ÍBV vann 33-32 sigur á Stjörnunni í Olís deild kvenna í kvöld.
Leikurinn var í járnum allan tímann. Staðan í hálfleik var 17-16 fyrir heimakonur. Liðin skiptust svo á að skora í seinni hálfleik, en ÍBV var alltaf skrefinu á undan.
Sandra Erlingsdóttir var markahæst Eyjakvenna með 9 mörk og Ester Óskarsdóttir skoraði 7.
Hjá Stjörnunni var Ramune Pekarskyte markahæst, einnig með 9 mörk. Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Sólveig Lára Kjærnested og Hanna Guðrún Stefánsdóttir gerðu fimm mörk hver.
ÍBV tyllir sér tímabundið í toppsæti deildarinnar, en Valskonur geta endurheimt það með sigri á Selfossi í kvöld.
