Guðni vill halda veglegt lokahóf Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. október 2017 10:45 Guðni Bergsson á lokahófi KSÍ á Broadway árið 2007. Með honum á myndinni eru markaskorararnir Ríkharður Daðason og Anthony Karl Gregory. vísir/daníel Guðni Bergsson, formaður KSÍ, mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til þess að svara gagnrýni í Fréttablaðinu í dag. Benedikt Bóas Hinriksson gagnrýndi þar KSÍ fyrir að halda ekkert lokahóf lengur og sagði sambandið vera bákn sem sem væri fjarlægt hinum almenna fótboltaáhugamanni. „Nú eru félögin sjálf með sín lokahóf sem jafnvel eru líka fjáröflun fyrir félögin. Ég sjálfur setti á oddinn að vera með lokahóf en það verður illa gert án aðkomu félaganna,“ sagði Guðni í Bítinu.Viðtalið í heild má heyra hér að neðan.„Ég ræddi þetta fyrir tímabilið við fyrirliða félaganna og forsvarsmann leikmannasamtakanna þar sem var rætt um að koma þessu á. Þó auðvitað með þeim fyrirvara að það væri í samvinnu við félögin í deildinni. KSÍ var tilbúið að koma að þessu en það tókst einhverra hluta vegna ekki að koma þessu á legg með félögunum. Ég myndi vilja setjast niður með félögunum og ræða þetta því mér finnst vera meiri bragur á því að halda veglegt lokahóf.“ Mætingin á völlinn í sumar var ekki nægilega góð og er á niðurleið. „Þetta er líka þróunin á Norðurlöndunum. Við vitum um allar beinu útsendingarnar sem er auðvitað frábær þjónusta og félögin fá veglegar tekjur af því. Ef það er vont veður og leikur í sjónvarpinu hvað velur fólk þá? Félög með góða aðsókn síðustu ár gekk ekki vel og svona mætti áfram telja. Svo hefur verið talað um hækkun miðaverðs. Það eru margir þættir sem spila inn í. Að KSÍ sé eitthvað bákn sem sé ekki í tengslum við veruleikann er eitthvað sem ég vísa á bug.“Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vaktinni á Broadway árið 2007 þar sem lokahófið var haldið á gamla mátann. Hægt er að skoða myndirnar í myndasyrpunni hér að neðan, með því að smella á örvarnar (í tölvu) eða draga myndirnar (í snjallsíma).Hólmfríður Magnússdóttir og Helgi Sigurðsson voru valin best.Davíð Þór Viðarsson var í banastuði.Rakel Hönnudóttir og Matthías Vilhjálmsson voru valin efnilegust.Verðlaunahafarnir brosandi út að eyrum.Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, og Helgi Sigurðsson fara yfir málin.Ásgeir Aron Ásgeirsson í góðum félagsskap.Rikki Daða, Guðni Bergs og Anthony Karl Gregory hafa allir skorað fyrir íslenska landsliðið.Elvar Geir Magnússon þungt hugsi.Magnús Már, með fingur á lofti, og Hörður Snævar Jónsson.Stuðningsmenn KR og Vals taka við verðlaunum fyrir hönd félags síns. Bræðurnir Páll og Jón Bjarni Kristjánsson fyrir miðju en þeir styðja þá svörtu og hvítu.Lið ársins í Landsbankadeild kvenna.Strákarnir á fótbolti.net í banastuði.Lið ársins í karlaboltanum.Helgi Sigurðsson skemmti sér vel með Kristjáni Valdimarssyni.Gummi Ben, Katrín Jóns og Baldur Ingimar Aðalsteinsson með verðlaun sín.Markamaskínur sumarsins með verðlaun sín.Hrefna Jóhannesdóttir raðaði inn mörkunum með KR.Magnús Már Einarsson lék við hvern sinn fingur, jafnvel þumalfingur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til þess að svara gagnrýni í Fréttablaðinu í dag. Benedikt Bóas Hinriksson gagnrýndi þar KSÍ fyrir að halda ekkert lokahóf lengur og sagði sambandið vera bákn sem sem væri fjarlægt hinum almenna fótboltaáhugamanni. „Nú eru félögin sjálf með sín lokahóf sem jafnvel eru líka fjáröflun fyrir félögin. Ég sjálfur setti á oddinn að vera með lokahóf en það verður illa gert án aðkomu félaganna,“ sagði Guðni í Bítinu.Viðtalið í heild má heyra hér að neðan.„Ég ræddi þetta fyrir tímabilið við fyrirliða félaganna og forsvarsmann leikmannasamtakanna þar sem var rætt um að koma þessu á. Þó auðvitað með þeim fyrirvara að það væri í samvinnu við félögin í deildinni. KSÍ var tilbúið að koma að þessu en það tókst einhverra hluta vegna ekki að koma þessu á legg með félögunum. Ég myndi vilja setjast niður með félögunum og ræða þetta því mér finnst vera meiri bragur á því að halda veglegt lokahóf.“ Mætingin á völlinn í sumar var ekki nægilega góð og er á niðurleið. „Þetta er líka þróunin á Norðurlöndunum. Við vitum um allar beinu útsendingarnar sem er auðvitað frábær þjónusta og félögin fá veglegar tekjur af því. Ef það er vont veður og leikur í sjónvarpinu hvað velur fólk þá? Félög með góða aðsókn síðustu ár gekk ekki vel og svona mætti áfram telja. Svo hefur verið talað um hækkun miðaverðs. Það eru margir þættir sem spila inn í. Að KSÍ sé eitthvað bákn sem sé ekki í tengslum við veruleikann er eitthvað sem ég vísa á bug.“Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vaktinni á Broadway árið 2007 þar sem lokahófið var haldið á gamla mátann. Hægt er að skoða myndirnar í myndasyrpunni hér að neðan, með því að smella á örvarnar (í tölvu) eða draga myndirnar (í snjallsíma).Hólmfríður Magnússdóttir og Helgi Sigurðsson voru valin best.Davíð Þór Viðarsson var í banastuði.Rakel Hönnudóttir og Matthías Vilhjálmsson voru valin efnilegust.Verðlaunahafarnir brosandi út að eyrum.Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, og Helgi Sigurðsson fara yfir málin.Ásgeir Aron Ásgeirsson í góðum félagsskap.Rikki Daða, Guðni Bergs og Anthony Karl Gregory hafa allir skorað fyrir íslenska landsliðið.Elvar Geir Magnússon þungt hugsi.Magnús Már, með fingur á lofti, og Hörður Snævar Jónsson.Stuðningsmenn KR og Vals taka við verðlaunum fyrir hönd félags síns. Bræðurnir Páll og Jón Bjarni Kristjánsson fyrir miðju en þeir styðja þá svörtu og hvítu.Lið ársins í Landsbankadeild kvenna.Strákarnir á fótbolti.net í banastuði.Lið ársins í karlaboltanum.Helgi Sigurðsson skemmti sér vel með Kristjáni Valdimarssyni.Gummi Ben, Katrín Jóns og Baldur Ingimar Aðalsteinsson með verðlaun sín.Markamaskínur sumarsins með verðlaun sín.Hrefna Jóhannesdóttir raðaði inn mörkunum með KR.Magnús Már Einarsson lék við hvern sinn fingur, jafnvel þumalfingur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira