Jón Rúnar: Heimir jafnmikið stórmenni í þessu og hann hefur verið stórmenni í þessi sautján ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2017 16:12 Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH og Heimir Guðjónsson, fráfarandi þjálfari FH. Vísir/Stefán Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, ræddi við Vísi um þá ákvörðun FH að Heimir Guðjónsson myndi láta af störfum sem þjálfari FH-liðsins. Heimir Guðjónsson gerði FH-liðið fimm sinnum að Íslandsmeisturum á tíu árum. „Eins og hjá öllu góðu og faglegu fólki þá eru svona hluti alltaf til skoðunar. Við viljum trúa því að við gerum ekki hlutina í einhverju óðagoti. Þetta er ekki neitt skemmtiefni,“ sagði Jón Rúnar um þá stóru ákvörðun að skipta um þjálfara hjá meistaraflokki karla hjá FH. „Við höfum bara að komist að því, og þegar ég segi við þá er það félagið og þar með talinn þjálfarinn, að þetta sé tími til þess að breyta til og gera eitthvað nýtt. Þess vegna er þetta lendingin,“ sagði Jón Rúnar. „Það er með þetta eins og annað að ákvarðanir eru teknar þegar þær eru teknar og svo getur vel verið að þetta sé tóm helvítis þvæla,“ sagði Jón Rúnar í léttum tón en þetta stærsta ákvörðun sem Knattspyrnudeild FH hefur tekið? „Þetta er í þeim flokki,“ sagði Jón Rúnar en hvað með leitina af næsta þjálfara FH? „Nú þarf að hugsa það vel og vanda sig. Við þurfum að sjá hvað kemur upp úr þeim hatti,“ sagði Jón Rúnar en þegar Ólafur Jóhannesson hætti með liðið árið 2007 til að taka við íslenska landsliðinu þá réði FH aðstoðarmann hans, Heimi Guðjónsson. „Við vorum svo heppnir að hafa rétta manninn í túngarðinum þá,“ sagði Jón Rúnar en mun þjálfaraleitin taka langan tíma? „Við tökum bara þann tíma sem þarf. Hann getur verið langur og hann getur verið stuttur. Ég veit ekkert um það,“ sagði Jón Rúnar. Tími Heimis með FH-liðið er sögulegur. Tíu tímabil, fimm Íslandsmeistaratitlar og fjögur silfurverðlaun. „Allt hefur sinn tíma í þessu sem öðru. Við verðum líka að vera menn sem hanga ekki bara á einhverju roði af því því bara,“ sagði Jón Rúnar. En hverjir koma þá til greina sem eftirmenn Heimis? „Þegar við erum að tala um íslensk nöfn þá eru það ekkert margir. Ef við tölum um erlend nöfn þá eru heldur ekkert margir. Að sjálfsögðu er það eðlilegt að menn komi upp með nöfn sem eru innan seilingar. Ég geri ekki athugasemd við það,“ sagði Jón Rúnar þegar nafn Ólafs Kristjánssonar var nefnt við hann. Ólafur er atvinnulaus eftir að hann hætti með Randers-liðið. Að þjálfa FH hlýtur að vera eitt eftirsóttasta starfið í íslenskum fótbolta? „Fyrir menn sem hafa metnað þá held ég að ég sé ekki að gorta með það með því að segja að FH hljóti að vera þar efst á blaði,“ sagði Jón Rúnar. En skilja Heimir og FH í góðu? „Það skal tekið fram að Heimir er stórmenni hvað það varðar. Hann setur sjálfan sig ekki fremst. Hann er jafnmikið stórmenni í þessu og hann hefur verið stórmenni í þessi sautján ár sem hann hefur verið hjá okkur. Hjá okkur er enginn kali eða eitthvað svoleiðis enda reynum við að skilja við okkar fólk þannig að komi til þess þá finnist það vera velkomið til baka,“ sagði Jón Rúnar. Jón Rúnar hefur ekki áhyggjur af því að Heimir verði atvinnulaus lengi. „Ætli það sé ekki meira hringt í hann heldur en mig þar að segja menn sem vilja fá hann í vinnu. Það væri nú eitthvað ef hann væri ekki eftirsóttur,“ sagði Jón Rúnar. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Manchester er heima“ Enski boltinn „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Sjá meira
Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, ræddi við Vísi um þá ákvörðun FH að Heimir Guðjónsson myndi láta af störfum sem þjálfari FH-liðsins. Heimir Guðjónsson gerði FH-liðið fimm sinnum að Íslandsmeisturum á tíu árum. „Eins og hjá öllu góðu og faglegu fólki þá eru svona hluti alltaf til skoðunar. Við viljum trúa því að við gerum ekki hlutina í einhverju óðagoti. Þetta er ekki neitt skemmtiefni,“ sagði Jón Rúnar um þá stóru ákvörðun að skipta um þjálfara hjá meistaraflokki karla hjá FH. „Við höfum bara að komist að því, og þegar ég segi við þá er það félagið og þar með talinn þjálfarinn, að þetta sé tími til þess að breyta til og gera eitthvað nýtt. Þess vegna er þetta lendingin,“ sagði Jón Rúnar. „Það er með þetta eins og annað að ákvarðanir eru teknar þegar þær eru teknar og svo getur vel verið að þetta sé tóm helvítis þvæla,“ sagði Jón Rúnar í léttum tón en þetta stærsta ákvörðun sem Knattspyrnudeild FH hefur tekið? „Þetta er í þeim flokki,“ sagði Jón Rúnar en hvað með leitina af næsta þjálfara FH? „Nú þarf að hugsa það vel og vanda sig. Við þurfum að sjá hvað kemur upp úr þeim hatti,“ sagði Jón Rúnar en þegar Ólafur Jóhannesson hætti með liðið árið 2007 til að taka við íslenska landsliðinu þá réði FH aðstoðarmann hans, Heimi Guðjónsson. „Við vorum svo heppnir að hafa rétta manninn í túngarðinum þá,“ sagði Jón Rúnar en mun þjálfaraleitin taka langan tíma? „Við tökum bara þann tíma sem þarf. Hann getur verið langur og hann getur verið stuttur. Ég veit ekkert um það,“ sagði Jón Rúnar. Tími Heimis með FH-liðið er sögulegur. Tíu tímabil, fimm Íslandsmeistaratitlar og fjögur silfurverðlaun. „Allt hefur sinn tíma í þessu sem öðru. Við verðum líka að vera menn sem hanga ekki bara á einhverju roði af því því bara,“ sagði Jón Rúnar. En hverjir koma þá til greina sem eftirmenn Heimis? „Þegar við erum að tala um íslensk nöfn þá eru það ekkert margir. Ef við tölum um erlend nöfn þá eru heldur ekkert margir. Að sjálfsögðu er það eðlilegt að menn komi upp með nöfn sem eru innan seilingar. Ég geri ekki athugasemd við það,“ sagði Jón Rúnar þegar nafn Ólafs Kristjánssonar var nefnt við hann. Ólafur er atvinnulaus eftir að hann hætti með Randers-liðið. Að þjálfa FH hlýtur að vera eitt eftirsóttasta starfið í íslenskum fótbolta? „Fyrir menn sem hafa metnað þá held ég að ég sé ekki að gorta með það með því að segja að FH hljóti að vera þar efst á blaði,“ sagði Jón Rúnar. En skilja Heimir og FH í góðu? „Það skal tekið fram að Heimir er stórmenni hvað það varðar. Hann setur sjálfan sig ekki fremst. Hann er jafnmikið stórmenni í þessu og hann hefur verið stórmenni í þessi sautján ár sem hann hefur verið hjá okkur. Hjá okkur er enginn kali eða eitthvað svoleiðis enda reynum við að skilja við okkar fólk þannig að komi til þess þá finnist það vera velkomið til baka,“ sagði Jón Rúnar. Jón Rúnar hefur ekki áhyggjur af því að Heimir verði atvinnulaus lengi. „Ætli það sé ekki meira hringt í hann heldur en mig þar að segja menn sem vilja fá hann í vinnu. Það væri nú eitthvað ef hann væri ekki eftirsóttur,“ sagði Jón Rúnar.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Manchester er heima“ Enski boltinn „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó