Rúmlega 20 milljarða króna hagnaður vegna sölu á Invent Farma Hörður Ægisson skrifar 4. október 2017 08:30 Friðrik Steinn Kristjánsson, stofnandi Invent Farma. Bókfærður hagnaður vegna sölu á spænska lyfjafyrirtækinu Invent Farma, sem var nánast að fullu í eigu íslenskra fjárfesta, nam rúmlega 158 milljónum evra, jafnvirði um 21 milljarði króna. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Invent Invest ehf., móðurfélag Invent Farma og dótturfélaga, en gengið var frá sölu á öllu hlutafé fyrirtækisins í júlí 2016 fyrir um 214 milljónir evra, eða sem nemur um 29 milljörðum króna á þáverandi gengi. Stærstu hluthafar við sölu Invent Farma voru Framtakssjóður Íslands með 38 prósenta hlut, Silfurberg, félag í eigu Friðriks Steins Kristjánssonar, stofnanda fyrirtækisins, með 27 prósent og þá átti framtakssjóðurinn Horn II ásamt meðfjárfestum tæplega 17 prósenta hlut. Auk þess að hafa hagnast verulega á sölu Invent Farma, en kaupendur að fyrirtækinu voru erlendir fjárfestingasjóðir, leiddir af ráðgjafafyrirtækinu Apax Partners, þá hafa íslenskir fjárfestar fengið greiddan arð úr félaginu fyrir tugi milljóna evra á undanförnum árum. Þeir fjármunir sem fengust við söluna voru greiddir út að stærstum hluta til fjárfestanna í apríl á þessu ári. Söluandvirðinu í evrum var að mestu skipt yfir í krónur skömmu eftir að salan kláraðist fyrir rúmlega ári síðan og því urðu þeir ekki fyrir gengistapi vegna styrkingar krónunnar. Gjaldeyrinn sem fékkst við söluna var að miklu leyti skilaskyldur, samkvæmt heimildum Markaðarins. Invent Farma er á meðal tíu stærstu samheitalyfjaframleiðenda á Spáni og í fyrra nam heildarvelta fyrirtækisins jafnvirði um 13 milljarða króna. Invent Farma á rætur að rekja til kaupa íslenskra fjárfesta, undir forystu Friðriks Steins, á lyfjaverksmiðju á Spáni 2004. Sumarið 2013 seldu flestir þáverandi íslensku hluthafar Invent Farma, utan Friðriks Steins, samtals 61 prósent hlut í lyfjafyrirtækinu til annars vegar Framtakssjóðs Íslands (38%) og hins vegar Burðaráss eignarhaldsfélags (23%), þá framtakssjóður í eigu Straums fjárfestingabanka, fyrir ríflega tíu milljarða. Burðarás seldi ári síðar nánast allan eignarhlut sinn í Invent Farma, eða um 21,7 prósent hlut, fyrir 4,1 milljarð króna. Horn II ásamt meðfjárfestum keypti þann eignarhlut að stærstum hluta – samtals 16,8 prósent – í gegnum IF hlutafélag. Á meðal annarra stórra íslenskra hluthafa við sölu Invent Farma var félag í eigu hjónanna Finns Reys Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, og tryggingafélögin Sjóvá og VÍS.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Bókfærður hagnaður vegna sölu á spænska lyfjafyrirtækinu Invent Farma, sem var nánast að fullu í eigu íslenskra fjárfesta, nam rúmlega 158 milljónum evra, jafnvirði um 21 milljarði króna. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Invent Invest ehf., móðurfélag Invent Farma og dótturfélaga, en gengið var frá sölu á öllu hlutafé fyrirtækisins í júlí 2016 fyrir um 214 milljónir evra, eða sem nemur um 29 milljörðum króna á þáverandi gengi. Stærstu hluthafar við sölu Invent Farma voru Framtakssjóður Íslands með 38 prósenta hlut, Silfurberg, félag í eigu Friðriks Steins Kristjánssonar, stofnanda fyrirtækisins, með 27 prósent og þá átti framtakssjóðurinn Horn II ásamt meðfjárfestum tæplega 17 prósenta hlut. Auk þess að hafa hagnast verulega á sölu Invent Farma, en kaupendur að fyrirtækinu voru erlendir fjárfestingasjóðir, leiddir af ráðgjafafyrirtækinu Apax Partners, þá hafa íslenskir fjárfestar fengið greiddan arð úr félaginu fyrir tugi milljóna evra á undanförnum árum. Þeir fjármunir sem fengust við söluna voru greiddir út að stærstum hluta til fjárfestanna í apríl á þessu ári. Söluandvirðinu í evrum var að mestu skipt yfir í krónur skömmu eftir að salan kláraðist fyrir rúmlega ári síðan og því urðu þeir ekki fyrir gengistapi vegna styrkingar krónunnar. Gjaldeyrinn sem fékkst við söluna var að miklu leyti skilaskyldur, samkvæmt heimildum Markaðarins. Invent Farma er á meðal tíu stærstu samheitalyfjaframleiðenda á Spáni og í fyrra nam heildarvelta fyrirtækisins jafnvirði um 13 milljarða króna. Invent Farma á rætur að rekja til kaupa íslenskra fjárfesta, undir forystu Friðriks Steins, á lyfjaverksmiðju á Spáni 2004. Sumarið 2013 seldu flestir þáverandi íslensku hluthafar Invent Farma, utan Friðriks Steins, samtals 61 prósent hlut í lyfjafyrirtækinu til annars vegar Framtakssjóðs Íslands (38%) og hins vegar Burðaráss eignarhaldsfélags (23%), þá framtakssjóður í eigu Straums fjárfestingabanka, fyrir ríflega tíu milljarða. Burðarás seldi ári síðar nánast allan eignarhlut sinn í Invent Farma, eða um 21,7 prósent hlut, fyrir 4,1 milljarð króna. Horn II ásamt meðfjárfestum keypti þann eignarhlut að stærstum hluta – samtals 16,8 prósent – í gegnum IF hlutafélag. Á meðal annarra stórra íslenskra hluthafa við sölu Invent Farma var félag í eigu hjónanna Finns Reys Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, og tryggingafélögin Sjóvá og VÍS.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira