Vodafone hlaut Hvatningarverðlaun jafnréttismála Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. september 2017 15:22 Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra. un women Vodafone hlaut í dag Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2017 en það var Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, sem veitti verðlaunin á morgunfundi um jafnrétti á vinnustöðum í Háskóla Íslands í morgun. Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone, veitti verðlaununum viðtöku. Í áliti dómnefndar sagði meðal annars að Vodafone hefði unnið markvisst að því að jafna stöðu kynjanna í karllægum geira á öllum sviðum fyrirtækisins. Þannig séu karlar markvisst ráðnir í deildir þar sem konur eru ráðandi og öfugt. Fyrirtækið telji að á þennan hátt sé hægt að sporna við myndun svokallaðra karla-og kvennastarfa. Að því er fram kemur í tilkynningu um málið sagði forstjóri Vodafone að jafnréttismál snúist um að skapa menningu innan fyrirtækja. „„Mikilvægt er að skapa menningu jafnréttis á vinnustaðnum og því verkefni verður seint lokið. Við höfum gert fjölmargt hjá Vodafone til að stuðla að og styrkja jafnréttið og næst ætlum við að þróa áfram sérstaka fjölskyldustefnu. Nútímafyrirtæki þurfa að viðurkenna að starfsfólkið hefur fleiri skyldum að gegna en bara gagnvart vinnu og við viljum gefa okkar starfsfólki færi á að finna sjálft bestu lausnir á milli vinnu og fjölskyldulífs,“ sagði Stefán þegar hann hafði veitt verðlaununum viðtöku. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, landsnefnd UN Women á Íslandi, Samtök atvinnulífsins og Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð stóðu fyrir morgunfundinum en markmiðið með Hvatningarverðlaununum er að vekja jákvæða athygli á fyrirtækjum sem sett hafa jafnrétti á oddinn og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama. Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Sjá meira
Vodafone hlaut í dag Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2017 en það var Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, sem veitti verðlaunin á morgunfundi um jafnrétti á vinnustöðum í Háskóla Íslands í morgun. Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone, veitti verðlaununum viðtöku. Í áliti dómnefndar sagði meðal annars að Vodafone hefði unnið markvisst að því að jafna stöðu kynjanna í karllægum geira á öllum sviðum fyrirtækisins. Þannig séu karlar markvisst ráðnir í deildir þar sem konur eru ráðandi og öfugt. Fyrirtækið telji að á þennan hátt sé hægt að sporna við myndun svokallaðra karla-og kvennastarfa. Að því er fram kemur í tilkynningu um málið sagði forstjóri Vodafone að jafnréttismál snúist um að skapa menningu innan fyrirtækja. „„Mikilvægt er að skapa menningu jafnréttis á vinnustaðnum og því verkefni verður seint lokið. Við höfum gert fjölmargt hjá Vodafone til að stuðla að og styrkja jafnréttið og næst ætlum við að þróa áfram sérstaka fjölskyldustefnu. Nútímafyrirtæki þurfa að viðurkenna að starfsfólkið hefur fleiri skyldum að gegna en bara gagnvart vinnu og við viljum gefa okkar starfsfólki færi á að finna sjálft bestu lausnir á milli vinnu og fjölskyldulífs,“ sagði Stefán þegar hann hafði veitt verðlaununum viðtöku. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, landsnefnd UN Women á Íslandi, Samtök atvinnulífsins og Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð stóðu fyrir morgunfundinum en markmiðið með Hvatningarverðlaununum er að vekja jákvæða athygli á fyrirtækjum sem sett hafa jafnrétti á oddinn og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama.
Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Sjá meira