Man. Utd er með fullt hús á toppi A-riðils eftir 0-1 sigur á Benfica í kvöld.
Leikurinn var ekki mikið fyrir augað en Man. Utd komst yfir með fáranlegu marki. Rashford tók aukaspyrnu utan af kanti. Sá að yngsti markvörðurinn í sögu Meistaradeildarinnar, Mile Svilar, stóð svolítið framarlega og skaut að marki. Hinn ungi Svilar varði en bakkaði með boltann inn í netið. Hrikalega klaufalegt.
United hefur gert vel í því að halda marki sínu hreinu í vetur og það klikkaði ekkert í kvöld. Ekkert sérstaklega fallegur sigur en þriðji sigurinn í þrem leikjum í Meistaradeildinni í vetur.
United því með 9 stig á toppi riðilsins en Basel er í öðru sæti með 6 stig.
