Fékk bæði verðlaun og eigin bók í hendur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. október 2017 10:15 "Mig langaði að skrifa hressa og skemmtilega bók um alvarleg málefni,“ segir Elísa. Vísir/Eyþór Árnason Mig langaði að skrifa bók sem væri hressandi og skemmtileg þó hún fjallaði um alvarleg málefni og held að mér hafi tekist það. Að minnsta kosti kom fram að krakkarnir í dómnefndinni hefðu verið ánægðir með hana,“ segir Elísa Jóhannsdóttir sem hlaut í gær Íslensku barnabókaverðlaunin 2017. Verðlaunasagan, Er ekki allt í lagi með þig?, kom líka út í gær hjá Forlaginu, svo Elísa var að vonum glöð. „Þetta var frábær dagur, bæði að fá verðlaun og eigin bók í hendur,“ segir hún og bætir við: „Ég reiknaði ekki með að vinna. Sagan er miðuð við lesendur í 8. til 10. bekk, það er að segja fjórtán til sextán ára, og ég var ekki viss um að unglingabókarhandrit félli í kramið.“ Er ekki allt í lagi með þig? er fyrsta höfundarverk Elísu sem kemur út en hún lumar á ýmsu efni í skúffunni, meðal annars handriti að barnabók, að eigin sögn. Auk þess hefur hún þýtt eina bók, Villt heitir hún. Um söguþráð nýju bókarinnar segir Elísa: „Ragnheiður er stelpa sem flytur til Íslands frá Bandaríkjunum þar sem hún hefur alist upp. Hún hefur verið lögð í einelti og glímir við námsörðugleika og foreldravandamál. Kynnist strax Heklu sem er vinsæl fótboltastelpa og valdamikil í skólanum. Hekla kynnir hana fyrir fleirum en svo fer Ragnheiður að átta sig á því að Hekla er ekki öll þar sem hún er séð.“ Í umsögn dómnefndar segir: Er allt í lagi með þig? er skemmtileg og spennandi unglingasaga í hæsta gæðaflokki sem fjallar á nýstárlegan hátt um einelti frá sjónarhóli bæði gerenda og þolenda.“Æsa Guðrún Bjarnadóttir, ritstjóri hjá Forlaginu, færði Elísu verðlaunaskjalið.Spurð hvort um eigin hugarsmíð sé að ræða eða hvort hún byggi söguþráðinn á sönnum atburðum svarar Elísa: „Sagan er algerlega út úr eigin hugskoti. Ég var reyndar lögð í einelti sjálf þegar ég var barn, en bara í stuttan tíma því foreldrar mínir tóku mig úr skólanum sem ég var beitt því í, af því að þar var ekkert gert í málunum. En bókin er ekki síður skrifuð út frá reynslu gerenda eineltis og annarra sem taka þátt í því óbeint.“ Hún tekur fram að einelti sé ekki endilega aðalatriði bókarinnar heldur eitt af nokkrum umfjöllunarefnum svo sem að byrja í nýjum skóla og eignast vini, hvernig maður stendur með sjálfum sér og tekst á við vandamál tengd foreldrum. Elísa kveðst vera Reykvíkingur að uppruna en einnig hafa búið á Höfn í Hornafirði og í Danmörku. Hún er í fæðingarorlofi núna en er markaðs- og kynningarstjóri hjá Háskóla Íslands. „Ég byrjaði á verðlaunabókinni fyrir fimm árum og er búin að taka skorpur í henni, til dæmis í síðasta fæðingarorlofi, svo lauk ég henni í þessu orlofi.“ Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Mig langaði að skrifa bók sem væri hressandi og skemmtileg þó hún fjallaði um alvarleg málefni og held að mér hafi tekist það. Að minnsta kosti kom fram að krakkarnir í dómnefndinni hefðu verið ánægðir með hana,“ segir Elísa Jóhannsdóttir sem hlaut í gær Íslensku barnabókaverðlaunin 2017. Verðlaunasagan, Er ekki allt í lagi með þig?, kom líka út í gær hjá Forlaginu, svo Elísa var að vonum glöð. „Þetta var frábær dagur, bæði að fá verðlaun og eigin bók í hendur,“ segir hún og bætir við: „Ég reiknaði ekki með að vinna. Sagan er miðuð við lesendur í 8. til 10. bekk, það er að segja fjórtán til sextán ára, og ég var ekki viss um að unglingabókarhandrit félli í kramið.“ Er ekki allt í lagi með þig? er fyrsta höfundarverk Elísu sem kemur út en hún lumar á ýmsu efni í skúffunni, meðal annars handriti að barnabók, að eigin sögn. Auk þess hefur hún þýtt eina bók, Villt heitir hún. Um söguþráð nýju bókarinnar segir Elísa: „Ragnheiður er stelpa sem flytur til Íslands frá Bandaríkjunum þar sem hún hefur alist upp. Hún hefur verið lögð í einelti og glímir við námsörðugleika og foreldravandamál. Kynnist strax Heklu sem er vinsæl fótboltastelpa og valdamikil í skólanum. Hekla kynnir hana fyrir fleirum en svo fer Ragnheiður að átta sig á því að Hekla er ekki öll þar sem hún er séð.“ Í umsögn dómnefndar segir: Er allt í lagi með þig? er skemmtileg og spennandi unglingasaga í hæsta gæðaflokki sem fjallar á nýstárlegan hátt um einelti frá sjónarhóli bæði gerenda og þolenda.“Æsa Guðrún Bjarnadóttir, ritstjóri hjá Forlaginu, færði Elísu verðlaunaskjalið.Spurð hvort um eigin hugarsmíð sé að ræða eða hvort hún byggi söguþráðinn á sönnum atburðum svarar Elísa: „Sagan er algerlega út úr eigin hugskoti. Ég var reyndar lögð í einelti sjálf þegar ég var barn, en bara í stuttan tíma því foreldrar mínir tóku mig úr skólanum sem ég var beitt því í, af því að þar var ekkert gert í málunum. En bókin er ekki síður skrifuð út frá reynslu gerenda eineltis og annarra sem taka þátt í því óbeint.“ Hún tekur fram að einelti sé ekki endilega aðalatriði bókarinnar heldur eitt af nokkrum umfjöllunarefnum svo sem að byrja í nýjum skóla og eignast vini, hvernig maður stendur með sjálfum sér og tekst á við vandamál tengd foreldrum. Elísa kveðst vera Reykvíkingur að uppruna en einnig hafa búið á Höfn í Hornafirði og í Danmörku. Hún er í fæðingarorlofi núna en er markaðs- og kynningarstjóri hjá Háskóla Íslands. „Ég byrjaði á verðlaunabókinni fyrir fimm árum og er búin að taka skorpur í henni, til dæmis í síðasta fæðingarorlofi, svo lauk ég henni í þessu orlofi.“
Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira