Nýr naflastrengur Óttar Guðmundsson skrifar 30. september 2017 07:00 Hver manneskja dvelur 40 fyrstu vikur lífsins í móðurkviði þar sem móðir og barn eru tengd með naflastreng. Eftir fæðingu er klippt á þessa tengingu. Margir sálkönnuðir segja að þessi viðskilnaður hvítvoðungsins við blóðrás móður sinnar sé mesta áfall ævinnar. Mikið af seinni tíma aðskilnaðarkvíða og öryggisleysi megi rekja til þessa andartaks þegar barnið áttar sig á því að það hefur glatað þessum beintengslum. Margir sakna alla ævi þessa áhyggjulausa tíma í móðurkviði. Með nútímatækni hefur nú tekist að leysa vandann. Langflest börn fá snjalltölvu (síma) snemma á lífsleiðinni og geta með henni tengst foreldrum sínum eins og fyrir galdur. Barnið þarf ekki að treysta á sjálft sig heldur getur náð sambandi við foreldrið og kvartað eða látið vita af sér. Ungur drengur sem ekki er valinn í knattspyrnulið getur sent skilaboð á mömmu sem hefur samband við þjálfarann og reddar málunum. Börn geta kvartað undan hrekkisvínum á leikvelli eða önugum strætóstjórum. Kennarinn er alltaf undir stöðugu eftirliti símamyndavélar. Með símanum er hægt að panta skutl svo að enginn þarf lengur að labba. Engum þarf að leiðast lengur vegna þess að tölvan veit allt og veitir ómælda skemmtan. Þannig hefur tekist að losna við frumkvíðann með því að búa til nýjan naflastreng. Enginn þarf að standa á eigin fótum og taka erfiðar ákvarðanir vegna þess að síminn/tölvan kann allt, skilur allt, fyrirgefur allt og fellur aldrei úr gildi. Með tækninni er hægt að hverfa aftur á fósturskeiðið og loka sig af í tölvuheimum og losna við öll mannleg samskipti eins og forðum í hinu fullkomna öryggi í móðurkviði. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun
Hver manneskja dvelur 40 fyrstu vikur lífsins í móðurkviði þar sem móðir og barn eru tengd með naflastreng. Eftir fæðingu er klippt á þessa tengingu. Margir sálkönnuðir segja að þessi viðskilnaður hvítvoðungsins við blóðrás móður sinnar sé mesta áfall ævinnar. Mikið af seinni tíma aðskilnaðarkvíða og öryggisleysi megi rekja til þessa andartaks þegar barnið áttar sig á því að það hefur glatað þessum beintengslum. Margir sakna alla ævi þessa áhyggjulausa tíma í móðurkviði. Með nútímatækni hefur nú tekist að leysa vandann. Langflest börn fá snjalltölvu (síma) snemma á lífsleiðinni og geta með henni tengst foreldrum sínum eins og fyrir galdur. Barnið þarf ekki að treysta á sjálft sig heldur getur náð sambandi við foreldrið og kvartað eða látið vita af sér. Ungur drengur sem ekki er valinn í knattspyrnulið getur sent skilaboð á mömmu sem hefur samband við þjálfarann og reddar málunum. Börn geta kvartað undan hrekkisvínum á leikvelli eða önugum strætóstjórum. Kennarinn er alltaf undir stöðugu eftirliti símamyndavélar. Með símanum er hægt að panta skutl svo að enginn þarf lengur að labba. Engum þarf að leiðast lengur vegna þess að tölvan veit allt og veitir ómælda skemmtan. Þannig hefur tekist að losna við frumkvíðann með því að búa til nýjan naflastreng. Enginn þarf að standa á eigin fótum og taka erfiðar ákvarðanir vegna þess að síminn/tölvan kann allt, skilur allt, fyrirgefur allt og fellur aldrei úr gildi. Með tækninni er hægt að hverfa aftur á fósturskeiðið og loka sig af í tölvuheimum og losna við öll mannleg samskipti eins og forðum í hinu fullkomna öryggi í móðurkviði. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun