Allir í sínu fínasta pússi á þingsetningarathöfninni
Guðný Hrönn skrifar
Fólk var flott í tauinu í gær við þingsetningarathöfnina. Vísir/Anton og Vilhelm
Eins og við var að búast voru allir flottir í tauinu á þingsetningarathöfninni á þriðjudaginn. Ljósmyndarar Fréttablaðsins fylgdust með þegar forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn mættu til Alþingis í sínu fínasta pússi.
Óttarr Proppé klæddist fötum frá Kormáki & Skildi og Þorgerður Katrín samfestingi úr smiðju Steinunnar Sigurðardóttur. Benedikt og Kristján Þór héldu sig við blá jakkaföt.Vísir/VILHELMJakkinn sem Björt Ólafsdóttir klæddist kemur frá Stellu McCartney.Katrín Jakobsdóttir klæddist kjól frá Hildi Yeoman.Vísir/Anton BrinkHildur Sverrisdóttir klæddist fögrum kjól frá BIRNU og Jóna Sólveig Elínardóttir klæddist kjól frá Laura Ashley og skóm frá billi bi.Vísir/VilhelmPáll Magnússon klæddist jakkafötum frá Kultur Menn.Kolbeinn Óttarsson Proppé var svalur í fötum frá Suitup Reykjavík.Vísir/Anton BrinkÞórunn Egilsdóttir klæddist glæsilegum þjóðbúning líkt og í fyrra.