Óli Kalli: Óli Jóh sagði að ég væri góður í fótbolta og snarklikkaður Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. október 2017 19:15 Ólafur Karl Finsen skrifaði undir þriggja ára samning við Valsmenn seinni partinn en hann er ekki einu sinni búinn að lesa yfir samninginn sem hann skrifaði undir. „Tilfinningin er skrítin en líka mjög góð enda stór klúbbur. Ég er mjög ánægður að vera kominn í Val,“ sagði Ólafur Karl er hann var nýbúinn að fara í Valstreyjuna í fyrsta skipti. Það er óhætt að segja að aðdragandinn að þessum félagaskiptum hafi ekki verið langur. „Það var bara í morgun sem ég ákvað að koma í Val. Ég hafði heyrt út undan mér að þeir hefðu áhuga. Óli Jóh vakti mig síðan klukkan ellefu í morgun. Ég vissi að honum fyndist ég vera góður í fótbolta en þegar hann sagði að ég væri góður í fótbolta og snarklikkaður, það er góð blanda, þá var þetta eiginlega selt,“ segir Ólafur Karl og brosir er hann fer í gegnum þennan viðburðarríka dag. „Þetta var eiginlega bara setningin: He had me at hello.“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, sagði á blaðamannafundinum að Valsmenn hefðu reynt að fá Ólaf til sín í sumar en það hefði ekki gengið þá. „Ég vissi af því en ég vissi ekki hversu mikil alvara var í því. Ég vissi ekkert hvað fór fram.“ Ólafur Karl er mikill Stjörnumaður og viðurkennir fúslega að það sé ekki auðvelt að yfirgefa uppeldisfélagið. „Auðvitað er sárt að fara frá Stjörnunni en svona er lífið. Stundum eru sambönd búin þó svo manni þyki vænt um hinn aðilann. Þá þarf það samt að enda. Stundum er það bara þannig. Svona er líka fótboltinn og þetta er ekkert persónulegt,“ segir þessi litríki leikmaður en er hann ósáttur við viðskilnaðinn við Stjörnuna? „Nei, í rauninni ekki. Ég er ánægður með minn tíma þar. Auðvitað hefði ég viljað að margt hefði farið öðruvísi. Það sem að misfórst get ég eiginlega tekið allt á mig. Ég hef ekkert slæmt að segja um neinn hjá Stjörnunni og maður lifir og lærir.“ Ólafur segist vera spenntur fyrir komandi tækifærum með Valsmönnum. Svo spenntur að hann skrifaði undir samninginn án þess að lesa hann yfir. „Ég er ekki búinn að lesa yfir samninginn en fótboltinn hérna heillar mig mikið. Ég á eftir að lesa í samningnum hvað hann er langur. Ef ég les hann þá yfir. Ég er mjög leslatur,“ sagði Ólafur léttur. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Handbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Sjá meira
Ólafur Karl Finsen skrifaði undir þriggja ára samning við Valsmenn seinni partinn en hann er ekki einu sinni búinn að lesa yfir samninginn sem hann skrifaði undir. „Tilfinningin er skrítin en líka mjög góð enda stór klúbbur. Ég er mjög ánægður að vera kominn í Val,“ sagði Ólafur Karl er hann var nýbúinn að fara í Valstreyjuna í fyrsta skipti. Það er óhætt að segja að aðdragandinn að þessum félagaskiptum hafi ekki verið langur. „Það var bara í morgun sem ég ákvað að koma í Val. Ég hafði heyrt út undan mér að þeir hefðu áhuga. Óli Jóh vakti mig síðan klukkan ellefu í morgun. Ég vissi að honum fyndist ég vera góður í fótbolta en þegar hann sagði að ég væri góður í fótbolta og snarklikkaður, það er góð blanda, þá var þetta eiginlega selt,“ segir Ólafur Karl og brosir er hann fer í gegnum þennan viðburðarríka dag. „Þetta var eiginlega bara setningin: He had me at hello.“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, sagði á blaðamannafundinum að Valsmenn hefðu reynt að fá Ólaf til sín í sumar en það hefði ekki gengið þá. „Ég vissi af því en ég vissi ekki hversu mikil alvara var í því. Ég vissi ekkert hvað fór fram.“ Ólafur Karl er mikill Stjörnumaður og viðurkennir fúslega að það sé ekki auðvelt að yfirgefa uppeldisfélagið. „Auðvitað er sárt að fara frá Stjörnunni en svona er lífið. Stundum eru sambönd búin þó svo manni þyki vænt um hinn aðilann. Þá þarf það samt að enda. Stundum er það bara þannig. Svona er líka fótboltinn og þetta er ekkert persónulegt,“ segir þessi litríki leikmaður en er hann ósáttur við viðskilnaðinn við Stjörnuna? „Nei, í rauninni ekki. Ég er ánægður með minn tíma þar. Auðvitað hefði ég viljað að margt hefði farið öðruvísi. Það sem að misfórst get ég eiginlega tekið allt á mig. Ég hef ekkert slæmt að segja um neinn hjá Stjörnunni og maður lifir og lærir.“ Ólafur segist vera spenntur fyrir komandi tækifærum með Valsmönnum. Svo spenntur að hann skrifaði undir samninginn án þess að lesa hann yfir. „Ég er ekki búinn að lesa yfir samninginn en fótboltinn hérna heillar mig mikið. Ég á eftir að lesa í samningnum hvað hann er langur. Ef ég les hann þá yfir. Ég er mjög leslatur,“ sagði Ólafur léttur. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Handbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki