Dekk frá Kóreu og Póllandi komu á óvart í vetrardekkjaprófun FÍB Finnur Thorlacius skrifar 16. október 2017 11:20 Vetur konungur nálgast og rétt að fara að huga að vetrardekkjunum. Hin árlega vetrardekkjaprófun FÍB sem birtist ávallt á þessum tíma árs liggur nú fyrir. Nú er vetur konungur á leiðinni og því ærin ástæða til að huga að ástandi hjólbarða en þeir eru einn af mikilvægustu öryggisþáttum bílsins. Dekkjaframleiðendurnir Continental, Nokian og Goodyear koma eins og jafnan vel út úr þessari prófun ásamt fleirum eins og Hankook. Þeir framleiðendur, sem skoruðu hvað hæst í prófuninni, hafa lengi verið að þróa dekk sem vinna vel við erfiðar aðstæður sem lögð var þung áhersla á í þessari könnun. Kóreanski framleiðandinn Hankook tekur annað sætið hvað negldu dekkin áhrærir og Sava dekkin frá Póllandi koma mjög á óvart og lentu í öðru sæti yfir ónegldu dekkin. Continental kemur einstaklega vel frá þessari stóru vetrarprófun og hafnar í efsta sæti, bæði hvað varðar negldu og ónegldu dekkin. Í prófuninni koma tvær dekkjategundir frá Kóreu og Póllandi mjög á óvart þegar lítur að gæðum. Prófunin að þessu sinni undirstrikar að dekkjaframleiðendur leggja mun meiri áhersla á en áður að þróa hágæða vetrardekk fyrir norrænar aðstæður. Bæði Hankook og Sava koma ennfremur vel út í verðsamanburði og gætu því verið góður kostur fyrir kaupendur. Dekkin frá þessum framleiðendum stóðust prófanir í akstri í snjó og á ís. Framboð á dekkjum er meira núna en oft áður. Samkeppnin á þessu markaði er alltaf að harðna, kröfurnar eru meiri, kaupendur fylgjast vel með og hafa meiri aðgang að upplýsingum sem auðvelda alla ákvarðanatöku. Það eru góðar fréttir fyrir kaupendur að úrvalið er að aukast og hægt er að finna gæða-vetrarhjólbarða á góðu verði sem ekki var reyndin fyrir nokkrum árum. Það skiptir máli í þessu sem öðru er að gefa sér tíma og skoða vel það sem í boði er. Þegar upp er staðið geta neytendur sparað sér verulegar upphæðir með því að skoða hvað hjólbarðaverkstæðin eru að bjóða. Það auðveldar þessa vinnu að flest þeirra eru með góðar upplýsingar á heimasíðum sínum og það sparar mikinn tíma. Einnig er félagsmönnum í FÍB bent á að að nýta sér afslætti sem FÍB hefur samið um við marga hjólbarðasala í landinu. Mikill munur getur verið á vetrardekkjum undir bílinn á milli hjólbarðasala. Munurinn getur numið þúsundum króna og því getur það skipt fjölskylduna verulegu máli að skoða þessi mál gaumgæfilega áður en farið er út í dekkjakaupin. Um allan heim hefur þróunin verið sú síðustu ár að hjólbarðasalan fer í auknum mæli fram á netinu. Evrópubúar hafa verið hvað duglegastir að nýta sér þetta og hérlendis fer netverslunum stöðugt fjölgandi. Dekkin eru það stór öryggisþáttur að brýnt er að skoða vel alla þá kosti sem í boði eru. Á Íslandi geta aðstæður verið ansi misjafnar eftir svæðum. Sumstaðar eru vegir snævi þaktir og svell liggur yfir þeim lungann úr vetrinum. Á sama tíma eru vegir á sunnanverðu landi oft meira og minna greiðfærir. Þetta verða neytendur að hafa í huga við hjólbarðakaupin. Þessi vetrarkönnun sýnir enn eina ferðina að þar sem ísing og svell liggja á vegum þá er langöruggast að vera á negldum dekkjum. Í könnunni kemur einnig fram að neytendur sem búa á svæði þar sem er sjaldan snjór eða ís á vegum getur reynst vel að kaupa dekk sem virka best á blautu malbiki. Í könnuninni að þessu sinni voru kínversk dekk prófuð sem ennþá eiga nokkuð í land að blanda sér í baráttuna við bestu dekkin. Gæði þessara dekkja eru samt ávallt að aukast og þau koma vel út í öllum verðsamanburði. Annars er það eftirtektavert og kemur fram í könnuninni að stórir dekkjaframleiðendur eru í vaxandi mæli að byggja verksmiðjur í Rússlandi með það markmið að spara allan framleiðslukostnað. Eins og áður er afar brýnt að dekkjakaupendur einblíni ekki um of á niðurstöður úr könnuninni því ekki er víst að dekkin sem koma best út, henti best við staðbundin akstursskilyrði á hverju landsvæði. Kaupendur eiga alltaf að velja dekk með hliðsjón af akstursskilyrðum sem þeir eru vanir og eru ríkjandi á þeirra svæðum. Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent
Hin árlega vetrardekkjaprófun FÍB sem birtist ávallt á þessum tíma árs liggur nú fyrir. Nú er vetur konungur á leiðinni og því ærin ástæða til að huga að ástandi hjólbarða en þeir eru einn af mikilvægustu öryggisþáttum bílsins. Dekkjaframleiðendurnir Continental, Nokian og Goodyear koma eins og jafnan vel út úr þessari prófun ásamt fleirum eins og Hankook. Þeir framleiðendur, sem skoruðu hvað hæst í prófuninni, hafa lengi verið að þróa dekk sem vinna vel við erfiðar aðstæður sem lögð var þung áhersla á í þessari könnun. Kóreanski framleiðandinn Hankook tekur annað sætið hvað negldu dekkin áhrærir og Sava dekkin frá Póllandi koma mjög á óvart og lentu í öðru sæti yfir ónegldu dekkin. Continental kemur einstaklega vel frá þessari stóru vetrarprófun og hafnar í efsta sæti, bæði hvað varðar negldu og ónegldu dekkin. Í prófuninni koma tvær dekkjategundir frá Kóreu og Póllandi mjög á óvart þegar lítur að gæðum. Prófunin að þessu sinni undirstrikar að dekkjaframleiðendur leggja mun meiri áhersla á en áður að þróa hágæða vetrardekk fyrir norrænar aðstæður. Bæði Hankook og Sava koma ennfremur vel út í verðsamanburði og gætu því verið góður kostur fyrir kaupendur. Dekkin frá þessum framleiðendum stóðust prófanir í akstri í snjó og á ís. Framboð á dekkjum er meira núna en oft áður. Samkeppnin á þessu markaði er alltaf að harðna, kröfurnar eru meiri, kaupendur fylgjast vel með og hafa meiri aðgang að upplýsingum sem auðvelda alla ákvarðanatöku. Það eru góðar fréttir fyrir kaupendur að úrvalið er að aukast og hægt er að finna gæða-vetrarhjólbarða á góðu verði sem ekki var reyndin fyrir nokkrum árum. Það skiptir máli í þessu sem öðru er að gefa sér tíma og skoða vel það sem í boði er. Þegar upp er staðið geta neytendur sparað sér verulegar upphæðir með því að skoða hvað hjólbarðaverkstæðin eru að bjóða. Það auðveldar þessa vinnu að flest þeirra eru með góðar upplýsingar á heimasíðum sínum og það sparar mikinn tíma. Einnig er félagsmönnum í FÍB bent á að að nýta sér afslætti sem FÍB hefur samið um við marga hjólbarðasala í landinu. Mikill munur getur verið á vetrardekkjum undir bílinn á milli hjólbarðasala. Munurinn getur numið þúsundum króna og því getur það skipt fjölskylduna verulegu máli að skoða þessi mál gaumgæfilega áður en farið er út í dekkjakaupin. Um allan heim hefur þróunin verið sú síðustu ár að hjólbarðasalan fer í auknum mæli fram á netinu. Evrópubúar hafa verið hvað duglegastir að nýta sér þetta og hérlendis fer netverslunum stöðugt fjölgandi. Dekkin eru það stór öryggisþáttur að brýnt er að skoða vel alla þá kosti sem í boði eru. Á Íslandi geta aðstæður verið ansi misjafnar eftir svæðum. Sumstaðar eru vegir snævi þaktir og svell liggur yfir þeim lungann úr vetrinum. Á sama tíma eru vegir á sunnanverðu landi oft meira og minna greiðfærir. Þetta verða neytendur að hafa í huga við hjólbarðakaupin. Þessi vetrarkönnun sýnir enn eina ferðina að þar sem ísing og svell liggja á vegum þá er langöruggast að vera á negldum dekkjum. Í könnunni kemur einnig fram að neytendur sem búa á svæði þar sem er sjaldan snjór eða ís á vegum getur reynst vel að kaupa dekk sem virka best á blautu malbiki. Í könnuninni að þessu sinni voru kínversk dekk prófuð sem ennþá eiga nokkuð í land að blanda sér í baráttuna við bestu dekkin. Gæði þessara dekkja eru samt ávallt að aukast og þau koma vel út í öllum verðsamanburði. Annars er það eftirtektavert og kemur fram í könnuninni að stórir dekkjaframleiðendur eru í vaxandi mæli að byggja verksmiðjur í Rússlandi með það markmið að spara allan framleiðslukostnað. Eins og áður er afar brýnt að dekkjakaupendur einblíni ekki um of á niðurstöður úr könnuninni því ekki er víst að dekkin sem koma best út, henti best við staðbundin akstursskilyrði á hverju landsvæði. Kaupendur eiga alltaf að velja dekk með hliðsjón af akstursskilyrðum sem þeir eru vanir og eru ríkjandi á þeirra svæðum.
Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent