Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék þriðja hringinn á Swinging Skirts mótinu í golfi í nótt. Hún lék hringinn á fimm höggum yfir pari og er samtals á fjórtán höggum yfir pari.
Hún situr í 74.-76. sæti á mótinu, sem er hluti af LPGA mótaröðinni.
Ólafía fékk einn fugl í dag, en fjóra skolla og einn skramba.
Efsta kona mótsins er Eun-Hee Ji frá Suður-Kóreu á tíu höggum undir pari. Lokahringur mótsins verður leikinn á morgun, eða næstu nótt að íslenskum tíma.
Þriðji hringurinn fimm yfir pari hjá Ólafíu

Tengdar fréttir

Ólafía endaði í síðasta sæti
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, endaði í 76.-77. sæti á Keb Hana mótinu á LPGA mótaröðinni í golfi sem kláraðist í nótt.

Sjö skolla hringur hjá Ólafíu
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 72. sæti eftir annan hringinn á Swinging Skirts mótinu í Tævan. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi.

Ólafía á fjórum yfir pari eftir fyrsta hring
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 56.-67. sæti eftir fyrsta hringinn á Swinging Skirts mótinu í Tævan. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi.

Ólafía upp um þrjú sæti á heimslistanum
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fer upp um þrjú sæti á heimslistanum í golfi kvenna.