Guðjón Pétur: Grín að ég sé ekki í liði ársins í Pepsi-mörkunum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. október 2017 06:00 Guðjón Pétur er hér í leik með Valsmönnum í sumar en hann kom að ansi mörgum mörkum liðsins í sumar. Vísir/Anton Brink Álftnesingurinn Guðjón Pétur Lýðsson átti frábært tímabil með Íslandsmeisturum Vals í sumar. Hann er búinn að vera lengi í bransanum og gengið í gegnum ýmislegt og fyrsti Íslandsmeistaratitill hans var því sætur. Síðustu ár hafa ekki verið auðveld fyrir Guðjón Pétur því hann greindist með sáraristilbólgu fyrir nokkrum árum og því var tvísýnt með framhaldið í boltanum.Barátta í tvö ár „Er ég kom heim frá Svíþjóð þá greindist ég með þennan sjúkdóm. Það er smá vesen. Ég þurfti að berjast við það í um tvö ár og hef ekki fundið fyrir neinu síðan,“ segir Guðjón en þetta er bólga í yfirborðsslímhúð ristils sem veldur þar sárum og blæðingum. Sjúkdómurinn er langvarandi og kemur í köstum en þess á milli er sjúklingur einkennalaus. Köstin einkennast af blóðugum, slímkenndum niðurgangi með eða án magaverkja að því er fram kemur á doktor.is. „Það hefur verið hörð vinna hjá mér að komast aftur á sama stað og ég var í boltanum fyrir veikindin og það hefur tekist. Síðustu ár hafa verið mjög góð en þetta var ekki gaman. Það þurfti mikið til að komast í gegnum þetta. Ég þurfti mikla hjálp með mataræðið á þessum tíma og það gerði gæfumuninn.“Mataræðið gerði gæfumuninn Þetta er sami sjúkdómur og Darren Fletcher, fyrrverandi leikmaður Man. Utd, var að glíma við en hann komst í gegnum það eins og Guðjón Pétur. „Þetta lýsir sér þannig að maður nær ekki að stýra eigin hægðum og það er erfitt að halda mat niðri. Þar af leiðandi verður mikill næringarskortur og orkuleysi. Ég held það geti ekki margir stundað íþróttir sem eru að glíma við þetta en mér tókst það. Ég samdi við Lukku í Happ og fékk mat á hverjum einasta degi. Ég borðaði hollt og vel. Það gerði meira fyrir mig en einhver lyf sem stöðvuðu þetta á sínum tíma en mataræðið var það sem skipti máli,“ segir miðjumaðurinn en íhugaði hann á einhverjum tímapunkti að hætta í fótbolta er veikindin voru hvað verst?Fór að huga að öðru „Ég var aldrei á því að hætta þó svo ég fengi það frá læknunum að ég ætti að fara að huga að öðrum hlutum. Ég gerði það reyndar og fór að undirbúa aðra hluti í lífinu en fótbolta. Ég fór að smíða og stofnaði tvö fasteignafélög. Fótboltinn á samt allan minn hug og þetta er í raun fyrsta sumarið eftir veikindin sem ég gerði ekkert annað en að spila fótbolta.“ Það er uppgangur hjá Guðjóni og Valsmönnum og hann er strax orðinn spenntur fyrir komandi tímabili á Hlíðarenda. „Vonandi gefum við í og fáum fleiri toppleikmenn og náum að gera betur í Evrópukeppni,“ segir Guðjón en var þetta hans besta tímabil í boltanum?Guðjón Pétur Lýðsson fagnar Íslandsmeistaratitlinum með félögum sínum í Val.Vísir/EyþórEkki ánægður með val Pepsi-markanna„Nei. Ég hef átt mörg góð tímabil en held ég fái ekki alltaf athyglina því ég er svo mikið í stoðsendingunum og hjálparsendingunum sem leiða að marki. Ég vil meina að ég sé svolítill Iniesta. Það var ekki vitað að hann væri góður fyrr en hann var orðinn 28 ára. Markmiðið hefur alltaf verið að koma að í kringum 15-20 mörkum. Ég held ég hafi komið að 19 mörkum í sumar og kom að 21 marki hjá Blikum á sínum tíma þannig að ég hef átt nokkur góð tímabil. Ég held ég sé mjög vanmetinn og það er grín að ég sé ekki í liði ársins í Pepsi-mörkunum en það er gott grín.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Sjá meira
Álftnesingurinn Guðjón Pétur Lýðsson átti frábært tímabil með Íslandsmeisturum Vals í sumar. Hann er búinn að vera lengi í bransanum og gengið í gegnum ýmislegt og fyrsti Íslandsmeistaratitill hans var því sætur. Síðustu ár hafa ekki verið auðveld fyrir Guðjón Pétur því hann greindist með sáraristilbólgu fyrir nokkrum árum og því var tvísýnt með framhaldið í boltanum.Barátta í tvö ár „Er ég kom heim frá Svíþjóð þá greindist ég með þennan sjúkdóm. Það er smá vesen. Ég þurfti að berjast við það í um tvö ár og hef ekki fundið fyrir neinu síðan,“ segir Guðjón en þetta er bólga í yfirborðsslímhúð ristils sem veldur þar sárum og blæðingum. Sjúkdómurinn er langvarandi og kemur í köstum en þess á milli er sjúklingur einkennalaus. Köstin einkennast af blóðugum, slímkenndum niðurgangi með eða án magaverkja að því er fram kemur á doktor.is. „Það hefur verið hörð vinna hjá mér að komast aftur á sama stað og ég var í boltanum fyrir veikindin og það hefur tekist. Síðustu ár hafa verið mjög góð en þetta var ekki gaman. Það þurfti mikið til að komast í gegnum þetta. Ég þurfti mikla hjálp með mataræðið á þessum tíma og það gerði gæfumuninn.“Mataræðið gerði gæfumuninn Þetta er sami sjúkdómur og Darren Fletcher, fyrrverandi leikmaður Man. Utd, var að glíma við en hann komst í gegnum það eins og Guðjón Pétur. „Þetta lýsir sér þannig að maður nær ekki að stýra eigin hægðum og það er erfitt að halda mat niðri. Þar af leiðandi verður mikill næringarskortur og orkuleysi. Ég held það geti ekki margir stundað íþróttir sem eru að glíma við þetta en mér tókst það. Ég samdi við Lukku í Happ og fékk mat á hverjum einasta degi. Ég borðaði hollt og vel. Það gerði meira fyrir mig en einhver lyf sem stöðvuðu þetta á sínum tíma en mataræðið var það sem skipti máli,“ segir miðjumaðurinn en íhugaði hann á einhverjum tímapunkti að hætta í fótbolta er veikindin voru hvað verst?Fór að huga að öðru „Ég var aldrei á því að hætta þó svo ég fengi það frá læknunum að ég ætti að fara að huga að öðrum hlutum. Ég gerði það reyndar og fór að undirbúa aðra hluti í lífinu en fótbolta. Ég fór að smíða og stofnaði tvö fasteignafélög. Fótboltinn á samt allan minn hug og þetta er í raun fyrsta sumarið eftir veikindin sem ég gerði ekkert annað en að spila fótbolta.“ Það er uppgangur hjá Guðjóni og Valsmönnum og hann er strax orðinn spenntur fyrir komandi tímabili á Hlíðarenda. „Vonandi gefum við í og fáum fleiri toppleikmenn og náum að gera betur í Evrópukeppni,“ segir Guðjón en var þetta hans besta tímabil í boltanum?Guðjón Pétur Lýðsson fagnar Íslandsmeistaratitlinum með félögum sínum í Val.Vísir/EyþórEkki ánægður með val Pepsi-markanna„Nei. Ég hef átt mörg góð tímabil en held ég fái ekki alltaf athyglina því ég er svo mikið í stoðsendingunum og hjálparsendingunum sem leiða að marki. Ég vil meina að ég sé svolítill Iniesta. Það var ekki vitað að hann væri góður fyrr en hann var orðinn 28 ára. Markmiðið hefur alltaf verið að koma að í kringum 15-20 mörkum. Ég held ég hafi komið að 19 mörkum í sumar og kom að 21 marki hjá Blikum á sínum tíma þannig að ég hef átt nokkur góð tímabil. Ég held ég sé mjög vanmetinn og það er grín að ég sé ekki í liði ársins í Pepsi-mörkunum en það er gott grín.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó