Ólafía Þórunn valin í Evrópuúrvalið í golfi fyrst Íslendinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2017 11:53 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir heldur áfram að brjóta blað í íslenskri golfsögu en besti kylfingur þjóðarinnar hefur nú verið valin í Evrópuúrvalið í golfi. Ólafía Þórunn er ein af níu kylfingum frá Evrópu sem munu keppa í Drottningabikarnum (The Queens) í ár þar sem úrvalslið evrópskra kylfinga keppir við þrjú önnur úrvalslið kylfinga sem koma frá Japan, Suður-Kóreu og Ástralíu. Keppnin fer fram hjá Miyoshi golfklúbbnum í Nagoya í Japan frá 1. til 3. desember næstkomandi. Siður-Kórea vann þessa keppni í fyrra en Japan vann þegar hún fór fram í fyrsta sinn árið 2015. Evrópska liðið hefur endaði í þriðja sæti bæði árin. Keppnin er með svipuðu fyrirkomulagi og Ryderbikarinn. Í Drottningabikarnum er keppt í átta fjórleikjum fyrsta daginn og í níu tvímenningum annan daginn. Tvö bestu liðin spila til úrslita á þriðja deginum en hin tvö keppa um þriðja sætið.Delighted to announce the LET team for The Queens presented by Kowa staged at Miyoshi CC, Dec 1 - 3. Full release: https://t.co/Tx1wgPgNPhpic.twitter.com/O1iRocqLs3 — Ladies European Tour (@LETgolf) October 25, 2017 Fyrirliði Evrópúrvalsins er Gwladys Nocera frá Frakklandi en auk hennar og Ólafíu eru í liðinu þær Melissa Reid, Florentyna Parker, Annabel Dimmock, Felicity Johnson og Holly Clyburn frá Englandi, Joanna Klatten frá Frakklandi og Carly Booth frá Skotlandi. Þetta er mikill heiður fyrir okkar konu sem hefur verið að skrifa nýja kafla í íslenska golfsögu undanfarna mánuði. Engin annar íslenskur kylfingur hefur komist í svona úrvalslið áður. Golf Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir heldur áfram að brjóta blað í íslenskri golfsögu en besti kylfingur þjóðarinnar hefur nú verið valin í Evrópuúrvalið í golfi. Ólafía Þórunn er ein af níu kylfingum frá Evrópu sem munu keppa í Drottningabikarnum (The Queens) í ár þar sem úrvalslið evrópskra kylfinga keppir við þrjú önnur úrvalslið kylfinga sem koma frá Japan, Suður-Kóreu og Ástralíu. Keppnin fer fram hjá Miyoshi golfklúbbnum í Nagoya í Japan frá 1. til 3. desember næstkomandi. Siður-Kórea vann þessa keppni í fyrra en Japan vann þegar hún fór fram í fyrsta sinn árið 2015. Evrópska liðið hefur endaði í þriðja sæti bæði árin. Keppnin er með svipuðu fyrirkomulagi og Ryderbikarinn. Í Drottningabikarnum er keppt í átta fjórleikjum fyrsta daginn og í níu tvímenningum annan daginn. Tvö bestu liðin spila til úrslita á þriðja deginum en hin tvö keppa um þriðja sætið.Delighted to announce the LET team for The Queens presented by Kowa staged at Miyoshi CC, Dec 1 - 3. Full release: https://t.co/Tx1wgPgNPhpic.twitter.com/O1iRocqLs3 — Ladies European Tour (@LETgolf) October 25, 2017 Fyrirliði Evrópúrvalsins er Gwladys Nocera frá Frakklandi en auk hennar og Ólafíu eru í liðinu þær Melissa Reid, Florentyna Parker, Annabel Dimmock, Felicity Johnson og Holly Clyburn frá Englandi, Joanna Klatten frá Frakklandi og Carly Booth frá Skotlandi. Þetta er mikill heiður fyrir okkar konu sem hefur verið að skrifa nýja kafla í íslenska golfsögu undanfarna mánuði. Engin annar íslenskur kylfingur hefur komist í svona úrvalslið áður.
Golf Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira