Kínverski táningurinn Li Linqiang varð í dag yngsti kylfingurinn til þess að komast í gegnum niðurskurð á Áskorendamótaröðinni.
Linqiang er aðeins 13 ára gamall en verður 14 ára í næsta mánuði. Hann komst í gegnum niðurskurðinn á Hainan Open.
Fyrri hringinn lék hann á 69 höggum og fylgdi því eftir með hring upp á 75 högg í dag. Það dugði til þess að komast áfram.
Það verður áhugavert að fylgjast með honum um helgina.
Þrettán ára undrabarn komst í gegnum niðurskurð á atvinnumannamóti
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið







Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga
Íslenski boltinn



Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni
Íslenski boltinn