Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er gengin í raðir Breiðabliks frá FH.
Karólína þykir mikið efni en þrátt fyrir að vera aðeins 16 ára gömul hefur hún leikið 29 leiki fyrir FH í Pepsi-deildinni.
Karólína lék 15 leiki og skoraði tvö mörk í sumar og hjálpaði FH að setja stigamet hjá félaginu í efstu deild. FH-ingar fengu 23 stig og enduðu í 6. sæti Pepsi-deildarinnar.
Karólína hefur leikið 20 leiki fyrir U-17 ára landslið Íslands og skorað fimm mörk.
Breiðablik endaði í 2. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar, tveimur stigum á eftir meisturum Þórs/KA.
Ein sú efnilegasta til Breiðabliks
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Þórir ráðinn til HSÍ
Handbolti


Tímabilinu líklega lokið hjá Orra
Fótbolti



„Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“
Íslenski boltinn


„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“
Körfubolti

