Alda Music og 300 Entertainment í eina sæng Stefán Árni Pálsson skrifar 12. september 2017 17:00 Mynd af Sölva Blöndal og David Giberga, head of A&R hjá 300 Entertainment, tekin í New York á dögunum. Bandaríska Hip Hop útgáfan 300 Entertainment og Alda Music hafa gert með sér samkomulag um samstarf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Öldu. Samstarf útgáfanna felst í því að Alda Music verður sérstakur samstarfsaðili 300 Entertainment á Íslandi, en 300 Entertainment hefur rennt hýru auga hingað til lands undanfarin misseri vegna sérlega blómlegrar útgáfu í HipHop tónlist. Útgáfan hyggst einnig víkka út starfsvettvang sinn hingað til lands og til hinna Norðurlandanna, en í því starfi verður Alda Music í lykilhlutverki. 300 Entertainment er Bandarískt Hip Hop útgáfufyrirtæki og hefur á sínum snærum marga af fremstu Hip Hop listamönnum heims um þessar mundir, þar á meðal Migos og Young Thug. 300 Entertainment hóf starfsemi árið 2014 en að baki útgáfunni standa margir þungaviktaraðilar úr hljómplötuútgáfu sögunni, viðriðnir útgáfur á borð við Def Jam og Warner Music. Alda Music er nýtt íslenskt útgáfufyrirtæki sem tók yfir tónlistarútgáfuhluta Senu árið 2016 með Ólaf Arnalds og Sölva Blöndal í fararbroddi. Fyrirtækið býr yfir viðamiklum katalóg íslenskrar dægurtónlistar sem teygir anga sína aftur til sjötta áratugarins, en einnig hefur fyrirtækið staðið að baki nokkrum nýjum útgáfum á íslenskri tónlist undanfarin misseri, ma. nýrri hljómplötu rappsveitarinnar Úlfur Úlfur og Kristalsplötu Páls Óskars, EP plötu með Hildi sem og Ella Grill. Auk endurútgáfa eldri verka td. Ellyjar Vilhjálmss og Hauks Morthens. Samkomulagið felur í sér að listamenn undir merkjum Alda Music fá aðgang að víðfeðmu tengslaneti 300 Entertainment auk aðgangs að nýjum mörkuðum bæði fyrir útgáfur og til hljómleikahalds. Þetta samstarf mun því fela í sér mikla verðmætaaukningu á íslenskri tónlist sem útflutningsvöru. Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Bandaríska Hip Hop útgáfan 300 Entertainment og Alda Music hafa gert með sér samkomulag um samstarf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Öldu. Samstarf útgáfanna felst í því að Alda Music verður sérstakur samstarfsaðili 300 Entertainment á Íslandi, en 300 Entertainment hefur rennt hýru auga hingað til lands undanfarin misseri vegna sérlega blómlegrar útgáfu í HipHop tónlist. Útgáfan hyggst einnig víkka út starfsvettvang sinn hingað til lands og til hinna Norðurlandanna, en í því starfi verður Alda Music í lykilhlutverki. 300 Entertainment er Bandarískt Hip Hop útgáfufyrirtæki og hefur á sínum snærum marga af fremstu Hip Hop listamönnum heims um þessar mundir, þar á meðal Migos og Young Thug. 300 Entertainment hóf starfsemi árið 2014 en að baki útgáfunni standa margir þungaviktaraðilar úr hljómplötuútgáfu sögunni, viðriðnir útgáfur á borð við Def Jam og Warner Music. Alda Music er nýtt íslenskt útgáfufyrirtæki sem tók yfir tónlistarútgáfuhluta Senu árið 2016 með Ólaf Arnalds og Sölva Blöndal í fararbroddi. Fyrirtækið býr yfir viðamiklum katalóg íslenskrar dægurtónlistar sem teygir anga sína aftur til sjötta áratugarins, en einnig hefur fyrirtækið staðið að baki nokkrum nýjum útgáfum á íslenskri tónlist undanfarin misseri, ma. nýrri hljómplötu rappsveitarinnar Úlfur Úlfur og Kristalsplötu Páls Óskars, EP plötu með Hildi sem og Ella Grill. Auk endurútgáfa eldri verka td. Ellyjar Vilhjálmss og Hauks Morthens. Samkomulagið felur í sér að listamenn undir merkjum Alda Music fá aðgang að víðfeðmu tengslaneti 300 Entertainment auk aðgangs að nýjum mörkuðum bæði fyrir útgáfur og til hljómleikahalds. Þetta samstarf mun því fela í sér mikla verðmætaaukningu á íslenskri tónlist sem útflutningsvöru.
Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira