Það er ekkert kvennalið í golfi í skólanum í Lunenburg, Massachusetts þar sem að Emily Nash stundar nám. Hún hefur því fengið að keppa með strákunum.
Emily gerði sér lítið fyrir og vann Central Massachusetts Division 3 golfmótið á dögunum og slá þá við öllum strákunum.
Að sjálfsögðu var bikar í verðlaun fyrir sigurinn og sigurvegarinn fékk líka þátttökurétt á fylkismótinu. Það er ef hann var strákur.
Emily Nash fékk hvorki bikarinn eða má keppa á Massachusetts fylkismótinu því samkvæmt reglunum þá mátti hún í raun ekki keppa á þessu strákamót.
#lpga star Brittany Altomare supports Emily Nash, who did not win the #miaa CMass D3 golf title because she's a girlhttps://t.co/pYbcl5TT1Upic.twitter.com/lGDlGcFr5p
— Telegram & Gazette (@telegramdotcom) October 26, 2017
„Ég var að sjálfsögðu mjög vonsvikin en ég skil það að við þurfum að fylgja reglunum,“ sagði Emily Nash í viðtali við Telegram & Gazette sem fjallar um málið.
Strákurinn sem varð annar í mótinu og fékk bikarinn bauðst til að láta Emily fá bikarinn sem hún hafði með réttu unnið.