Risasveitin Foreigner til Íslands Benedikt Bóas skrifar 22. september 2017 11:00 Bruce Watson og sjálfur meistarinn Mick Jones að fremja einhvern stórkostlegan gjörning á gítarana. Jones er orðinn 72 ára en lætur engan bilbug á sér finna. Getty Föstudagskvöldið 18. maí á næsta ári mun hin goðsagnakennda hljómsveit Foreigner heimsækja Ísland í fyrsta sinn. Foreigner þarf vart að kynna fyrir almenningi en sveitin hefur selt yfir 75 milljónir platna á ferlinum sem nær yfir 40 ára tímabil, og fagnar þeim áfanga nú á tónleikaferðalagi um heiminn. Sveitin hefur verið álitin ein vinsælasta rokkhljómsveit heims og mun koma beint frá The Royal Albert Hall í Bretlandi og ættu Íslendingar því að fá sveitina í toppformi í Laugardalshöllinni en hún hefur verið að fá frábæra dóma fyrir tónleika sína að undanförnu. Hljómsveitin fékk fimm stjörnur af fimm mögulegum fyrir tónleikana sína í Denver í byrjun mánaðarins. Fékk hún mikið hrós og góða einkunn fyrir að byrja tónleikana á réttum tíma. Sveitin hefur sent frá sér tíu platínuplötur og 16 alþjóðlega smelli sem allir hafa náð inn á topp 30 í Bandaríkjunum. Árið 1986 var lag hennar Urgent á toppi íslenska vinsældalistans hér á landi í nokkrar vikur. Sveitin hefur verið að taka öll sín þekktustu lög og má búast við að þakið á Laugardalshöll hreinlega fari af þegar áhorfendur kyrja, I want to know what love is, sem flestir jarðarbúar þekkja. Þeir Mick Jones og félagar gáfu út sína fyrstu plötu árið 1977 sem hét einfaldlega Foreigner. Hún seldist í um þremur milljónum eintaka. Járnið var hamrað fyrst það var svona rjúkandi heitt og önnur platan sem heitir Double Vision kom ári síðar. Ekki fékk hún síðri viðtökur en fyrsta platan og tvö lög náðu miklum vinsældum, Hot Blooded og titillagið, Double Vision. Það ár var hljómsveitin aðalnúmerið á Reading-hátíðinni. Áfram var haldið og 1979 kom platan Head Games sem seldist einnig vel. En það örlaði á pirringi og farið var í mannabreytingar. Árið1981 sendi hljómsveitin fjórðu plötu sína í búðarhillur sem sló þeim fyrri við hvað sölutölur varðar. Hún fór til að mynda rakleitt í efsta sæti bandaríska vinsældalistans. Reyndar skipti engu hvert litið var, Foreigner var vinsæl beggja vegna Atlantshafsins og er það enn. Miðasala hefst eftir slétta viku á Midi.is og verður takmarkaður miðafjöldi í boði. Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Föstudagskvöldið 18. maí á næsta ári mun hin goðsagnakennda hljómsveit Foreigner heimsækja Ísland í fyrsta sinn. Foreigner þarf vart að kynna fyrir almenningi en sveitin hefur selt yfir 75 milljónir platna á ferlinum sem nær yfir 40 ára tímabil, og fagnar þeim áfanga nú á tónleikaferðalagi um heiminn. Sveitin hefur verið álitin ein vinsælasta rokkhljómsveit heims og mun koma beint frá The Royal Albert Hall í Bretlandi og ættu Íslendingar því að fá sveitina í toppformi í Laugardalshöllinni en hún hefur verið að fá frábæra dóma fyrir tónleika sína að undanförnu. Hljómsveitin fékk fimm stjörnur af fimm mögulegum fyrir tónleikana sína í Denver í byrjun mánaðarins. Fékk hún mikið hrós og góða einkunn fyrir að byrja tónleikana á réttum tíma. Sveitin hefur sent frá sér tíu platínuplötur og 16 alþjóðlega smelli sem allir hafa náð inn á topp 30 í Bandaríkjunum. Árið 1986 var lag hennar Urgent á toppi íslenska vinsældalistans hér á landi í nokkrar vikur. Sveitin hefur verið að taka öll sín þekktustu lög og má búast við að þakið á Laugardalshöll hreinlega fari af þegar áhorfendur kyrja, I want to know what love is, sem flestir jarðarbúar þekkja. Þeir Mick Jones og félagar gáfu út sína fyrstu plötu árið 1977 sem hét einfaldlega Foreigner. Hún seldist í um þremur milljónum eintaka. Járnið var hamrað fyrst það var svona rjúkandi heitt og önnur platan sem heitir Double Vision kom ári síðar. Ekki fékk hún síðri viðtökur en fyrsta platan og tvö lög náðu miklum vinsældum, Hot Blooded og titillagið, Double Vision. Það ár var hljómsveitin aðalnúmerið á Reading-hátíðinni. Áfram var haldið og 1979 kom platan Head Games sem seldist einnig vel. En það örlaði á pirringi og farið var í mannabreytingar. Árið1981 sendi hljómsveitin fjórðu plötu sína í búðarhillur sem sló þeim fyrri við hvað sölutölur varðar. Hún fór til að mynda rakleitt í efsta sæti bandaríska vinsældalistans. Reyndar skipti engu hvert litið var, Foreigner var vinsæl beggja vegna Atlantshafsins og er það enn. Miðasala hefst eftir slétta viku á Midi.is og verður takmarkaður miðafjöldi í boði.
Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira