Handbolti

Bikarmeistararnir mæta Valskonum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stjarnan hefur orðið bikarmeistari tvö ár í röð.
Stjarnan hefur orðið bikarmeistari tvö ár í röð. vísir/andri marinó
Valur og Stjarnan mætast í stórleik 16-liða úrslita Coca-Cola bikars kvenna í handbolta. Dregið var í Ægisgarði í dag.

Stjörnukonur hafa unnið bikarkeppnina undanfarin tvö ár og fá alvöru próf strax í 16-liða úrslitum.

Leikur Vals og Stjörnunnar er eini úrvalsdeildarslagurinn í 16-liða úrslitunum. Fram situr hjá. Leikirnir í 16-liða úrslitunum fara fram 10.-11. nóvember.

Einnig var dregið í 32-liða úrslit Coca-Cola bikars karla í dag.

Stærsti leikurinn er á milli ÍR og Stjörnunnar og þá mætast Víkingur og Fjölnir. Bikarmeistarar Vals, FH, ÍBV, Selfoss, Fram, Grótta, Þróttur R. og Haukar sátu hjá.

Leikirnir í 32-liða úrslitum fara fram 9.-10. nóvember.

16-liða úrslit í Coca Cola-bikar kvenna:

ÍR – Víkingur

Valur – Stjarnan

Afturelding – Haukar

Fylkir – ÍBV

HK - Selfoss 

KA/Þór – FH

Fjölnir – Grótta

32-liða úrslit í Coca Cola-bikar karla:

Mílan – KA

Víkingur – Fjölnir

Þróttur Vogum – Fjölnir 2

ÍH – Akureyri

Kórdrengirnir – HK

ÍR – Stjarnan

Valur 2 – Hvíti Riddarinn

ÍBV 2 – Afturelding




Fleiri fréttir

Sjá meira


×