Siðbótin í ljósi sögunnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. október 2017 09:45 "Við Íslendingar höfum haft þröngt sjónarhorn á siðbótarhreyfinguna til þessa og þau tímamót í menningarsögu Vesturlanda sem hún markaði,“ segir séra Gunnar. Vísir/Anton Brink Það sem ég ætla að tala um er einkum hvers konar fyrirbæri siðbótin var, hverjir siðbótarmennirnir voru sem kenndu sig við Lúther og hver markmið þeirra voru,“ segir séra Gunnar Kristjánsson um fyrirlestur sem hann flytur í Snorrastofu í Reykholti í kvöld og hefst klukkan 20.30. Tilefnið er að nú í októberlok eru 500 ár frá því Marteinn Lúther birti gagnrýni sína á Rómarkirkjuna og festi á kirkjuhurð furstahallarinnar í Wittenberg í Þýskalandi auk þess sem hann bauð til almennrar umræðu um efnið. „Ég hef lengi stúderað Lúther og meðal annars unnið að þýðingum nokkuð margra rita eftir hann sem munu koma út á næstunni,“ segir séra Gunnar sem telur siðbótina eina áhrifamestu umbótahreyfingu sögunnar og rekur hugmyndir um almenna menntun, vestræna samfélagshugsun, rætur velferðarkerfisins og hugsjónir frönsku byltingarinnar til hennar. „Siðbótin kristallast einkum í tvennu,“ segir hann. „Í fyrsta lagi gagnrýni á Rómarkirkjuna sem var glæsileg hið ytra á 16. öld en aldrei í sögunni jafn spillt hið innra, einkum á það við um páfana. Í öðru lagi er siðbótin að vissu leyti undanfari upplýsingastefnunnar. Lúther þýddi Biblíuna á þýsku, móðurmál sitt, svo að almenningur gæti lesið hana, myndað sér skoðun og tekið afstöðu. Fólk þyrfti ekki að lúta túlkunarvaldi vígðra manna heldur væri hver og einn frjáls til að lesa og hugsa og móta eigin skoðanir. Þetta er ein af grundvallarforsendum siðbótarinnar. Þótt Lúther hafi barist gegn klausturlifnaði vildi hann að klaustrunum yrði breytt í menningarstofnanir. Eitt rita hans fjallar um að skynsamlegt væri að breyta þeim í skóla þar sem börn alþýðufólks, bæði drengir og stúlkur, lærðu að lesa og skrifa þannig að þau gætu verið virkir þátttakendur í samfélaginu.“ Menning Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Það sem ég ætla að tala um er einkum hvers konar fyrirbæri siðbótin var, hverjir siðbótarmennirnir voru sem kenndu sig við Lúther og hver markmið þeirra voru,“ segir séra Gunnar Kristjánsson um fyrirlestur sem hann flytur í Snorrastofu í Reykholti í kvöld og hefst klukkan 20.30. Tilefnið er að nú í októberlok eru 500 ár frá því Marteinn Lúther birti gagnrýni sína á Rómarkirkjuna og festi á kirkjuhurð furstahallarinnar í Wittenberg í Þýskalandi auk þess sem hann bauð til almennrar umræðu um efnið. „Ég hef lengi stúderað Lúther og meðal annars unnið að þýðingum nokkuð margra rita eftir hann sem munu koma út á næstunni,“ segir séra Gunnar sem telur siðbótina eina áhrifamestu umbótahreyfingu sögunnar og rekur hugmyndir um almenna menntun, vestræna samfélagshugsun, rætur velferðarkerfisins og hugsjónir frönsku byltingarinnar til hennar. „Siðbótin kristallast einkum í tvennu,“ segir hann. „Í fyrsta lagi gagnrýni á Rómarkirkjuna sem var glæsileg hið ytra á 16. öld en aldrei í sögunni jafn spillt hið innra, einkum á það við um páfana. Í öðru lagi er siðbótin að vissu leyti undanfari upplýsingastefnunnar. Lúther þýddi Biblíuna á þýsku, móðurmál sitt, svo að almenningur gæti lesið hana, myndað sér skoðun og tekið afstöðu. Fólk þyrfti ekki að lúta túlkunarvaldi vígðra manna heldur væri hver og einn frjáls til að lesa og hugsa og móta eigin skoðanir. Þetta er ein af grundvallarforsendum siðbótarinnar. Þótt Lúther hafi barist gegn klausturlifnaði vildi hann að klaustrunum yrði breytt í menningarstofnanir. Eitt rita hans fjallar um að skynsamlegt væri að breyta þeim í skóla þar sem börn alþýðufólks, bæði drengir og stúlkur, lærðu að lesa og skrifa þannig að þau gætu verið virkir þátttakendur í samfélaginu.“
Menning Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira