FME sektar Klettar Capital um 2,5 milljónir króna Hörður Ægisson skrifar 4. október 2017 16:42 FME kallaði eftir upplýsingum um starfsemi Kletta eftir að Markaðurinn birti frétt í ársbyrjun 2017 þar sem sagði að félagið annaðist eignastýringu. vísir/vilhelm Fjármálaeftirlitið (FME) hefur sektað félagið Klettar Capital ehf., sem var stofnað í árslok 2016, um 2,5 milljónir króna fyrir að hafa stundað fjármálastarfsemi án tilskilins starfsleyfis. Í tilkynningu FME segir að félagið hafi brotið gegn lögum um fjármálafyrirtæki „með því að hafa móttekið og miðlað fyrirmælum um einn eða fleiri fjármálagerninga án þess að hafa til þess starfsleyfi.“ Fjármálaeftirlitið segist hafa kallað eftir upplýsingum um starfsemi Kletta Capital eftir að Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, birti frétt í ársbyrjun 2017 þar sem „meðal annars var fullyrt að félagið annaðist eignastýringu,“ eins og segir í tilkynningunni. FME féllst ekki á þau rök Kletta að þar sem félagið hafi aflað umboða frá viðskiptavinum hafi það mátt veita þjónustu, sem fólst í að kaupa og selja skráð hlutabréf í skammtímasjóðum fyrir einstaklinga og lögaðila í 27 skipti, án starfsleyfis. „Fjármálaeftirlitið benti á að hvergi í lögum um fjármálafyrirtæki væri að finna ákvæði í þá átt að handhafar umboða til viðskipta væru undanþegnir því að sækja um starfsleyfi ef þeir móttaka og miðla fyrirmælum. Fengi það auk þess vart staðist að félög gætu komist hjá því að sækja um starfsleyfi með því að afla umboða frá öllum sínum viðskiptavinum,“ segir í tilkynningu FME. Klettar Capital var stofnað í sameiningu af Jóni Gunnari Sæmundsen og Jónasi Guðmundssyni, fyrrverandi starfsmönnum Íslandsbanka, og Sigurði Hreiðari Jónssyni, sem þá hafði síðast verið verðbréfamiðlari Kviku banka. Sigurður Hreiðar hætti hins vegar nokkrum mánuðum síðar störfum hjá Klettar Capital og var ráðinn verðbréfamiðlari í markaðsviðskiptum hjá Íslenskum verðbréfum. Við ákvörðun sektarfjárhæðar segist FME hafa litið til þess að fjármálastarfsemi sem er stunduð án tilskilins leyfis feli að jafnaði í sér alvarlegt brot gegn lögum um fjármálafyrirtæki enda kunni „réttarvernd fjárfesta þar með að fara forgörðum.“ Á meðal þess sem horft var til við hækkunar sektarinnar var að félagið hafði opnað vefsíðu þar sem ýjað var að því að þjónustan væri veitt í samstarfi við þekkta eftirlitsskilda aðila og eins að forsvarsmenn Kletta Capital hefðu langa reynslu af störfum á fjármálamörkuðum. Þeir hafi því átt að gera sér grein fyrir því að um leyfisskylda starfsemi var um að ræða. Mest lesið Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Fjármálaeftirlitið (FME) hefur sektað félagið Klettar Capital ehf., sem var stofnað í árslok 2016, um 2,5 milljónir króna fyrir að hafa stundað fjármálastarfsemi án tilskilins starfsleyfis. Í tilkynningu FME segir að félagið hafi brotið gegn lögum um fjármálafyrirtæki „með því að hafa móttekið og miðlað fyrirmælum um einn eða fleiri fjármálagerninga án þess að hafa til þess starfsleyfi.“ Fjármálaeftirlitið segist hafa kallað eftir upplýsingum um starfsemi Kletta Capital eftir að Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, birti frétt í ársbyrjun 2017 þar sem „meðal annars var fullyrt að félagið annaðist eignastýringu,“ eins og segir í tilkynningunni. FME féllst ekki á þau rök Kletta að þar sem félagið hafi aflað umboða frá viðskiptavinum hafi það mátt veita þjónustu, sem fólst í að kaupa og selja skráð hlutabréf í skammtímasjóðum fyrir einstaklinga og lögaðila í 27 skipti, án starfsleyfis. „Fjármálaeftirlitið benti á að hvergi í lögum um fjármálafyrirtæki væri að finna ákvæði í þá átt að handhafar umboða til viðskipta væru undanþegnir því að sækja um starfsleyfi ef þeir móttaka og miðla fyrirmælum. Fengi það auk þess vart staðist að félög gætu komist hjá því að sækja um starfsleyfi með því að afla umboða frá öllum sínum viðskiptavinum,“ segir í tilkynningu FME. Klettar Capital var stofnað í sameiningu af Jóni Gunnari Sæmundsen og Jónasi Guðmundssyni, fyrrverandi starfsmönnum Íslandsbanka, og Sigurði Hreiðari Jónssyni, sem þá hafði síðast verið verðbréfamiðlari Kviku banka. Sigurður Hreiðar hætti hins vegar nokkrum mánuðum síðar störfum hjá Klettar Capital og var ráðinn verðbréfamiðlari í markaðsviðskiptum hjá Íslenskum verðbréfum. Við ákvörðun sektarfjárhæðar segist FME hafa litið til þess að fjármálastarfsemi sem er stunduð án tilskilins leyfis feli að jafnaði í sér alvarlegt brot gegn lögum um fjármálafyrirtæki enda kunni „réttarvernd fjárfesta þar með að fara forgörðum.“ Á meðal þess sem horft var til við hækkunar sektarinnar var að félagið hafði opnað vefsíðu þar sem ýjað var að því að þjónustan væri veitt í samstarfi við þekkta eftirlitsskilda aðila og eins að forsvarsmenn Kletta Capital hefðu langa reynslu af störfum á fjármálamörkuðum. Þeir hafi því átt að gera sér grein fyrir því að um leyfisskylda starfsemi var um að ræða.
Mest lesið Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira