Leikurinn hentar börnum sem vilja læra um golf, eða eiga foreldra sem vilja að þau læri um golf (sem er líklegra), en annars er erfitt að segja mikið um Everybody‘s Golf annað en að leikurinn sé einmitt skemmtilegur og að mörgu leyti er hann meiri hlutverkaleikur en golfleikur.
Það er reyndar líka hægt að veiða fisk og fara í spurningaleiki í leiknum.
Það er ekki mikið sem stendur spilurum til boða þegar kemur að fínpússun högga. Í fyrstu allavega. Nauðsynlegt er að sigra nokkurs konar endakarla til að öðlast og læra á þá hæfileika. Sömuleiðis verður Avatar spilara sífellt betri eftir því sem hann spilar meira og með því að ná góðu höggi með ákveðinni kylfu verður Avatarinn betri með þeirri kylfu.
Þar að auki þurfa spilarar að sigra velli til að opna fleiri og öðruvísi velli.
Auk einspilunar er einnig hægt að spila á netinu. Bæði í einkaleikjum við vini sína og einnig á stórum mótum þar sem fjölmargir spilarar koma saman á golfvelli, í nokkurs konar „Open World“ umhverfi, og keppa um hver sé best(ur).