun.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×