Eigendur Atlantsolíu undirbúa sölu á fyrirtækinu Hörður Ægisson skrifar 25. október 2017 07:30 Atlantsolía rekur 19 sjálfsafgreiðslustöðvar á landinu öllu. vísir/anton brink Eigendur Atlantsolíu, sem rekur nítján sjálfsafgreiðslustöðvar á landinu öllu, kanna nú mögulega sölu á öllu hlutafé fyrirtækisins. Hafa þeir fengið endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækið Deloitte til að undirbúa Atlantsolíu fyrir söluferli, samkvæmt heimildum Markaðarins, en ákvörðun um að bjóða félagið formlega til sölu hefur hins vegar ekki enn verið tekin. Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, staðfestir í samtali við Markaðinn að verið sé að skoða að selja fyrirtækið. Það komi til vegna áhuga sem innlendir aðilar hafi sýnt Atlantsolíu að undanförnu. Aðspurð segir Guðrún að ákvörðun um hvort félagið verði sett í opið söluferli muni liggja fyrir á allra næstu vikum. Eigendur Atlantsolíu, sem er minnsta olíufélagið á íslenska markaðnum, eru Guðmundur Kjærnested og Bandaríkjamaðurinn Brandon Charles Rose. Atlantsolía var stofnuð sumarið 2002 og var fyrsta bensínstöð félagsins opnuð ári síðar. Hagnaður Atlantsolíu á síðasta ári nam rúmlega 203 milljónum króna borið saman við hagnað upp á 50 milljónir árið áður, að því er fram kemur ársreikningi. Heildarvelta félagsins dróst hins vegar saman um 680 milljónir og var samtals 4.638 milljónir í fyrra. Samkvæmt heimildum Markaðarins gera áætlanir stjórnenda Atlantsolíu ráð fyrir að afkoma félagsins fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) verði um 500 milljónir á þessu ári. Heildareignir námu rúmlega 3.700 milljónum í lok síðasta árs og eigið fé var um 840 milljónir. Eiginfjárhlutfall félagsins er því rúmlega 22 prósent. Í skýrslu stjórnar Atlantsolíu segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um greiðslu arðs vegna afkomu síðasta árs. Á árinu 2016 greiddi félagið hins vegar tæplega 124 milljónir í arð til hluthafa. Í lok síðasta árs var Atlantsolía í hundrað prósent eigu Atlantsolíu Holdings ehf. en það er aftur í jafnri eigu bandarísku félaganna Atlantsoliu Investments LLC og Atlantsoliu Holding LLC. Stjórnarmenn Atlantsolíu Holdings eru þeir Guðmundur Kjærnested og Brandon Rose. Sá sem er ráðgjafi Atlantsolíu varðandi mögulega sölu á fyrirtækinu er Þór Hauksson í fjármálaráðgjöf Deloitte en hann var meðal annars áður yfir fjárfestingum og rekstri félaga hjá Framtakssjóði Íslands.Guðrún Ragna Garðasdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, segir innlenda aðila hafa sýnt fyrirtækinu áhuga að undanförnu.Hræringar á markaði Miklar hræringar hafa verið á íslenskum eldsneytismarkaði á undanförnum misserum, ekki síst með aukinni samkeppni eftir komu Costco, og hafa olíufélögin leitað leiða til hagræðingar með sameiningum við félög í smásölu. Þannig var gengið frá endanlegum kaupsamningi fyrr í þessum mánuði vegna kaupa N1 á öllu hlutafé Festar, næst stærsta smásölufélags landsins, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko. Samkvæmt samkomulaginu er heildarvirði Festar tæplega 38 milljarðar króna. Þá var tilkynnt um kaup Haga á Olís fyrir um 9,2 til 10,2 milljarða króna í apríl síðastliðnum. Gert var ráð fyrir að kaupin gengju í gegn í lok þessa árs en kaupsamningurinn var gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Þá áformaði Skeljungur einnig að kaupa allt hlutafé Basko, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum 10/11, fyrir um 2,2 milljarða en stjórn félagsins ákvað hins vegar um miðjan júlí á þessu ári að slíta þeim samningaviðræðum. Þegar starfsemi Costco hófst í maí síðastliðnum var félagið upphaflega með tólf eldsneytisdælur en þeim var síðar fjölgað í sextán. Flest íslensku eldsneytisfélögin hafa brugðist við samkeppninni frá Costco. Atlantsolía með lægra verði á tveimur sjálfsafgreiðslustöðvum í nágrenni við Costco, Skeljungur með Orkunni X og N1 með Dælunni. Fram kom í ViðskiptaMogganum þann 5. október síðastliðinn að samkvæmt heimildum blaðsins þá næmi eldsneytissala Costco, ef tekið er mið af sölu frá opnun verslunarinnar, um 30 milljónum lítra á ársgrundvelli. Það væru um tíu prósent af allri bensínsölu á landinu og mætti áætla að tekjur Costco vegna eldsneytissölu nemi um fimm milljörðum króna á ári.