Ágætis veðurspá fyrstu rjúpnahelgina Karl Lúðvíksson skrifar 23. október 2017 09:47 Rjúpnaveiðitímabilið hefst næstu helgi og sá háttur er hafður á svipað og undanfarin ár að veitt verður fjórar næstu helgar. Veitt verður frá föstudegi til sunnudags og hefst veiðin næsta föstudag. Það fyrsta sem skyttur landsins þurfa að skoða vel fyrir hverja ferð er að sjálfsögðu veðurspáin og sem betur fer virðist ætla að viðra áætlega fyrstu helgina þó svo að það gæti orðið nokkuð blautt hluta úr degi alla dagana og sleppur líklega engin landshluti alveg við rigningu. Það má eins og venjulega reikna með mikilli umferð veiðimanna um helgina og þá sérstaklega á svæðum sem eru mjög vinsæl en þar má til dæmis nefna Holtavörðuheiði, Kaldadal, Skagaheiði, Bröttubrekku, Laugavatn og svæðið og heiðin við Eiríksjökul. Því er beint til veiðimanna að huga vel að útbúnaði, láta vita af ferðum sínum og fara ekki út á svæði sé tvísýnt með veður og skyggni. Mest lesið Hreinsunardagur Elliðaánna verður 10. júní Veiði Urriðinn mættur við Kárastaði Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði 17 laxar úr Grímsá við opnun Veiði Mikið framboð af villibráð Veiði Átta laxar á land við opnun Miðfjarðarár Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Meira laust en síðustu sumur Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Góð rjúpnaveiði víðast hvar Veiði
Rjúpnaveiðitímabilið hefst næstu helgi og sá háttur er hafður á svipað og undanfarin ár að veitt verður fjórar næstu helgar. Veitt verður frá föstudegi til sunnudags og hefst veiðin næsta föstudag. Það fyrsta sem skyttur landsins þurfa að skoða vel fyrir hverja ferð er að sjálfsögðu veðurspáin og sem betur fer virðist ætla að viðra áætlega fyrstu helgina þó svo að það gæti orðið nokkuð blautt hluta úr degi alla dagana og sleppur líklega engin landshluti alveg við rigningu. Það má eins og venjulega reikna með mikilli umferð veiðimanna um helgina og þá sérstaklega á svæðum sem eru mjög vinsæl en þar má til dæmis nefna Holtavörðuheiði, Kaldadal, Skagaheiði, Bröttubrekku, Laugavatn og svæðið og heiðin við Eiríksjökul. Því er beint til veiðimanna að huga vel að útbúnaði, láta vita af ferðum sínum og fara ekki út á svæði sé tvísýnt með veður og skyggni.
Mest lesið Hreinsunardagur Elliðaánna verður 10. júní Veiði Urriðinn mættur við Kárastaði Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði 17 laxar úr Grímsá við opnun Veiði Mikið framboð af villibráð Veiði Átta laxar á land við opnun Miðfjarðarár Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Meira laust en síðustu sumur Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Góð rjúpnaveiði víðast hvar Veiði