Tíu laxveiðiár komnar yfir 1000 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 11. september 2017 11:24 Núna á síðustu metrunum af laxveiðitímabilinu eru tíu ár komnar yfir 1000 laxa og alla vega tvær sem eru á þröskuldinum við markið. Laxá á Ásum var að detta yfir 1000 laxa og er þá komin í hóp með Ytri Rangá, Miðfjarðará, Þverá/Kjarrá, Norðurá, Blöndu, Langá, Haffjarðará og Grímsá/Tungná. Þar rétt fyrir aftan eru Selá í Vopnafirði sem á nokkra tugi í að ná 1000 löxum og Norðlingafljót sem var með 893 laxa í bók á miðvikudaginn í síðustu viku og síðan hefur veiðin verið ágæt. Það er nokkuð líklegt að hún fari yfir 1000 laxa næstu daga. Árnar sem eru þar næstar á lista gætu komist nærri en þar má til dæmis nefna Elliðaárnar en þar voru komnir 855 laxar á land í síðustu viku en það eru of fáir dagar eftir til að skjóta að því að hún nái 1000 löxum. Veiðin í Elliðaánum hefur engu að síður verið góð í sumar miðað við árið í fyrra sem gaf 675 laxa. Þær laxveiðiár sem fóru yfir 1000 laxa í fyrra en ná því ekki í ár að öllu óbreyttu eru Laxá í Aðaldal, Víðidalsá, Laxá í Dölum og Haukadalsá. Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði 805 laxar komnir í gegnum teljarann í Langá Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Tveir 20 pundarar sama daginn í Eystri Rangá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Urriðafoss með bestu veiði á stöng Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði 400 kíló af laxi í net sín á einum degi Veiði
Núna á síðustu metrunum af laxveiðitímabilinu eru tíu ár komnar yfir 1000 laxa og alla vega tvær sem eru á þröskuldinum við markið. Laxá á Ásum var að detta yfir 1000 laxa og er þá komin í hóp með Ytri Rangá, Miðfjarðará, Þverá/Kjarrá, Norðurá, Blöndu, Langá, Haffjarðará og Grímsá/Tungná. Þar rétt fyrir aftan eru Selá í Vopnafirði sem á nokkra tugi í að ná 1000 löxum og Norðlingafljót sem var með 893 laxa í bók á miðvikudaginn í síðustu viku og síðan hefur veiðin verið ágæt. Það er nokkuð líklegt að hún fari yfir 1000 laxa næstu daga. Árnar sem eru þar næstar á lista gætu komist nærri en þar má til dæmis nefna Elliðaárnar en þar voru komnir 855 laxar á land í síðustu viku en það eru of fáir dagar eftir til að skjóta að því að hún nái 1000 löxum. Veiðin í Elliðaánum hefur engu að síður verið góð í sumar miðað við árið í fyrra sem gaf 675 laxa. Þær laxveiðiár sem fóru yfir 1000 laxa í fyrra en ná því ekki í ár að öllu óbreyttu eru Laxá í Aðaldal, Víðidalsá, Laxá í Dölum og Haukadalsá.
Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði 805 laxar komnir í gegnum teljarann í Langá Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Tveir 20 pundarar sama daginn í Eystri Rangá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Urriðafoss með bestu veiði á stöng Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði 400 kíló af laxi í net sín á einum degi Veiði