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Mest lesið Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Eigendur Atlantsolíu, sem rekur nítján sjálfsafgreiðslustöðvar á landinu öllu, kanna nú mögulega sölu á öllu hlutafé fyrirtækisins. Hafa þeir fengið endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækið Deloitte til að undirbúa Atlantsolíu fyrir söluferli, samkvæmt heimildum Markaðarins, en ákvörðun um að bjóða félagið formlega til sölu hefur hins vegar ekki enn verið tekin. Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, staðfestir í samtali við Markaðinn að verið sé að skoða að selja fyrirtækið. Það komi til vegna áhuga sem innlendir aðilar hafi sýnt Atlantsolíu að undanförnu. Aðspurð segir Guðrún að ákvörðun um hvort félagið verði sett í opið söluferli muni liggja fyrir á allra næstu vikum. Eigendur Atlantsolíu, sem er minnsta olíufélagið á íslenska markaðnum, eru Guðmundur Kjærnested og Bandaríkjamaðurinn Brandon Charles Rose. Atlantsolía var stofnuð sumarið 2002 og var fyrsta bensínstöð félagsins opnuð ári síðar. Hagnaður Atlantsolíu á síðasta ári nam rúmlega 203 milljónum króna borið saman við hagnað upp á 50 milljónir árið áður, að því er fram kemur ársreikningi. Heildarvelta félagsins dróst hins vegar saman um 680 milljónir og var samtals 4.638 milljónir í fyrra. Samkvæmt heimildum Markaðarins gera áætlanir stjórnenda Atlantsolíu ráð fyrir að afkoma félagsins fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) verði um 500 milljónir á þessu ári. Heildareignir námu rúmlega 3.700 milljónum í lok síðasta árs og eigið fé var um 840 milljónir. Eiginfjárhlutfall félagsins er því rúmlega 22 prósent. Í skýrslu stjórnar Atlantsolíu segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um greiðslu arðs vegna afkomu síðasta árs. Á árinu 2016 greiddi félagið hins vegar tæplega 124 milljónir í arð til hluthafa. Í lok síðasta árs var Atlantsolía í hundrað prósent eigu Atlantsolíu Holdings ehf. en það er aftur í jafnri eigu bandarísku félaganna Atlantsoliu Investments LLC og Atlantsoliu Holding LLC. Stjórnarmenn Atlantsolíu Holdings eru þeir Guðmundur Kjærnested og Brandon Rose. Sá sem er ráðgjafi Atlantsolíu varðandi mögulega sölu á fyrirtækinu er Þór Hauksson í fjármálaráðgjöf Deloitte en hann var meðal annars áður yfir fjárfestingum og rekstri félaga hjá Framtakssjóði Íslands.Guðrún Ragna Garðasdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, segir innlenda aðila hafa sýnt fyrirtækinu áhuga að undanförnu.Hræringar á markaði Miklar hræringar hafa verið á íslenskum eldsneytismarkaði á undanförnum misserum, ekki síst með aukinni samkeppni eftir komu Costco, og hafa olíufélögin leitað leiða til hagræðingar með sameiningum við félög í smásölu. Þannig var gengið frá endanlegum kaupsamningi fyrr í þessum mánuði vegna kaupa N1 á öllu hlutafé Festar, næst stærsta smásölufélags landsins, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko. Samkvæmt samkomulaginu er heildarvirði Festar tæplega 38 milljarðar króna. Þá var tilkynnt um kaup Haga á Olís fyrir um 9,2 til 10,2 milljarða króna í apríl síðastliðnum. Gert var ráð fyrir að kaupin gengju í gegn í lok þessa árs en kaupsamningurinn var gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Þá áformaði Skeljungur einnig að kaupa allt hlutafé Basko, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum 10/11, fyrir um 2,2 milljarða en stjórn félagsins ákvað hins vegar um miðjan júlí á þessu ári að slíta þeim samningaviðræðum. Þegar starfsemi Costco hófst í maí síðastliðnum var félagið upphaflega með tólf eldsneytisdælur en þeim var síðar fjölgað í sextán. Flest íslensku eldsneytisfélögin hafa brugðist við samkeppninni frá Costco. Atlantsolía með lægra verði á tveimur sjálfsafgreiðslustöðvum í nágrenni við Costco, Skeljungur með Orkunni X og N1 með Dælunni. Fram kom í ViðskiptaMogganum þann 5. október síðastliðinn að samkvæmt heimildum blaðsins þá næmi eldsneytissala Costco, ef tekið er mið af sölu frá opnun verslunarinnar, um 30 milljónum lítra á ársgrundvelli. Það væru um tíu prósent af allri bensínsölu á landinu og mætti áætla að tekjur Costco vegna eldsneytissölu nemi um fimm milljörðum króna á ári.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Mest lesið Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira