Handbolti

Ragnheiður skoraði 15 mörk á Selfossi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ragnheiður var í stuði gegn Selfossi.
Ragnheiður var í stuði gegn Selfossi. vísir/eyþór
Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði 15 mörk þegar Fram vann öruggan sigur á Selfossi, 23-34, í Olís-deild kvenna í kvöld.

Með sigrinum fór Fram upp í 2. sæti deildarinnar. Íslandsmeistararnir eru með sex stig, einu stigi minna en topplið Vals. Selfoss er hins vegar í 5. sæti deildarinnar með fjögur stig.

Eftir jafnar upphafsmínútur náði Fram yfirhöndinni um miðjan fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 13-18, Fram í vil, og í seinni hálfleik jókst munurinn bara. Á endanum munaði 11 mörkum á liðunum, 23-34.

Ragnheiður skoraði sem áður sagði 15 mörk fyrir Fram. Þórey Rósa Stefánsdóttir kom næst með sjö mörk.

Hulda Dís Þrastardóttir var markahæst í liði Selfoss með sex mörk.

Mörk Selfoss:

Hulda Dís Þrastardóttir, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 4/1, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 3, Arna Kristín Einarsdóttir 3, Perla Ruth Albertsdóttir 3, Katla María Magnúsdóttir 2, Elva Rún Óskarsdóttir 1, Karla Björg Ómarsdóttir 1.

Mörk Fram:

Ragnheiður Júlíusdóttir 15/4, Þórey Rósa Stefánsdóttir 7, Elísabet Gunnarsdóttir 3, Marthe Sördal 1, Hildur Þorgeirsdóttir 2, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2, Arna Þyrí Ólafsdóttir 1, Lena Margrét Valdimarsdóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×