Leið eins og lögin veldu mig Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. september 2017 09:30 Nini Julia á sviðinu þar sem látbragð og lýsing ráðast af hljómi raddarinnar. Mynd/Maciej Zakrzewski Lögin sem ég flyt urðu kveikjan að sýningunni en þemað er varnarleysi og það að þora að vera berskjaldaður. Ég nota röddina til að afhjúpa þá tilfinningu,“ segir hin danska leik- og söngkona Nini Julia Bang um verkið A Thousand Tongues sem hún flytur í kvöld í Tjarnarbíói á tíu ólíkum tungumálum. Hún kveðst hafa þjálfað röddina síðan hún var barn og í þessari sýningu sé hún ein á sviðinu. „Röddin mín, líkami minn, sundlaug og ljós. Lögin og hið sjónræna verður að einni heild,“ útskýrir hún. En hvaðan kemur tónlistin í A Thousand Tongues og hvernig valdi hún lögin? „Ég lærði lögin á ferðalagi mínu um heiminn og mér fannst þau hafa einstaka möguleika til að verða að einhverju. Þau eru frá ólíkum löndum, Kúrdistan, Grikklandi, Íslandi, Íran, Noregi, Spáni, Búlgaríu og Mongólíu og einnig eru nokkrar línur úr Kóraninum við lag sem ég samdi sjálf. Lögin eru leiðarljós sýningarinnar. Mér leið reyndar eins og þau veldu mig því hvert tungumál ber með sér ólíkar tilfinningar og ég vildi birta marga og mismunandi menningarheima.„Lögin urðu að vera sterk, lifandi og örlítið dularfull til að vera með,“ segir Nini Julia sem hér er til hægri en leikstjórinn Samantha Shay til vinstri. Mynd/Victoria SendraLögin urðu að vera sterk, lifandi og örlítið dularfull til að vera með. Ég nota orðið dularfull því að lögin verða að vera lagskipt þannig að ég geti kafað ofan í þau og kannski aldrei skilið til fulls,“ segir Nini Julia og bætir við: „Gott lag mun ávallt halda einhverju leyndu fyrir mér sem ég leita að meðan ég syng.“ Verkið A Thousand Tongues var heimsfrumsýnt í Grotowski-stofnuninni í lok síðasta árs á Ólympíumóti í leiklist í Wroclaw í Póllandi, Menningarhöfuðborg Evrópu 2016. Það var sviðsett og framleitt af alþjóðlega listahópnum Source Material og leikstjóri er hin bandaríska Samantha Shay. Aðeins verða tvær sýningar hér á landi, í kvöld og á sunnudaginn klukkan 20.30 í Tjarnarbíói. Menning Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Lögin sem ég flyt urðu kveikjan að sýningunni en þemað er varnarleysi og það að þora að vera berskjaldaður. Ég nota röddina til að afhjúpa þá tilfinningu,“ segir hin danska leik- og söngkona Nini Julia Bang um verkið A Thousand Tongues sem hún flytur í kvöld í Tjarnarbíói á tíu ólíkum tungumálum. Hún kveðst hafa þjálfað röddina síðan hún var barn og í þessari sýningu sé hún ein á sviðinu. „Röddin mín, líkami minn, sundlaug og ljós. Lögin og hið sjónræna verður að einni heild,“ útskýrir hún. En hvaðan kemur tónlistin í A Thousand Tongues og hvernig valdi hún lögin? „Ég lærði lögin á ferðalagi mínu um heiminn og mér fannst þau hafa einstaka möguleika til að verða að einhverju. Þau eru frá ólíkum löndum, Kúrdistan, Grikklandi, Íslandi, Íran, Noregi, Spáni, Búlgaríu og Mongólíu og einnig eru nokkrar línur úr Kóraninum við lag sem ég samdi sjálf. Lögin eru leiðarljós sýningarinnar. Mér leið reyndar eins og þau veldu mig því hvert tungumál ber með sér ólíkar tilfinningar og ég vildi birta marga og mismunandi menningarheima.„Lögin urðu að vera sterk, lifandi og örlítið dularfull til að vera með,“ segir Nini Julia sem hér er til hægri en leikstjórinn Samantha Shay til vinstri. Mynd/Victoria SendraLögin urðu að vera sterk, lifandi og örlítið dularfull til að vera með. Ég nota orðið dularfull því að lögin verða að vera lagskipt þannig að ég geti kafað ofan í þau og kannski aldrei skilið til fulls,“ segir Nini Julia og bætir við: „Gott lag mun ávallt halda einhverju leyndu fyrir mér sem ég leita að meðan ég syng.“ Verkið A Thousand Tongues var heimsfrumsýnt í Grotowski-stofnuninni í lok síðasta árs á Ólympíumóti í leiklist í Wroclaw í Póllandi, Menningarhöfuðborg Evrópu 2016. Það var sviðsett og framleitt af alþjóðlega listahópnum Source Material og leikstjóri er hin bandaríska Samantha Shay. Aðeins verða tvær sýningar hér á landi, í kvöld og á sunnudaginn klukkan 20.30 í Tjarnarbíói.
Menning Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira