Syndaferðir með fagmönnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. október 2017 07:00 Það er stór misskilningur að druslugangan eða „The walk of shame“ sé versta ferðalagið eftir kvöld þegar mennirnir voru hittir. Þetta benda konur þessa lands árlega á með sjálfri Druslugöngunni enda kemur engum við hvað þú varst að gera í gærkvöldi og með hverjum. Syndaferðin, daginn eftir, er ekki að koma sér heim eftir slíkt kvöld heldur að ná í blessaðan bílinn. Hann hefur staðið einhvers staðar víðs fjarri heimili manns, aleinn og yfirgefinn, og skilur ekkert hvers vegna hann fékk ekki að gista heima um nóttina. Oftar en ekki er sjálfrennireiðin það langt í burtu að maður nennir ekki að rölta að honum og helst vill maður ekki hringja í einhvern og fá skutl að honum; félaga eða foreldra. Það þurfa ekkert allir að vita um fundinn með mönnunum. Þegar staðan er svona á sunnudagsmorgni rífur maður oft upp símtólið og hringir á atvinnumenn í akstri, svokallaða leigubílstjóra. Það er náttúrlega toppurinn á skömminni að vera svo illa skipulagður að veislan heldur áfram að kosta eftir að þú vaknar næsta dag. Ég hef samt alveg lúmskt gaman að þessum ferðum því á þessum tíma er gamli skólinn á vaktinni; heldri menn og reynsluboltar í faginu sem klæða sig upp á áður en þeir fara að skutla syndaselum þvers og kruss um borgina í misjöfnu ástandi eftir nóttina. Þetta eru menn sem bjóða góðan daginn með virktum og lesa strax hvort þú sért í stuði fyrir samtal eða ekki. Þeir nota ekki GPS-tæki enda gætu þeir ekið um gjörvallt höfuðborgarsvæðið blindandi. Syndaferðin er aldrei góð en hún er strax betri með svona fagmönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun
Það er stór misskilningur að druslugangan eða „The walk of shame“ sé versta ferðalagið eftir kvöld þegar mennirnir voru hittir. Þetta benda konur þessa lands árlega á með sjálfri Druslugöngunni enda kemur engum við hvað þú varst að gera í gærkvöldi og með hverjum. Syndaferðin, daginn eftir, er ekki að koma sér heim eftir slíkt kvöld heldur að ná í blessaðan bílinn. Hann hefur staðið einhvers staðar víðs fjarri heimili manns, aleinn og yfirgefinn, og skilur ekkert hvers vegna hann fékk ekki að gista heima um nóttina. Oftar en ekki er sjálfrennireiðin það langt í burtu að maður nennir ekki að rölta að honum og helst vill maður ekki hringja í einhvern og fá skutl að honum; félaga eða foreldra. Það þurfa ekkert allir að vita um fundinn með mönnunum. Þegar staðan er svona á sunnudagsmorgni rífur maður oft upp símtólið og hringir á atvinnumenn í akstri, svokallaða leigubílstjóra. Það er náttúrlega toppurinn á skömminni að vera svo illa skipulagður að veislan heldur áfram að kosta eftir að þú vaknar næsta dag. Ég hef samt alveg lúmskt gaman að þessum ferðum því á þessum tíma er gamli skólinn á vaktinni; heldri menn og reynsluboltar í faginu sem klæða sig upp á áður en þeir fara að skutla syndaselum þvers og kruss um borgina í misjöfnu ástandi eftir nóttina. Þetta eru menn sem bjóða góðan daginn með virktum og lesa strax hvort þú sért í stuði fyrir samtal eða ekki. Þeir nota ekki GPS-tæki enda gætu þeir ekið um gjörvallt höfuðborgarsvæðið blindandi. Syndaferðin er aldrei góð en hún er strax betri með svona fagmönnum.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun