Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 56.-67. sæti eftir fyrsta hringinn á Swinging Skirts mótinu í Tævan. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi.
Ólafía lék fyrsta hringinn á fjórum höggum yfir pari.
Hún var á einu höggi yfir pari eftir fyrri níu holurnar en spilaði seinni níu á þremur höggum yfir pari. Skrambi á 5. holu setti stórt strik í reikning Ólafíu sem þarf að spila betur á morgun.
Eun-Hee Ji frá Suður-Kóreu er í forystu en hún lék fyrsta hringinn á sex höggum undir pari. Hún er með þriggja högga forystu á löndu sína, Sei Young Kim, Ariya Jutanugarn frá Tælandi og Megan Khang frá Bandaríkjunum.
Mótið í Tævan er 23. mótið sem Ólafía tekur þátt í á LPGA-mótaröðinni í ár.
