Sjóbirtingsveiðin gengur mjög vel fyrir austan Karl Lúðvíksson skrifar 9. október 2017 09:08 Sjóbirtingsveiðin gengur vel á flestum veiðisvæðum Mynd úr safni Sjóbirtingsveiðin stendur nú sem hæst á veiðislóðum birtingsins og það er óhætt að segja að veiðin gangi vel miðað við þær fréttir sem berast. Það hefur verið afskaplega góð veiði á flestum svæðum sem við höfum frétt af en fréttir af veiði helgarinnar frá Vatnamótum og Grenlæk standa líklega upp úr. Holl sem var við veiðar í Grenlæk frá föstudegi og fram á sunnudag lönduðu 51 sjóbirting og mikið af því vænn fiskur um 4-6 pund. Mesta veiðin var í Flóðinu sjálfu en annars sást fiskur víða og það var mikið líf á svæðinu. Holl sem var við veiðar í Vatnamótum á sama tíma gerði líka mjög gott mót en þeir fengu 31 birting og þar af nokkra sem voru 8-10 pund og þykkir eftir því. Skilyrðin þar voru þó þau að erfitt var að ná flugu út í skilin þar sem litað vatn úr Skaftá liggur svo mikið af veiðinni kom á þunga spúna sem hægt var að kasta það langt að spúnninn náði að skilunum þar sem fiskurinn lá. Mesta veiðin á eina stöng voru 18 fiskar og fyrir utan það sem var var landað duttu nokkrir af eins og gengur og gerist en miðað við hvað það var mikið líf á svæðinu eru næstu holl í góðum málum. Mest lesið Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Leirvogsá er komin í gang Veiði
Sjóbirtingsveiðin stendur nú sem hæst á veiðislóðum birtingsins og það er óhætt að segja að veiðin gangi vel miðað við þær fréttir sem berast. Það hefur verið afskaplega góð veiði á flestum svæðum sem við höfum frétt af en fréttir af veiði helgarinnar frá Vatnamótum og Grenlæk standa líklega upp úr. Holl sem var við veiðar í Grenlæk frá föstudegi og fram á sunnudag lönduðu 51 sjóbirting og mikið af því vænn fiskur um 4-6 pund. Mesta veiðin var í Flóðinu sjálfu en annars sást fiskur víða og það var mikið líf á svæðinu. Holl sem var við veiðar í Vatnamótum á sama tíma gerði líka mjög gott mót en þeir fengu 31 birting og þar af nokkra sem voru 8-10 pund og þykkir eftir því. Skilyrðin þar voru þó þau að erfitt var að ná flugu út í skilin þar sem litað vatn úr Skaftá liggur svo mikið af veiðinni kom á þunga spúna sem hægt var að kasta það langt að spúnninn náði að skilunum þar sem fiskurinn lá. Mesta veiðin á eina stöng voru 18 fiskar og fyrir utan það sem var var landað duttu nokkrir af eins og gengur og gerist en miðað við hvað það var mikið líf á svæðinu eru næstu holl í góðum málum.
Mest lesið Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Leirvogsá er komin í gang Veiði