107 sm lax á land á Jöklusvæðinu Karl Lúðvíksson skrifar 27. september 2017 11:00 Guttormur með 107 sm laxinn úr Laxá Mynd: Strengir FB Jökla er komin á yfirfall fyrir nokkru en samkvæmt fréttum frá leigutakanum Strengjum er ennþá veitt í hliðaránum á svæðinu. Árnar sem renna í Jöklu eru til dæmis Kaldá, Fögruhlíðará og Laxá og í þeim má oft gera fína veiði þegar Jökla sjálf verður óveiðandi. Sem dæmi hefur oft verið fín sjóbleikjuveiði í ósum Fögruhlíðarár seint á tímabilinu og er það viðbót við laxinn sem gengur í hana og staðbundna urriðann sem heldur sig í hyljum hennar. Það sjást oft stórir laxar í Jöklu sjálfri og laxar um meter veiðast á svæðinu á hverju ári en í gærkvöldi veiddist klárlega stærsti lax sem veiðst hefur á svæðinu til þessa. Veiðimaðurinn Guttormur Pálsson frá Egilsstöðum var veið veiðar í ánum og hafði 9 laxa upp úr krafsinu og gerði sér lítið fyrir og lauk veiði í kvöld með stærsta laxi í sögu Jöklusvæðisins. Laxinn veiddi hann í Laxá í veiðistaðnum Efri Brúarbreiða og mældist laxinn 107 sm langur og 53 sm í ummál. Laxinn fór í klakkistu eftir að hafa verið myndaður í bak og fyrir. Veiðinni lýkur á svæðinu næsta laugardag og veiðitölurnar úr Jöklu og Hliðarám stóðu í 332 löxum síðasta miðvikudag en nýjar tölur verða uppfærðar á heimasíðu Landssambands Veiðifélaga í kvöld. Mest lesið Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Leirvogsá er komin í gang Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Veiðisvæði Skálholts komin í sölu Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Mynd frá 1949 um stangveiði á Íslandi Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði
Jökla er komin á yfirfall fyrir nokkru en samkvæmt fréttum frá leigutakanum Strengjum er ennþá veitt í hliðaránum á svæðinu. Árnar sem renna í Jöklu eru til dæmis Kaldá, Fögruhlíðará og Laxá og í þeim má oft gera fína veiði þegar Jökla sjálf verður óveiðandi. Sem dæmi hefur oft verið fín sjóbleikjuveiði í ósum Fögruhlíðarár seint á tímabilinu og er það viðbót við laxinn sem gengur í hana og staðbundna urriðann sem heldur sig í hyljum hennar. Það sjást oft stórir laxar í Jöklu sjálfri og laxar um meter veiðast á svæðinu á hverju ári en í gærkvöldi veiddist klárlega stærsti lax sem veiðst hefur á svæðinu til þessa. Veiðimaðurinn Guttormur Pálsson frá Egilsstöðum var veið veiðar í ánum og hafði 9 laxa upp úr krafsinu og gerði sér lítið fyrir og lauk veiði í kvöld með stærsta laxi í sögu Jöklusvæðisins. Laxinn veiddi hann í Laxá í veiðistaðnum Efri Brúarbreiða og mældist laxinn 107 sm langur og 53 sm í ummál. Laxinn fór í klakkistu eftir að hafa verið myndaður í bak og fyrir. Veiðinni lýkur á svæðinu næsta laugardag og veiðitölurnar úr Jöklu og Hliðarám stóðu í 332 löxum síðasta miðvikudag en nýjar tölur verða uppfærðar á heimasíðu Landssambands Veiðifélaga í kvöld.
Mest lesið Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Leirvogsá er komin í gang Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Veiðisvæði Skálholts komin í sölu Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Mynd frá 1949 um stangveiði á Íslandi Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði