Arctica hafnar því að hafa brotið reglur um kaupauka og stefnir FME Hörður Ægisson skrifar 5. október 2017 16:37 Í tilkynningu FME kemur fram að arðgreiðslur til B, C og D hluthafa félagsins, sem jafnfram voru starfsmenn félagsins, hafi numið samtals 668 milljónum króna á árunum 2012 til 2017. Fjármálaeftirlitið (FME) hefur komist að þeirri niðurstöðu að sekta verðbréfafyrirtækið Arctica Finance um 72 milljónir króna fyrir að hafa brotið gegn lögum um fjármálafyrirtæki og reglum um kaupakerfi. Hefur FME krafist þess að Arctica láti þegar í stað af kaupaukagreiðslum í formi arðs til B, C og D hluthafa félagsins. Arctica hyggst hins vegar ekki una þeirri niðurstöðu og ætlar að höfða dómsmál í þeim tilgangi að fá ákvörðun Fjármálaeftirlitsins hnekkt. „Arctica er undrandi á ákvörðun FME og er henni eindregið ósammála og telur hana ekki byggja á skýrum lagaheimildum,“ segir í fréttatilkynningu á heimasíðu félagsins. Arctica segir að allt frá stofnun þess árið 2009 hafi eftirlitið verið upplýst um eignarhald félagsins, arðgreiðslustefnu og útgreiddan arð án þess að athugasemdir hafi komið fram af hálfu FME. Í tilkynningu FME kemur fram að arðgreiðslur til B, C og D hluthafa félagsins, sem jafnframt voru starfsmenn félagsins, hafi numið samtals 668 milljónum króna á árunum 2012 til 2017. Fjármálaeftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri unnt að leggja þessar greiðslur að jöfnu við venjulegar arðgreiðslur af fjárfestingum í hlutabréfum heldur væru þær í reynd kaupaukar til starfsmanna. Samkvæmt reglum FME um kaupauka til starfsmanna fjármálafyrirtækja mega þær að hámarki nema 25 prósentum af árslaunum þeirra. Á meðal þess sem FME bendir á er að verulegur munur var á fjárfestingu starfsmannanna og þeirri hagnaðarvon sem þeir hefðu getað gert til hlutabréfanna væri horft til arðgreiðslna til hluthafa í B, C og D flokki á árunum 2011 til 2017. „Af því mætti ráða að verulegur munur væri á þeirri fjárhagslegu áhættu sem hluthafar B, C og D flokks hefðu tekið með fjárfestingum sínum og hagnaðarvonar þeirra,“ segir í tilkynningu FME. Þá segir Fjármálaeftirlitið að samþykktir Arctica kveði á um að við starfslok hjá félaginu skuli hluthafi í B, C og D flokki sæta innlausn á framreiknuðu nafnverði. „Sú litla fjárhagslega áhætta sem hluthafar hefðu tekið með fjárfestingu í bréfunum hefði orðið enn minni við það að þeir gátu verið vissir um að við starfslok fengju þeir bréfin innleyst á sama gengi og þeir keyptu þau á. Arctica hefur gengið lengra við starfslok starfsmanna og bætt við nafnverðið fjárhæð sem svaraði til hlutdeildar hinna seldu hluta í þeim arði sem viðkomandi flokkur átti rétt til á því tímamarki sem starfslok viðkomandi starfsmanns áttu sér stað. Fjármáleftirlitið taldi síðastnefnda atriðið sýna að félagið hefði sjálft meðhöndlað arðgreiðslurnar sem hluta af launum starfsmannanna,“ að því er fram kemur í tilkynningunni. Arctica segir í tilkynningu að í þeim tilgangi að tryggja sjálfstæði og óhæði félagsins hafi engum öðrum en starfsmönnum staðið til boða að eignast hlut í félaginu. „Félagið greiðir hófleg en sanngjörn laun, en þeir starfsmenn sem eiga hlut í félaginu njóta arðs af fjárfestingu sinni séu skilyrði fyrir útgreiðslu arðs uppfyllt.“ Þá bendir Arctica á að arðgreiðslur til hluthafa samkvæmt ákveðinni arðgreiðslustefnu séu á engan hátt tengdar vinnuframlagi einstakra starfsmanna og geti því ekki talist kaupaukagreiðslur í skilningi laga um fjármálafyrirtæki, líkt og FME heldur fram í ákvörðun sinni. Við ákvörðun sektarfjárhæðar FME var meðal annars litið til þes að brotið náðu yfir „sex ára tímabil, að stór hluti starfsmanna naut kaupaukagreiðslnanna, að kaupaukarnir voru bundnir við árangur þeirrar deildar sem viðkomandi starfsmaður starfaði í, að kaupaukarnir voru í sumum tilvikum margföld föst laun viðkomandi starfsmanns og að regluverði félagsins var greiddur kaupauki.“ Stærstu A-hluthafar Arctica eru Bjarni Þórður Bjarnason, aðstoðarframkvæmdastjóri félagsins, með 50,25 prósenta hlut en Stefán Þór Bjarnason, framkvæmdastjóri Arctica, á hins vegar 33,5 prósenta hlut. Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Fjármálaeftirlitið (FME) hefur komist að þeirri niðurstöðu að sekta verðbréfafyrirtækið Arctica Finance um 72 milljónir króna fyrir að hafa brotið gegn lögum um fjármálafyrirtæki og reglum um kaupakerfi. Hefur FME krafist þess að Arctica láti þegar í stað af kaupaukagreiðslum í formi arðs til B, C og D hluthafa félagsins. Arctica hyggst hins vegar ekki una þeirri niðurstöðu og ætlar að höfða dómsmál í þeim tilgangi að fá ákvörðun Fjármálaeftirlitsins hnekkt. „Arctica er undrandi á ákvörðun FME og er henni eindregið ósammála og telur hana ekki byggja á skýrum lagaheimildum,“ segir í fréttatilkynningu á heimasíðu félagsins. Arctica segir að allt frá stofnun þess árið 2009 hafi eftirlitið verið upplýst um eignarhald félagsins, arðgreiðslustefnu og útgreiddan arð án þess að athugasemdir hafi komið fram af hálfu FME. Í tilkynningu FME kemur fram að arðgreiðslur til B, C og D hluthafa félagsins, sem jafnframt voru starfsmenn félagsins, hafi numið samtals 668 milljónum króna á árunum 2012 til 2017. Fjármálaeftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri unnt að leggja þessar greiðslur að jöfnu við venjulegar arðgreiðslur af fjárfestingum í hlutabréfum heldur væru þær í reynd kaupaukar til starfsmanna. Samkvæmt reglum FME um kaupauka til starfsmanna fjármálafyrirtækja mega þær að hámarki nema 25 prósentum af árslaunum þeirra. Á meðal þess sem FME bendir á er að verulegur munur var á fjárfestingu starfsmannanna og þeirri hagnaðarvon sem þeir hefðu getað gert til hlutabréfanna væri horft til arðgreiðslna til hluthafa í B, C og D flokki á árunum 2011 til 2017. „Af því mætti ráða að verulegur munur væri á þeirri fjárhagslegu áhættu sem hluthafar B, C og D flokks hefðu tekið með fjárfestingum sínum og hagnaðarvonar þeirra,“ segir í tilkynningu FME. Þá segir Fjármálaeftirlitið að samþykktir Arctica kveði á um að við starfslok hjá félaginu skuli hluthafi í B, C og D flokki sæta innlausn á framreiknuðu nafnverði. „Sú litla fjárhagslega áhætta sem hluthafar hefðu tekið með fjárfestingu í bréfunum hefði orðið enn minni við það að þeir gátu verið vissir um að við starfslok fengju þeir bréfin innleyst á sama gengi og þeir keyptu þau á. Arctica hefur gengið lengra við starfslok starfsmanna og bætt við nafnverðið fjárhæð sem svaraði til hlutdeildar hinna seldu hluta í þeim arði sem viðkomandi flokkur átti rétt til á því tímamarki sem starfslok viðkomandi starfsmanns áttu sér stað. Fjármáleftirlitið taldi síðastnefnda atriðið sýna að félagið hefði sjálft meðhöndlað arðgreiðslurnar sem hluta af launum starfsmannanna,“ að því er fram kemur í tilkynningunni. Arctica segir í tilkynningu að í þeim tilgangi að tryggja sjálfstæði og óhæði félagsins hafi engum öðrum en starfsmönnum staðið til boða að eignast hlut í félaginu. „Félagið greiðir hófleg en sanngjörn laun, en þeir starfsmenn sem eiga hlut í félaginu njóta arðs af fjárfestingu sinni séu skilyrði fyrir útgreiðslu arðs uppfyllt.“ Þá bendir Arctica á að arðgreiðslur til hluthafa samkvæmt ákveðinni arðgreiðslustefnu séu á engan hátt tengdar vinnuframlagi einstakra starfsmanna og geti því ekki talist kaupaukagreiðslur í skilningi laga um fjármálafyrirtæki, líkt og FME heldur fram í ákvörðun sinni. Við ákvörðun sektarfjárhæðar FME var meðal annars litið til þes að brotið náðu yfir „sex ára tímabil, að stór hluti starfsmanna naut kaupaukagreiðslnanna, að kaupaukarnir voru bundnir við árangur þeirrar deildar sem viðkomandi starfsmaður starfaði í, að kaupaukarnir voru í sumum tilvikum margföld föst laun viðkomandi starfsmanns og að regluverði félagsins var greiddur kaupauki.“ Stærstu A-hluthafar Arctica eru Bjarni Þórður Bjarnason, aðstoðarframkvæmdastjóri félagsins, með 50,25 prósenta hlut en Stefán Þór Bjarnason, framkvæmdastjóri Arctica, á hins vegar 33,5 prósenta hlut.
Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira